Gamlársdagur verið ágætur afmælisdagur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. desember 2014 09:00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er sextug í dag. vísir/stefán Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, umdæmisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu, fyrrverandi utanríkisráðherra, borgarstjóri og formaður Samfylkingarinnar, er sextug í dag, gamlársdag. „Ég geri ráð fyrir að verja deginum í faðmi fjölskyldu og vina sem ég hef, marga hverja, ekki séð í lengri tíma,“ segir Ingibjörg Sólrún. Undanfarin sex ár hefur hún verið með annan fótinn erlendis og báða frá árinu 2011. Þá tók hún við stöðu yfirmanns jafnréttisstofnunar UN Women í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Á haustmánuðum í fyrra færði hún sig síðan um set og tók við stöðu umdæmisstjóra UN Women í Evrópu og Mið-Asíu. Aðsetur hennar er nú í Istanbúl í Tyrklandi. „Þetta er mjög áhugavert og spennandi starf. Ég hef tekið þátt í uppbyggingu svæðisskrifstofunnar og starfsins frá grunni sem er mjög gefandi. Borgin sjálf er jafnframt mjög heillandi og með mikla sögu.“ Ingibjörg Sólrún fæddist á gamlársdag árið 1954. Aðspurð hvort það sé ekki örlítið undarlegt að eiga afmæli á þeim degi hlær hún örlítið og segir að þeirri spurningu sé erfitt að svara þar eð hún hafi engan samanburð. Henni hafi ávallt þótt það ágætt að eiga afmæli á þessum degi. Það séu alltaf allir tilbúnir til að fagna með henni og svo sé frídagur daginn eftir. „Eftirminnilegasta gamlárskvöldið var á fertugsafmælinu mínu árið 1994. Það ár hafði verið mjög sérstakt og viðburðaríkt í mínu lífi. Ég hafði sest í stól borgarstjóra og afmælisdagurinn varð nokkurs konar lokahnykkur á ótrúlega góðu ári,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg kom hingað til lands skömmu fyrir jól og hélt þau hátíðleg. Hún hverfur aftur út til starfa sinna áður en vika er liðin af nýja árinu. Dvölin hér á landi hafi verið ánægjuleg og það hafi verið gott að komast í snjóinn, kuldann og íslenska vetrarveðrið í smástund. Líkt og áður segir mun Ingibjörg Sólrún verja deginum í faðmi fjölskyldu og vina. Milli klukkan 14 og 16 tekur hún á móti þeim, og öðrum velunnurum, í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mest lesið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, umdæmisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu, fyrrverandi utanríkisráðherra, borgarstjóri og formaður Samfylkingarinnar, er sextug í dag, gamlársdag. „Ég geri ráð fyrir að verja deginum í faðmi fjölskyldu og vina sem ég hef, marga hverja, ekki séð í lengri tíma,“ segir Ingibjörg Sólrún. Undanfarin sex ár hefur hún verið með annan fótinn erlendis og báða frá árinu 2011. Þá tók hún við stöðu yfirmanns jafnréttisstofnunar UN Women í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Á haustmánuðum í fyrra færði hún sig síðan um set og tók við stöðu umdæmisstjóra UN Women í Evrópu og Mið-Asíu. Aðsetur hennar er nú í Istanbúl í Tyrklandi. „Þetta er mjög áhugavert og spennandi starf. Ég hef tekið þátt í uppbyggingu svæðisskrifstofunnar og starfsins frá grunni sem er mjög gefandi. Borgin sjálf er jafnframt mjög heillandi og með mikla sögu.“ Ingibjörg Sólrún fæddist á gamlársdag árið 1954. Aðspurð hvort það sé ekki örlítið undarlegt að eiga afmæli á þeim degi hlær hún örlítið og segir að þeirri spurningu sé erfitt að svara þar eð hún hafi engan samanburð. Henni hafi ávallt þótt það ágætt að eiga afmæli á þessum degi. Það séu alltaf allir tilbúnir til að fagna með henni og svo sé frídagur daginn eftir. „Eftirminnilegasta gamlárskvöldið var á fertugsafmælinu mínu árið 1994. Það ár hafði verið mjög sérstakt og viðburðaríkt í mínu lífi. Ég hafði sest í stól borgarstjóra og afmælisdagurinn varð nokkurs konar lokahnykkur á ótrúlega góðu ári,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg kom hingað til lands skömmu fyrir jól og hélt þau hátíðleg. Hún hverfur aftur út til starfa sinna áður en vika er liðin af nýja árinu. Dvölin hér á landi hafi verið ánægjuleg og það hafi verið gott að komast í snjóinn, kuldann og íslenska vetrarveðrið í smástund. Líkt og áður segir mun Ingibjörg Sólrún verja deginum í faðmi fjölskyldu og vina. Milli klukkan 14 og 16 tekur hún á móti þeim, og öðrum velunnurum, í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Mest lesið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“