Innlent

Afplánun erlendis óhagkvæm

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Páll Winkel
Páll Winkel

„Ég mun seint sjá að slíkt gæti orðið hagkvæmt.“ Þetta segir Páll Winkel forstjóri um möguleika á því að íslensk stjórnvöld semji um afplánun í erlendu fangelsi en nú bíða um 400 til 450 fangar eftir afplánun á Íslandi. Norsk og hollensk stjórnvöld hafa samið um að 242 norskir fangar fái að afplána fangelsisdóma í Hollandi. Fyrst og fremst er um að ræða fanga með langa fangelsisdóma en einnig erlenda ríkisborgara sem ákveðið hefur verið að vísa úr landi.

Í Noregi bíða 1.200 fangar eftir því að geta afplánað. Talið er að þörf sé á tvö þúsund nýjum fangelsisplássum í Noregi fyrir árið 2040.
Páll telur afplánun erlendis frekar fjarstæðukennda lausn og nefnir meðal annars ferðakostnað og kostnað vegna íslensks starfsfólks. „Fjárframlög bjóða ekki upp á skuldbindingar gagnvart öðrum ríkjum í slíku máli. Við tökum Hólmsheiði í notkun eftir ár. Fjárhagsleg staða fangelsismála er þannig að við þurfum að loka Kvennafangelsinu um mitt næsta ár vegna niðurskurðar.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.