Að kunna sig Bryndís Björnsdóttir skrifar 12. desember 2014 07:00 Nýverið var lýst yfir í fjölmiðlum að fólk á öllum aldri væri saman komið á Austurvelli til þess að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í tilkynningu um mótmælin var tekið fram að þau yrðu friðsamleg þrátt fyrir að reiði væri fyrir hendi, þar sem þátttakendur kynnu sig. Að kunna sig á jafnan við í aðstæðum þar sem gæta þarf hófs, halda sig innan viðtekinna marka samfélags og fylgja því hátterni sem þykir við hæfi. Samfélag þar sem allir virðast kunna sig getur hins vegar reynst nærandi jarðvegur fyrir rof á þöglum samfélagssáttmála. Eitt slíkt rof átti sér stað um daginn og var því rofi mætt í mótmælunum á Austurvelli með slagorðinu: „Jæja Hanna Birna“. Stuttu síðar vék ráðherrann og í kjölfarið ræddi Sigmundur Davíð um tíðarandann og umræðuna um þjóðfélagsmál sem honum þótti einkennast af neikvæðni og heift. Skiptar skoðanir virðast því vera um hvað það þýði að kunna sig og hvernig skal bera sig úti á torgi. Ég ætla að leyfa mér að líta svo á að það að kunna sig vísi til þess að þeir sem koma saman til að mótmæla þekki sig og sín mörk. Að fólk viti hvar og hvenær þau vilja beita sér og beri kennsl á aðstæðurnar sem kalla eftir því að lífvaldi sé beitt gegn lífvaldi. Nú standa yfir önnur mótmæli í almannarými sem bera þegar vott um mikla þrautseigju. Þau hafa staðið yfir í mörg ár á hverjum þriðjudegi, hvernig sem viðrar. Um er að ræða meðlimi félagsins Lífverndar. Þeirra bænir dynja ekki á valdhöfum heldur á konum. Hópurinn stendur fyrir framan Landspítalann með slagorðið: „Stöðvum fóstureyðingar.“ Þeim orðum er beint til kvenna sem ganga þar inn um dyr og mæta möguleika, vali sem þær hafa á höndum. Minn líkami, mitt val er slagorðið en nær lagi væri einfaldlega að staldra við: Minn líkami.Tilræði Hópurinn fyrir framan Landspítalann hefur líkt sinni líkamlegu nærveru við mótmæli gegn þrælahaldi. Hér miðla líkamar á götu til annarra að þeirra réttur og sjálfsábyrgð séu engin, undir yfirskini velvildar í garð þeirra sem eru undir haldi annarra. Ef það að kunna sig þýðir að kunna skil á sjálfum sér og finna samstöðu í að bera sameiginleg kennsl á sjálfsábyrgð og rétt, með því að staðsetja líkama sinn úti á götu með öðrum líkömum, þá birtast í mótmælum Lífverndar ófriðsamleg og ofbeldisfull mótmæli. Sáttmáli einstaklinga um samfélag tekur á sig ýmsar myndir í sameiginlegum rýmum. Landspítalinn og hans nærumhverfi er eitt slíkt rými, eins og stofnunin hefur sýnt með uppsetningu stöðumæla við bílastæði spítalalóðarinnar, til að hrekja burt þá sem hafa ekki brýna þörf fyrir gott aðgengi að lífsnauðsynlegri þjónustu. Slíkt er minniháttar aðgerð til þess að standa vörð um réttindi. Landspítalinn ætti ekki að hika við að taka enn afdrifaríkari afstöðu í því sem nú gerist á þeirra eigin plani með að neita Lífvernd um að halda mótmæli sín þar. Hertar verkfallsaðgerðir lækna vegna undirbúnings stjórnvalda á einkavæðingu heilbrigðiskerfis eru svar við tilræði við samfélagið. Þessi bón til Landspítalans á miðjum átakatímum er bón um samstöðu gegn öðrum slíkum tilræðum. Ég vil því hér með hefja söfnun undirskrifta til að færa Landspítalanum, við kröfu um að gefa konum í það minnsta þann frið að færa átökin og áverkana annað: https://www.change.org/p/landsp%C3%ADtalinn-st%C3%B6%C3%B0va-m%C3%B3tm%C3%A6li-l%C3%ADfverndar-%C3%A1-l%C3%B3%C3%B0-landsp%C3%ADtalans?just_created=true Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Nýverið var lýst yfir í fjölmiðlum að fólk á öllum aldri væri saman komið á Austurvelli til þess að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í tilkynningu um mótmælin var tekið fram að þau yrðu friðsamleg þrátt fyrir að reiði væri fyrir hendi, þar sem þátttakendur kynnu sig. Að kunna sig á jafnan við í aðstæðum þar sem gæta þarf hófs, halda sig innan viðtekinna marka samfélags og fylgja því hátterni sem þykir við hæfi. Samfélag þar sem allir virðast kunna sig getur hins vegar reynst nærandi jarðvegur fyrir rof á þöglum samfélagssáttmála. Eitt slíkt rof átti sér stað um daginn og var því rofi mætt í mótmælunum á Austurvelli með slagorðinu: „Jæja Hanna Birna“. Stuttu síðar vék ráðherrann og í kjölfarið ræddi Sigmundur Davíð um tíðarandann og umræðuna um þjóðfélagsmál sem honum þótti einkennast af neikvæðni og heift. Skiptar skoðanir virðast því vera um hvað það þýði að kunna sig og hvernig skal bera sig úti á torgi. Ég ætla að leyfa mér að líta svo á að það að kunna sig vísi til þess að þeir sem koma saman til að mótmæla þekki sig og sín mörk. Að fólk viti hvar og hvenær þau vilja beita sér og beri kennsl á aðstæðurnar sem kalla eftir því að lífvaldi sé beitt gegn lífvaldi. Nú standa yfir önnur mótmæli í almannarými sem bera þegar vott um mikla þrautseigju. Þau hafa staðið yfir í mörg ár á hverjum þriðjudegi, hvernig sem viðrar. Um er að ræða meðlimi félagsins Lífverndar. Þeirra bænir dynja ekki á valdhöfum heldur á konum. Hópurinn stendur fyrir framan Landspítalann með slagorðið: „Stöðvum fóstureyðingar.“ Þeim orðum er beint til kvenna sem ganga þar inn um dyr og mæta möguleika, vali sem þær hafa á höndum. Minn líkami, mitt val er slagorðið en nær lagi væri einfaldlega að staldra við: Minn líkami.Tilræði Hópurinn fyrir framan Landspítalann hefur líkt sinni líkamlegu nærveru við mótmæli gegn þrælahaldi. Hér miðla líkamar á götu til annarra að þeirra réttur og sjálfsábyrgð séu engin, undir yfirskini velvildar í garð þeirra sem eru undir haldi annarra. Ef það að kunna sig þýðir að kunna skil á sjálfum sér og finna samstöðu í að bera sameiginleg kennsl á sjálfsábyrgð og rétt, með því að staðsetja líkama sinn úti á götu með öðrum líkömum, þá birtast í mótmælum Lífverndar ófriðsamleg og ofbeldisfull mótmæli. Sáttmáli einstaklinga um samfélag tekur á sig ýmsar myndir í sameiginlegum rýmum. Landspítalinn og hans nærumhverfi er eitt slíkt rými, eins og stofnunin hefur sýnt með uppsetningu stöðumæla við bílastæði spítalalóðarinnar, til að hrekja burt þá sem hafa ekki brýna þörf fyrir gott aðgengi að lífsnauðsynlegri þjónustu. Slíkt er minniháttar aðgerð til þess að standa vörð um réttindi. Landspítalinn ætti ekki að hika við að taka enn afdrifaríkari afstöðu í því sem nú gerist á þeirra eigin plani með að neita Lífvernd um að halda mótmæli sín þar. Hertar verkfallsaðgerðir lækna vegna undirbúnings stjórnvalda á einkavæðingu heilbrigðiskerfis eru svar við tilræði við samfélagið. Þessi bón til Landspítalans á miðjum átakatímum er bón um samstöðu gegn öðrum slíkum tilræðum. Ég vil því hér með hefja söfnun undirskrifta til að færa Landspítalanum, við kröfu um að gefa konum í það minnsta þann frið að færa átökin og áverkana annað: https://www.change.org/p/landsp%C3%ADtalinn-st%C3%B6%C3%B0va-m%C3%B3tm%C3%A6li-l%C3%ADfverndar-%C3%A1-l%C3%B3%C3%B0-landsp%C3%ADtalans?just_created=true
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun