Byrjaði sem vinnustofupartí Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. desember 2014 13:30 Sigurbjörn Jónsson: „Þetta eru hálfabstrakt verk en með andlitum í, það hef ég ekki gert áður.“ Vísir/GVA „Þetta er orðinn árlegur viðburður og ég er eiginlega búinn að týna tölunni á árunum, ætli þau séu ekki orðin sautján,“ segir Sigurbjörn Jónsson myndlistarmaður sem á morgun opnar vinnustofusýningu á verkum sínum í Stangarhyl 1a. „Ég sýni verk sem ég hef verið að mála síðustu mánuðina og opna pleisið fyrir gestum og gangandi.“ Vinnustofa Sigurbjörns er á heimili hans en hann segir að fjöldi gesta valdi ekki vandræðum. „Það koma yfirleitt svona tvö til þrjú hundruð manns, getur orðið svolítið þröngt en það bjargast nú alltaf. Þetta byrjaði bara óvart og átti að vera lítið jólapartí á vinnustofunni en það komu svo margir og var svo gaman að þetta festist í sessi.“ Spurður hvort verkin sem hann sýnir nú séu að einhverju leyti frábrugðin því sem hann hefur áður sýnt segir Sigurbjörn svo vera. „Þetta eru hálfabstrakt verk en með andlitum í, það hef ég ekki gert áður. En svo eru líka öðruvísi verk.“ Hann vill ekki ræða það frekar, verkin tala fyrir sig sjálf, segir hann, og við snúum okkur að því að ræða um opnun sýningarinnar sem stendur frá klukkan 17 til 20 á morgun. Þar verður að venju boðið upp á djassmúsík en skipulag þess hluta er í höndum Ómars Einarssonar gítarleikara. „Hann kemur alltaf með einhverja spilara með sér og spilar við opnunina,“ útskýrir Sigurbjörn. „Ég veit ekki betur en að í þetta sinn verði Haukur Gröndal með honum, en það er alveg í höndum Ómars, ég hef aldrei skipt mér neitt af því.“Sýningin er, eins og áður sagði, í vinnustofu Sigurbjörns í Stangarhyl 1a og hún verður opin milli klukkan 17 og 19 alla daga til 18. desember. Menning Mest lesið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Enginn pilsner í pylsusoðinu hjá Bæjarins bestu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta er orðinn árlegur viðburður og ég er eiginlega búinn að týna tölunni á árunum, ætli þau séu ekki orðin sautján,“ segir Sigurbjörn Jónsson myndlistarmaður sem á morgun opnar vinnustofusýningu á verkum sínum í Stangarhyl 1a. „Ég sýni verk sem ég hef verið að mála síðustu mánuðina og opna pleisið fyrir gestum og gangandi.“ Vinnustofa Sigurbjörns er á heimili hans en hann segir að fjöldi gesta valdi ekki vandræðum. „Það koma yfirleitt svona tvö til þrjú hundruð manns, getur orðið svolítið þröngt en það bjargast nú alltaf. Þetta byrjaði bara óvart og átti að vera lítið jólapartí á vinnustofunni en það komu svo margir og var svo gaman að þetta festist í sessi.“ Spurður hvort verkin sem hann sýnir nú séu að einhverju leyti frábrugðin því sem hann hefur áður sýnt segir Sigurbjörn svo vera. „Þetta eru hálfabstrakt verk en með andlitum í, það hef ég ekki gert áður. En svo eru líka öðruvísi verk.“ Hann vill ekki ræða það frekar, verkin tala fyrir sig sjálf, segir hann, og við snúum okkur að því að ræða um opnun sýningarinnar sem stendur frá klukkan 17 til 20 á morgun. Þar verður að venju boðið upp á djassmúsík en skipulag þess hluta er í höndum Ómars Einarssonar gítarleikara. „Hann kemur alltaf með einhverja spilara með sér og spilar við opnunina,“ útskýrir Sigurbjörn. „Ég veit ekki betur en að í þetta sinn verði Haukur Gröndal með honum, en það er alveg í höndum Ómars, ég hef aldrei skipt mér neitt af því.“Sýningin er, eins og áður sagði, í vinnustofu Sigurbjörns í Stangarhyl 1a og hún verður opin milli klukkan 17 og 19 alla daga til 18. desember.
Menning Mest lesið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Enginn pilsner í pylsusoðinu hjá Bæjarins bestu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira