Anders Fogh í Tjarnargötu: Íhlutun Rússa vakning fyrir NATÓ Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2014 20:48 Íhlutun Rússa í Úkraínu var vakning og þörf áminning um mikilvægi Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri bandalagsins. Hann segir að landfræðileg lega Íslands og vera þess í bandalaginu sé enn mikilvægari en áður vegna breytts hlutverks þess. Anders Fogh sem er fyrrum forsætisráðherra Danmerkur er hér á landi í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Að loknum fundi þeirra Sigmundar Davíðs í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu héldu þeir fund með fréttamönnum. Ísland er stofnaðili NATÓ og framkvæmdastjórinn ítrekaði mikilvægi Íslands í ljósi legu landsins og stöðu þess á vettvangi bandalagsins. Þá fordæmi hann íhlutun Rússa í Úkraínu en frá því í fyrr á þessu ári hefur NATÓ dregið úr eiginlegu samstarfi við Rússa og eru samskipti bandalagsins við Rússa aðeins diplómatísk í dag. „Aðgerðir Rússa í Úkraínu hafa vakið okkur. Þær sýna að reglunum sem stjórna alþjóðasamskiptum frá lokum kalda stríðsins er ekki lengur hægt að taka sem sjálfsögðum hlut. Á meðan Rússar fara ekki eftir grundvallarreglum, helstu skjala sem móta rammann utan um samskipti NATÓ og Rússlands, geta samskiptin ekki verið með venjulegum hætti. Við höldum boðleiðum fyrir diplómatískar og pólitískar viðræður opnum gegnum samráðsnefnd NATÓ og Rússlands en allri praktískri samvinnu verður áfram slegið á frest,“ sagði Anders Fogh. Táknræn heimsókn Gunnars Braga og vinátta forsetans við Pútín Ísland hefur harðlega mótmælt íhlututun Rússa í Úkraínu og fór utanríkisráðherra í táknræna heimsókn til Kænugarðs. Ísland hefur hins vegar á síðustu árum átt í góðum diplómatískum samskiptum við Rússland ekki síst vegna vináttu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Anders Fogh Rassmussen sagðist ekki hafa áhyggjur af því að Íslendingar þyrftu að styrkja samband sitt við Bandaríkin vegna vinsamlegra diplómatískra samskipta við Rússa. Hann tók fram að samband Íslands og Bandaríkjanna væri ákvörðun Íslendinga og íslenskra stjórnvalda og sagðist ekki vita annað en að það væri sterkt. Þá efaðist hann ekki um hlutverk Íslands í NATÓ. „Ísland verður áfram skuldbundinn bandamaður í NATÓ. Ég hef alls engar áhyggjur af skuldbindingu Íslands til samvinnunnar í bandalaginu.“ Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Sjá meira
Íhlutun Rússa í Úkraínu var vakning og þörf áminning um mikilvægi Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri bandalagsins. Hann segir að landfræðileg lega Íslands og vera þess í bandalaginu sé enn mikilvægari en áður vegna breytts hlutverks þess. Anders Fogh sem er fyrrum forsætisráðherra Danmerkur er hér á landi í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Að loknum fundi þeirra Sigmundar Davíðs í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu héldu þeir fund með fréttamönnum. Ísland er stofnaðili NATÓ og framkvæmdastjórinn ítrekaði mikilvægi Íslands í ljósi legu landsins og stöðu þess á vettvangi bandalagsins. Þá fordæmi hann íhlutun Rússa í Úkraínu en frá því í fyrr á þessu ári hefur NATÓ dregið úr eiginlegu samstarfi við Rússa og eru samskipti bandalagsins við Rússa aðeins diplómatísk í dag. „Aðgerðir Rússa í Úkraínu hafa vakið okkur. Þær sýna að reglunum sem stjórna alþjóðasamskiptum frá lokum kalda stríðsins er ekki lengur hægt að taka sem sjálfsögðum hlut. Á meðan Rússar fara ekki eftir grundvallarreglum, helstu skjala sem móta rammann utan um samskipti NATÓ og Rússlands, geta samskiptin ekki verið með venjulegum hætti. Við höldum boðleiðum fyrir diplómatískar og pólitískar viðræður opnum gegnum samráðsnefnd NATÓ og Rússlands en allri praktískri samvinnu verður áfram slegið á frest,“ sagði Anders Fogh. Táknræn heimsókn Gunnars Braga og vinátta forsetans við Pútín Ísland hefur harðlega mótmælt íhlututun Rússa í Úkraínu og fór utanríkisráðherra í táknræna heimsókn til Kænugarðs. Ísland hefur hins vegar á síðustu árum átt í góðum diplómatískum samskiptum við Rússland ekki síst vegna vináttu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Anders Fogh Rassmussen sagðist ekki hafa áhyggjur af því að Íslendingar þyrftu að styrkja samband sitt við Bandaríkin vegna vinsamlegra diplómatískra samskipta við Rússa. Hann tók fram að samband Íslands og Bandaríkjanna væri ákvörðun Íslendinga og íslenskra stjórnvalda og sagðist ekki vita annað en að það væri sterkt. Þá efaðist hann ekki um hlutverk Íslands í NATÓ. „Ísland verður áfram skuldbundinn bandamaður í NATÓ. Ég hef alls engar áhyggjur af skuldbindingu Íslands til samvinnunnar í bandalaginu.“
Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Sjá meira