Gamlársdagur verið ágætur afmælisdagur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. desember 2014 09:00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er sextug í dag. vísir/stefán Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, umdæmisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu, fyrrverandi utanríkisráðherra, borgarstjóri og formaður Samfylkingarinnar, er sextug í dag, gamlársdag. „Ég geri ráð fyrir að verja deginum í faðmi fjölskyldu og vina sem ég hef, marga hverja, ekki séð í lengri tíma,“ segir Ingibjörg Sólrún. Undanfarin sex ár hefur hún verið með annan fótinn erlendis og báða frá árinu 2011. Þá tók hún við stöðu yfirmanns jafnréttisstofnunar UN Women í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Á haustmánuðum í fyrra færði hún sig síðan um set og tók við stöðu umdæmisstjóra UN Women í Evrópu og Mið-Asíu. Aðsetur hennar er nú í Istanbúl í Tyrklandi. „Þetta er mjög áhugavert og spennandi starf. Ég hef tekið þátt í uppbyggingu svæðisskrifstofunnar og starfsins frá grunni sem er mjög gefandi. Borgin sjálf er jafnframt mjög heillandi og með mikla sögu.“ Ingibjörg Sólrún fæddist á gamlársdag árið 1954. Aðspurð hvort það sé ekki örlítið undarlegt að eiga afmæli á þeim degi hlær hún örlítið og segir að þeirri spurningu sé erfitt að svara þar eð hún hafi engan samanburð. Henni hafi ávallt þótt það ágætt að eiga afmæli á þessum degi. Það séu alltaf allir tilbúnir til að fagna með henni og svo sé frídagur daginn eftir. „Eftirminnilegasta gamlárskvöldið var á fertugsafmælinu mínu árið 1994. Það ár hafði verið mjög sérstakt og viðburðaríkt í mínu lífi. Ég hafði sest í stól borgarstjóra og afmælisdagurinn varð nokkurs konar lokahnykkur á ótrúlega góðu ári,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg kom hingað til lands skömmu fyrir jól og hélt þau hátíðleg. Hún hverfur aftur út til starfa sinna áður en vika er liðin af nýja árinu. Dvölin hér á landi hafi verið ánægjuleg og það hafi verið gott að komast í snjóinn, kuldann og íslenska vetrarveðrið í smástund. Líkt og áður segir mun Ingibjörg Sólrún verja deginum í faðmi fjölskyldu og vina. Milli klukkan 14 og 16 tekur hún á móti þeim, og öðrum velunnurum, í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, umdæmisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu, fyrrverandi utanríkisráðherra, borgarstjóri og formaður Samfylkingarinnar, er sextug í dag, gamlársdag. „Ég geri ráð fyrir að verja deginum í faðmi fjölskyldu og vina sem ég hef, marga hverja, ekki séð í lengri tíma,“ segir Ingibjörg Sólrún. Undanfarin sex ár hefur hún verið með annan fótinn erlendis og báða frá árinu 2011. Þá tók hún við stöðu yfirmanns jafnréttisstofnunar UN Women í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Á haustmánuðum í fyrra færði hún sig síðan um set og tók við stöðu umdæmisstjóra UN Women í Evrópu og Mið-Asíu. Aðsetur hennar er nú í Istanbúl í Tyrklandi. „Þetta er mjög áhugavert og spennandi starf. Ég hef tekið þátt í uppbyggingu svæðisskrifstofunnar og starfsins frá grunni sem er mjög gefandi. Borgin sjálf er jafnframt mjög heillandi og með mikla sögu.“ Ingibjörg Sólrún fæddist á gamlársdag árið 1954. Aðspurð hvort það sé ekki örlítið undarlegt að eiga afmæli á þeim degi hlær hún örlítið og segir að þeirri spurningu sé erfitt að svara þar eð hún hafi engan samanburð. Henni hafi ávallt þótt það ágætt að eiga afmæli á þessum degi. Það séu alltaf allir tilbúnir til að fagna með henni og svo sé frídagur daginn eftir. „Eftirminnilegasta gamlárskvöldið var á fertugsafmælinu mínu árið 1994. Það ár hafði verið mjög sérstakt og viðburðaríkt í mínu lífi. Ég hafði sest í stól borgarstjóra og afmælisdagurinn varð nokkurs konar lokahnykkur á ótrúlega góðu ári,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg kom hingað til lands skömmu fyrir jól og hélt þau hátíðleg. Hún hverfur aftur út til starfa sinna áður en vika er liðin af nýja árinu. Dvölin hér á landi hafi verið ánægjuleg og það hafi verið gott að komast í snjóinn, kuldann og íslenska vetrarveðrið í smástund. Líkt og áður segir mun Ingibjörg Sólrún verja deginum í faðmi fjölskyldu og vina. Milli klukkan 14 og 16 tekur hún á móti þeim, og öðrum velunnurum, í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira