Innlent

Salurinn í Nasa hefur drabbast niður

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Salur Nasa er enn að talsverðu leyti í upphaflegri mynd en sjúskaður að mati arkitekts hjá Minjastofnun Íslands.
Salur Nasa er enn að talsverðu leyti í upphaflegri mynd en sjúskaður að mati arkitekts hjá Minjastofnun Íslands. Vísir/Anton Brink
„Það er ekkert skemmt þannig séð en innviðir hússins hafi látið töluvert á sjá með tímanum,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um sal Nasa við Austurvöll sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson friðlýsti nýverið.

Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun Íslands, tekur undir með Hjálmari. „Salurinn og innviðirnir eru niðurníddir og skemmdir að einhverju leyti. Það er eins og gengur og gerist með skemmtistaði. Hann hefur sjúskast niður og einhverju hefur verið breytt.“

Pétur segir góðar ljósmyndir til af innviðum salarins og því sé ekkert því til fyrirstöðu að endurgera salinn í upprunalegt horf. „Eigandi Nasa þarf nú að sækja um leyfi fyrir ölum breytingum á húsinu. Friðlýsingin tryggir betur aðkomu Minjastofnunar.“

Eigandi hússins, Pétur Þór Sigurðsson, hefur ekki brugðist við fréttum af friðlýsingu salarins og hvort gjörningurinn hefur áhrif á fyrirhugaða byggingu hótels á reitnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×