Að kunna sig Bryndís Björnsdóttir skrifar 12. desember 2014 07:00 Nýverið var lýst yfir í fjölmiðlum að fólk á öllum aldri væri saman komið á Austurvelli til þess að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í tilkynningu um mótmælin var tekið fram að þau yrðu friðsamleg þrátt fyrir að reiði væri fyrir hendi, þar sem þátttakendur kynnu sig. Að kunna sig á jafnan við í aðstæðum þar sem gæta þarf hófs, halda sig innan viðtekinna marka samfélags og fylgja því hátterni sem þykir við hæfi. Samfélag þar sem allir virðast kunna sig getur hins vegar reynst nærandi jarðvegur fyrir rof á þöglum samfélagssáttmála. Eitt slíkt rof átti sér stað um daginn og var því rofi mætt í mótmælunum á Austurvelli með slagorðinu: „Jæja Hanna Birna“. Stuttu síðar vék ráðherrann og í kjölfarið ræddi Sigmundur Davíð um tíðarandann og umræðuna um þjóðfélagsmál sem honum þótti einkennast af neikvæðni og heift. Skiptar skoðanir virðast því vera um hvað það þýði að kunna sig og hvernig skal bera sig úti á torgi. Ég ætla að leyfa mér að líta svo á að það að kunna sig vísi til þess að þeir sem koma saman til að mótmæla þekki sig og sín mörk. Að fólk viti hvar og hvenær þau vilja beita sér og beri kennsl á aðstæðurnar sem kalla eftir því að lífvaldi sé beitt gegn lífvaldi. Nú standa yfir önnur mótmæli í almannarými sem bera þegar vott um mikla þrautseigju. Þau hafa staðið yfir í mörg ár á hverjum þriðjudegi, hvernig sem viðrar. Um er að ræða meðlimi félagsins Lífverndar. Þeirra bænir dynja ekki á valdhöfum heldur á konum. Hópurinn stendur fyrir framan Landspítalann með slagorðið: „Stöðvum fóstureyðingar.“ Þeim orðum er beint til kvenna sem ganga þar inn um dyr og mæta möguleika, vali sem þær hafa á höndum. Minn líkami, mitt val er slagorðið en nær lagi væri einfaldlega að staldra við: Minn líkami.Tilræði Hópurinn fyrir framan Landspítalann hefur líkt sinni líkamlegu nærveru við mótmæli gegn þrælahaldi. Hér miðla líkamar á götu til annarra að þeirra réttur og sjálfsábyrgð séu engin, undir yfirskini velvildar í garð þeirra sem eru undir haldi annarra. Ef það að kunna sig þýðir að kunna skil á sjálfum sér og finna samstöðu í að bera sameiginleg kennsl á sjálfsábyrgð og rétt, með því að staðsetja líkama sinn úti á götu með öðrum líkömum, þá birtast í mótmælum Lífverndar ófriðsamleg og ofbeldisfull mótmæli. Sáttmáli einstaklinga um samfélag tekur á sig ýmsar myndir í sameiginlegum rýmum. Landspítalinn og hans nærumhverfi er eitt slíkt rými, eins og stofnunin hefur sýnt með uppsetningu stöðumæla við bílastæði spítalalóðarinnar, til að hrekja burt þá sem hafa ekki brýna þörf fyrir gott aðgengi að lífsnauðsynlegri þjónustu. Slíkt er minniháttar aðgerð til þess að standa vörð um réttindi. Landspítalinn ætti ekki að hika við að taka enn afdrifaríkari afstöðu í því sem nú gerist á þeirra eigin plani með að neita Lífvernd um að halda mótmæli sín þar. Hertar verkfallsaðgerðir lækna vegna undirbúnings stjórnvalda á einkavæðingu heilbrigðiskerfis eru svar við tilræði við samfélagið. Þessi bón til Landspítalans á miðjum átakatímum er bón um samstöðu gegn öðrum slíkum tilræðum. Ég vil því hér með hefja söfnun undirskrifta til að færa Landspítalanum, við kröfu um að gefa konum í það minnsta þann frið að færa átökin og áverkana annað: https://www.change.org/p/landsp%C3%ADtalinn-st%C3%B6%C3%B0va-m%C3%B3tm%C3%A6li-l%C3%ADfverndar-%C3%A1-l%C3%B3%C3%B0-landsp%C3%ADtalans?just_created=true Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var lýst yfir í fjölmiðlum að fólk á öllum aldri væri saman komið á Austurvelli til þess að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í tilkynningu um mótmælin var tekið fram að þau yrðu friðsamleg þrátt fyrir að reiði væri fyrir hendi, þar sem þátttakendur kynnu sig. Að kunna sig á jafnan við í aðstæðum þar sem gæta þarf hófs, halda sig innan viðtekinna marka samfélags og fylgja því hátterni sem þykir við hæfi. Samfélag þar sem allir virðast kunna sig getur hins vegar reynst nærandi jarðvegur fyrir rof á þöglum samfélagssáttmála. Eitt slíkt rof átti sér stað um daginn og var því rofi mætt í mótmælunum á Austurvelli með slagorðinu: „Jæja Hanna Birna“. Stuttu síðar vék ráðherrann og í kjölfarið ræddi Sigmundur Davíð um tíðarandann og umræðuna um þjóðfélagsmál sem honum þótti einkennast af neikvæðni og heift. Skiptar skoðanir virðast því vera um hvað það þýði að kunna sig og hvernig skal bera sig úti á torgi. Ég ætla að leyfa mér að líta svo á að það að kunna sig vísi til þess að þeir sem koma saman til að mótmæla þekki sig og sín mörk. Að fólk viti hvar og hvenær þau vilja beita sér og beri kennsl á aðstæðurnar sem kalla eftir því að lífvaldi sé beitt gegn lífvaldi. Nú standa yfir önnur mótmæli í almannarými sem bera þegar vott um mikla þrautseigju. Þau hafa staðið yfir í mörg ár á hverjum þriðjudegi, hvernig sem viðrar. Um er að ræða meðlimi félagsins Lífverndar. Þeirra bænir dynja ekki á valdhöfum heldur á konum. Hópurinn stendur fyrir framan Landspítalann með slagorðið: „Stöðvum fóstureyðingar.“ Þeim orðum er beint til kvenna sem ganga þar inn um dyr og mæta möguleika, vali sem þær hafa á höndum. Minn líkami, mitt val er slagorðið en nær lagi væri einfaldlega að staldra við: Minn líkami.Tilræði Hópurinn fyrir framan Landspítalann hefur líkt sinni líkamlegu nærveru við mótmæli gegn þrælahaldi. Hér miðla líkamar á götu til annarra að þeirra réttur og sjálfsábyrgð séu engin, undir yfirskini velvildar í garð þeirra sem eru undir haldi annarra. Ef það að kunna sig þýðir að kunna skil á sjálfum sér og finna samstöðu í að bera sameiginleg kennsl á sjálfsábyrgð og rétt, með því að staðsetja líkama sinn úti á götu með öðrum líkömum, þá birtast í mótmælum Lífverndar ófriðsamleg og ofbeldisfull mótmæli. Sáttmáli einstaklinga um samfélag tekur á sig ýmsar myndir í sameiginlegum rýmum. Landspítalinn og hans nærumhverfi er eitt slíkt rými, eins og stofnunin hefur sýnt með uppsetningu stöðumæla við bílastæði spítalalóðarinnar, til að hrekja burt þá sem hafa ekki brýna þörf fyrir gott aðgengi að lífsnauðsynlegri þjónustu. Slíkt er minniháttar aðgerð til þess að standa vörð um réttindi. Landspítalinn ætti ekki að hika við að taka enn afdrifaríkari afstöðu í því sem nú gerist á þeirra eigin plani með að neita Lífvernd um að halda mótmæli sín þar. Hertar verkfallsaðgerðir lækna vegna undirbúnings stjórnvalda á einkavæðingu heilbrigðiskerfis eru svar við tilræði við samfélagið. Þessi bón til Landspítalans á miðjum átakatímum er bón um samstöðu gegn öðrum slíkum tilræðum. Ég vil því hér með hefja söfnun undirskrifta til að færa Landspítalanum, við kröfu um að gefa konum í það minnsta þann frið að færa átökin og áverkana annað: https://www.change.org/p/landsp%C3%ADtalinn-st%C3%B6%C3%B0va-m%C3%B3tm%C3%A6li-l%C3%ADfverndar-%C3%A1-l%C3%B3%C3%B0-landsp%C3%ADtalans?just_created=true
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar