Ólíklegt að launadeila lækna leysist fyrir áramót Viktoría Hermannsdóttir skrifar 30. desember 2014 07:00 Fundað var í Karphúsinu í gær. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu skurðlækna í dag. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég tel ólíklegt að deilan leysist fyrir áramót. Það ber enn töluvert á milli,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Sáttafundi vegna læknaverkfallsins sem fór fram hjá ríkissáttasemjara í gær var frestað til klukkan 10:30 í dag. Fyrsta læknaverkfall sögunnar hófst þann 27. október síðastliðinn og lítið hefur þokast í samningaviðræðum lækna og ríkis síðan þá. Helstu kröfur lækna eru að grunnlaun verði hækkuð. Þann 5. janúar næstkomandi fara í gang hertar verkfallsaðgerðir lækna verði ekki búið að semja. Þær aðgerðir munu hafa töluverð áhrif á sjúklinga. Þá munu læknar skiptast aftur í fjóra hópa og hver verkfallslota lengist í fjóra daga. Verkfallið mun standa í tólf vikur án hlés. Verkfallið kemur til með að hafa mikil áhrif á þjónustu við sjúklinga og til að mynda verður bara skorið upp á Landspítalanum einn dag í viku. Biðlistar munu því lengjast mikið og starfsemi skerðast mikið.Arna GuðmundsdóttirArna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir lækna hafa miklar áhyggjur af áhrifum verkfallsaðgerðanna á sjúklinga og heilbrigðiskerfið. „Það er álit margra lækna að verkfallið geti ekki staðið lengur en 2-3 vikur áður en það fer að valda miklum skaða og jafnvel kosta mannslíf. Við læknar höldum þetta alveg út. Við erum alveg róleg því við erum ekki að fara að gera neitt annað en að finna okkur aðra vinnu. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um sjúklingana,“ segir Arna. „Þetta er tvíþætt, það eru þessi áhrif sem við gætum séð strax, að það muni eitthvað koma fyrir sjúklingana, og síðan líka þessi slæmu skilaboð sem stjórnvöld eru að senda læknastéttinni. Að við séum einskis virði og getum bara átt okkur. Það sé bara hægt að reka þetta kerfi án lækna.“ Nú þegar hafa um 10 sérfræðilæknar sagt upp störfum og Arna segir marga fleiri lækna tilbúna að gera það sama dragist deilan á langinn. Lítið mál sé fyrir lækna að fá vinnu í nágrannalöndunum, við betri kjör og aðstæður. Hún segir að á síðustu fimm árum hafi að meðaltali 38 læknar flutt út á ári. „Atvinnumöguleikarnir okkar eru svo gríðarlega góðir, við höfum ekki áhyggjur af okkur heldur sjúklingunum,“ segir hún og bendir á síðuna Hvítir sloppar sem er atvinnumiðlun fyrir lækna. Hún segir fjölmarga lækna og hjúkrunarfræðinga vera að sækja um störf á þeirra vegum. „Það vantar 2.000 heimilislækna í Svíþjóð. Það eru mjög margir heimilislæknar að fara út og vinna sér inn á viku mánaðarlaun hér heima. Það getur varla annað en dregið úr samfellu og gæðum þjónustunnar,“ segir hún. Sáttafundur í deilu skurðlækna er boðaður hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
„Ég tel ólíklegt að deilan leysist fyrir áramót. Það ber enn töluvert á milli,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Sáttafundi vegna læknaverkfallsins sem fór fram hjá ríkissáttasemjara í gær var frestað til klukkan 10:30 í dag. Fyrsta læknaverkfall sögunnar hófst þann 27. október síðastliðinn og lítið hefur þokast í samningaviðræðum lækna og ríkis síðan þá. Helstu kröfur lækna eru að grunnlaun verði hækkuð. Þann 5. janúar næstkomandi fara í gang hertar verkfallsaðgerðir lækna verði ekki búið að semja. Þær aðgerðir munu hafa töluverð áhrif á sjúklinga. Þá munu læknar skiptast aftur í fjóra hópa og hver verkfallslota lengist í fjóra daga. Verkfallið mun standa í tólf vikur án hlés. Verkfallið kemur til með að hafa mikil áhrif á þjónustu við sjúklinga og til að mynda verður bara skorið upp á Landspítalanum einn dag í viku. Biðlistar munu því lengjast mikið og starfsemi skerðast mikið.Arna GuðmundsdóttirArna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir lækna hafa miklar áhyggjur af áhrifum verkfallsaðgerðanna á sjúklinga og heilbrigðiskerfið. „Það er álit margra lækna að verkfallið geti ekki staðið lengur en 2-3 vikur áður en það fer að valda miklum skaða og jafnvel kosta mannslíf. Við læknar höldum þetta alveg út. Við erum alveg róleg því við erum ekki að fara að gera neitt annað en að finna okkur aðra vinnu. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um sjúklingana,“ segir Arna. „Þetta er tvíþætt, það eru þessi áhrif sem við gætum séð strax, að það muni eitthvað koma fyrir sjúklingana, og síðan líka þessi slæmu skilaboð sem stjórnvöld eru að senda læknastéttinni. Að við séum einskis virði og getum bara átt okkur. Það sé bara hægt að reka þetta kerfi án lækna.“ Nú þegar hafa um 10 sérfræðilæknar sagt upp störfum og Arna segir marga fleiri lækna tilbúna að gera það sama dragist deilan á langinn. Lítið mál sé fyrir lækna að fá vinnu í nágrannalöndunum, við betri kjör og aðstæður. Hún segir að á síðustu fimm árum hafi að meðaltali 38 læknar flutt út á ári. „Atvinnumöguleikarnir okkar eru svo gríðarlega góðir, við höfum ekki áhyggjur af okkur heldur sjúklingunum,“ segir hún og bendir á síðuna Hvítir sloppar sem er atvinnumiðlun fyrir lækna. Hún segir fjölmarga lækna og hjúkrunarfræðinga vera að sækja um störf á þeirra vegum. „Það vantar 2.000 heimilislækna í Svíþjóð. Það eru mjög margir heimilislæknar að fara út og vinna sér inn á viku mánaðarlaun hér heima. Það getur varla annað en dregið úr samfellu og gæðum þjónustunnar,“ segir hún. Sáttafundur í deilu skurðlækna er boðaður hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent