Innlent

Landspítalinn banni mótmæli bænahóps

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Hópurinn hittist í hádeginu á hverjum þriðjudegi fyrir utan kvennadeildina og biður fyrir eyddum fóstrum.
Hópurinn hittist í hádeginu á hverjum þriðjudegi fyrir utan kvennadeildina og biður fyrir eyddum fóstrum. Fréttablaðið/Ernir
„Ég vonast til þess að geta afhent Landspítalanum þennan undirskriftalista í þeirri von að stjórnendurnir endurskoði þessi mótmæli sem fram fara á lóð spítalans,“ segir Bryndís Björnsdóttir.

Bryndís hefur hafið undirskriftasöfnun gegn mótmælum hópsins Lífsverndar. Fréttablaðið sagði frá því í október að í hádeginu á hverjum þriðjudegi hittist fyrir utan Kvennadeild Landspítalans hópur sem fer með bænir og biður fyrir eyddum fóstrum.

Í samtali við Fréttablaðið sagði einn í hópnum, Denis O"Leary, kaþólskur prestur við Maríukirkju í Breiðholti, að þau væru að biðja fyrir þeim fóstrum sem væri eytt inni á deildinni.

„Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ sagði O"Leary, og tók fram að þau nálguðust ekki fólk að fyrra bragði.

Bryndís Björnsdóttir
Í greininni kom fram að félagsráðgjafi við kvennadeildina segði konur sem þangað leituðu ekki verða fyrir ónæði af völdum fólksins.

Bryndís vill með undirskriftalistanum að forsvarsmenn spítalans íhugi það að meina hópnum að mótmæla á lóð spítalans. Konur sem þangað leiti eigi að geta gert það óáreittar.

„Ég stórlega efast um að konur sem ganga þarna inn verði ekki fyrir áreiti,“ segir hún. „Þetta er málefni sem hefur verið lítið rætt um og er í mikilli skömm. Þögn yfir þessum mótmælum bera merki um það. Það er mikilvægt að það létti á því og þær konur sem gangi þarna inn mæti því vali sem þær vilja,“ segir Bryndís.

Að sögn Bryndísar er það minnsta sem Landspítalinn getur gert að meina mótmælendum að vera á lóð spítalans. Þetta fólk geti haft sínar skoðanir en eigi ekki að viðra þær þarna.

„Konur sem koma þarna inn eru í þeirri stöðu að þurfa að taka ákvörðun sem er mjög erfið. Þetta tel ég að Landspítalinn eigi að taka tillit til. Ef verið væri að mótmæla annars konar þjónustu Landspítalans þá væri ekki vel litið til þess ef fólk væri að því á lóð spítalans,“ segir Bryndís.


Tengdar fréttir

Að kunna sig

Nýverið var lýst yfir í fjölmiðlum að fólk á öllum aldri væri saman komið á Austurvelli til þess að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í tilkynningu um mótmælin var tekið fram að þau yrðu friðsamleg þrátt fyrir að reiði væri fyrir hendi, þar sem þátttakendur kynnu sig.

Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans

„Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“

Segir bænahópinn áreitni fyrir konur

„Mér finnst þetta vera áreitni og ég myndi vilja að Landspítalinn skoðaði þetta mál alvarlega með hagsmuni sinna skjólstæðinga að leiðarljósi.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.