Ólíklegt að launadeila lækna leysist fyrir áramót Viktoría Hermannsdóttir skrifar 30. desember 2014 07:00 Fundað var í Karphúsinu í gær. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu skurðlækna í dag. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég tel ólíklegt að deilan leysist fyrir áramót. Það ber enn töluvert á milli,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Sáttafundi vegna læknaverkfallsins sem fór fram hjá ríkissáttasemjara í gær var frestað til klukkan 10:30 í dag. Fyrsta læknaverkfall sögunnar hófst þann 27. október síðastliðinn og lítið hefur þokast í samningaviðræðum lækna og ríkis síðan þá. Helstu kröfur lækna eru að grunnlaun verði hækkuð. Þann 5. janúar næstkomandi fara í gang hertar verkfallsaðgerðir lækna verði ekki búið að semja. Þær aðgerðir munu hafa töluverð áhrif á sjúklinga. Þá munu læknar skiptast aftur í fjóra hópa og hver verkfallslota lengist í fjóra daga. Verkfallið mun standa í tólf vikur án hlés. Verkfallið kemur til með að hafa mikil áhrif á þjónustu við sjúklinga og til að mynda verður bara skorið upp á Landspítalanum einn dag í viku. Biðlistar munu því lengjast mikið og starfsemi skerðast mikið.Arna GuðmundsdóttirArna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir lækna hafa miklar áhyggjur af áhrifum verkfallsaðgerðanna á sjúklinga og heilbrigðiskerfið. „Það er álit margra lækna að verkfallið geti ekki staðið lengur en 2-3 vikur áður en það fer að valda miklum skaða og jafnvel kosta mannslíf. Við læknar höldum þetta alveg út. Við erum alveg róleg því við erum ekki að fara að gera neitt annað en að finna okkur aðra vinnu. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um sjúklingana,“ segir Arna. „Þetta er tvíþætt, það eru þessi áhrif sem við gætum séð strax, að það muni eitthvað koma fyrir sjúklingana, og síðan líka þessi slæmu skilaboð sem stjórnvöld eru að senda læknastéttinni. Að við séum einskis virði og getum bara átt okkur. Það sé bara hægt að reka þetta kerfi án lækna.“ Nú þegar hafa um 10 sérfræðilæknar sagt upp störfum og Arna segir marga fleiri lækna tilbúna að gera það sama dragist deilan á langinn. Lítið mál sé fyrir lækna að fá vinnu í nágrannalöndunum, við betri kjör og aðstæður. Hún segir að á síðustu fimm árum hafi að meðaltali 38 læknar flutt út á ári. „Atvinnumöguleikarnir okkar eru svo gríðarlega góðir, við höfum ekki áhyggjur af okkur heldur sjúklingunum,“ segir hún og bendir á síðuna Hvítir sloppar sem er atvinnumiðlun fyrir lækna. Hún segir fjölmarga lækna og hjúkrunarfræðinga vera að sækja um störf á þeirra vegum. „Það vantar 2.000 heimilislækna í Svíþjóð. Það eru mjög margir heimilislæknar að fara út og vinna sér inn á viku mánaðarlaun hér heima. Það getur varla annað en dregið úr samfellu og gæðum þjónustunnar,“ segir hún. Sáttafundur í deilu skurðlækna er boðaður hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
„Ég tel ólíklegt að deilan leysist fyrir áramót. Það ber enn töluvert á milli,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Sáttafundi vegna læknaverkfallsins sem fór fram hjá ríkissáttasemjara í gær var frestað til klukkan 10:30 í dag. Fyrsta læknaverkfall sögunnar hófst þann 27. október síðastliðinn og lítið hefur þokast í samningaviðræðum lækna og ríkis síðan þá. Helstu kröfur lækna eru að grunnlaun verði hækkuð. Þann 5. janúar næstkomandi fara í gang hertar verkfallsaðgerðir lækna verði ekki búið að semja. Þær aðgerðir munu hafa töluverð áhrif á sjúklinga. Þá munu læknar skiptast aftur í fjóra hópa og hver verkfallslota lengist í fjóra daga. Verkfallið mun standa í tólf vikur án hlés. Verkfallið kemur til með að hafa mikil áhrif á þjónustu við sjúklinga og til að mynda verður bara skorið upp á Landspítalanum einn dag í viku. Biðlistar munu því lengjast mikið og starfsemi skerðast mikið.Arna GuðmundsdóttirArna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir lækna hafa miklar áhyggjur af áhrifum verkfallsaðgerðanna á sjúklinga og heilbrigðiskerfið. „Það er álit margra lækna að verkfallið geti ekki staðið lengur en 2-3 vikur áður en það fer að valda miklum skaða og jafnvel kosta mannslíf. Við læknar höldum þetta alveg út. Við erum alveg róleg því við erum ekki að fara að gera neitt annað en að finna okkur aðra vinnu. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um sjúklingana,“ segir Arna. „Þetta er tvíþætt, það eru þessi áhrif sem við gætum séð strax, að það muni eitthvað koma fyrir sjúklingana, og síðan líka þessi slæmu skilaboð sem stjórnvöld eru að senda læknastéttinni. Að við séum einskis virði og getum bara átt okkur. Það sé bara hægt að reka þetta kerfi án lækna.“ Nú þegar hafa um 10 sérfræðilæknar sagt upp störfum og Arna segir marga fleiri lækna tilbúna að gera það sama dragist deilan á langinn. Lítið mál sé fyrir lækna að fá vinnu í nágrannalöndunum, við betri kjör og aðstæður. Hún segir að á síðustu fimm árum hafi að meðaltali 38 læknar flutt út á ári. „Atvinnumöguleikarnir okkar eru svo gríðarlega góðir, við höfum ekki áhyggjur af okkur heldur sjúklingunum,“ segir hún og bendir á síðuna Hvítir sloppar sem er atvinnumiðlun fyrir lækna. Hún segir fjölmarga lækna og hjúkrunarfræðinga vera að sækja um störf á þeirra vegum. „Það vantar 2.000 heimilislækna í Svíþjóð. Það eru mjög margir heimilislæknar að fara út og vinna sér inn á viku mánaðarlaun hér heima. Það getur varla annað en dregið úr samfellu og gæðum þjónustunnar,“ segir hún. Sáttafundur í deilu skurðlækna er boðaður hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira