Innlent

Afplánun erlendis óhagkvæm

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Páll Winkel
Páll Winkel
„Ég mun seint sjá að slíkt gæti orðið hagkvæmt.“ Þetta segir Páll Winkel forstjóri um möguleika á því að íslensk stjórnvöld semji um afplánun í erlendu fangelsi en nú bíða um 400 til 450 fangar eftir afplánun á Íslandi. Norsk og hollensk stjórnvöld hafa samið um að 242 norskir fangar fái að afplána fangelsisdóma í Hollandi. Fyrst og fremst er um að ræða fanga með langa fangelsisdóma en einnig erlenda ríkisborgara sem ákveðið hefur verið að vísa úr landi.

Í Noregi bíða 1.200 fangar eftir því að geta afplánað. Talið er að þörf sé á tvö þúsund nýjum fangelsisplássum í Noregi fyrir árið 2040.

Páll telur afplánun erlendis frekar fjarstæðukennda lausn og nefnir meðal annars ferðakostnað og kostnað vegna íslensks starfsfólks. „Fjárframlög bjóða ekki upp á skuldbindingar gagnvart öðrum ríkjum í slíku máli. Við tökum Hólmsheiði í notkun eftir ár. Fjárhagsleg staða fangelsismála er þannig að við þurfum að loka Kvennafangelsinu um mitt næsta ár vegna niðurskurðar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×