Átta virkjanakostir í nýtingarflokk Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Einn þriggja virkjunarkosta í Þjórsá sem hafa valdið miklum deilum. fréttablaðið/anton Meirihluti atvinnuveganefndar tilkynnti á fundi nefndarinnar í gær að hann hygðist færa átta virkjanakosti úr biðflokki rammaáætlunar í nýtingarflokk. Tillagan var hvorki á dagskrá nefndarinnar né lögð fram skriflega. Þá yrði hagsmunaðilum gefin vika til að veita tillögunni umsögn. Í mars á þessu ári lagði verkefnisstjórn 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlunar) til að Hvammsvirkjun færi í orkunýtingarflokk. Í tillögu meirihlutans er sjö kostum til viðbótar bætt við; Urriðafossi og Holtavirkjun sem eru í Þjórsá, Hagavatni og Hólmsá og að auki hálendisvirkjununum; Skrokköldu og Hágöngum, sem eru tveir virkjanakostir. Stjórnarandstaðan brást harkalega við undir liðnum fundarstjórn forseta, talaði um valdníðslu og sagði friðinn um rammaáætlun rofinn. Hún kallaði ítrekað eftir því að forseti þingsins gripi í taumana, hlé yrði gert á þingfundi og fundað með þingflokksformönnum um að tillagan fengi þinglega meðferð.Jón GunnarssonJón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, segir tillöguna ekki eiga að koma stjórnarandstöðunni á óvart.„Þessir átta virkjanakostir áttu að vera í nýtingarflokki en voru við málsmeðferð ráðherra í síðustu ríkisstjórn færðir í biðflokk.“Jón segir atvinnuveganefnd hafa haft þessar tillögur til málsmeðferðar lengi, nefndin væri búin að fá til sín tugi gesta og umsagna og þau atriði sem út af standa vegna afgreiðslu þeirra eigi ekki heima á vettvangi rammaáætlunar, heldur heyri þau undir umhverfismat framkvæmda.„Öll þessi atriði á eftir að skoða ef og þegar umhverfismat fer fram um þessa virkjanakosti. Í rammaáætlun á að fara yfir hvaða kostir eru álitlegir til frekari skoðunar, þetta er engin ákvörðun um að á þessum stöðum verði virkjað,“ segir Jón.Aðspurður um af hverju málið beri svo bratt að sem raun ber vitni segir Jón að minnihluta nefndarinnar hafi margoft verið greint frá þessum fyrirætlunum meirihlutans.„Það var bara orðið tímabært að greina frá því að meirihlutinn hafi það í hyggju að fjölga kostum í nýtingarflokki. Þetta er ekkert sem er að gerast með neinum annarlegum vinnubrögðum, þetta er búið að eiga sér þó nokkurn aðdraganda.“Katrín JakobsdóttirKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir meirihlutann vera að kippa inn sjö nýjum kostum þvert á tillögur verkefnastjórnarinnar. „Verkefnastjórnin er bara búin að skila inn tillögu um Hvammsvirkjun og í greinargerð um hana segir að það vanti gögn til að taka ákvörðun um hina kostina.“ Katrín segir það alvarlegt mál að meirihluti atvinnuveganefndar ætli sér að ganga þvert á lög um rammaáætlun. „Þegar lögin um rammaáætlun voru samþykkt þá byggðu þau á heildstæðri hugmyndafræði um sjálfbæra þróun. Þær virkjanir sem færðar voru úr nýtingarflokki í biðflokk byggðu á umsögnum sem bárust um málið og gefinn var talsvert lengri tími en ein vika til að veita þær umsagnir. Samkvæmt lögunum ber þinginu að senda málið í umsagnarferli eftir að það kemur frá verkefnisstjórn.“Meðal þess sem þeir stjórnarþingmenn sem til máls tóku vísuðu í máli sínu til stuðnings var bók Össurar Skarphéðinssonar, Ár drekans, sem kom út í fyrra. Í henni greindi Össur frá því hvernig samið var um það milli Samfylkingar og Vinstri grænna að færa Þjórsárvirkjanir úr nýtingarflokki á móti því að umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu yrði haldið áfram. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar tilkynnti á fundi nefndarinnar í gær að hann hygðist færa átta virkjanakosti úr biðflokki rammaáætlunar í nýtingarflokk. Tillagan var hvorki á dagskrá nefndarinnar né lögð fram skriflega. Þá yrði hagsmunaðilum gefin vika til að veita tillögunni umsögn. Í mars á þessu ári lagði verkefnisstjórn 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlunar) til að Hvammsvirkjun færi í orkunýtingarflokk. Í tillögu meirihlutans er sjö kostum til viðbótar bætt við; Urriðafossi og Holtavirkjun sem eru í Þjórsá, Hagavatni og Hólmsá og að auki hálendisvirkjununum; Skrokköldu og Hágöngum, sem eru tveir virkjanakostir. Stjórnarandstaðan brást harkalega við undir liðnum fundarstjórn forseta, talaði um valdníðslu og sagði friðinn um rammaáætlun rofinn. Hún kallaði ítrekað eftir því að forseti þingsins gripi í taumana, hlé yrði gert á þingfundi og fundað með þingflokksformönnum um að tillagan fengi þinglega meðferð.Jón GunnarssonJón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, segir tillöguna ekki eiga að koma stjórnarandstöðunni á óvart.„Þessir átta virkjanakostir áttu að vera í nýtingarflokki en voru við málsmeðferð ráðherra í síðustu ríkisstjórn færðir í biðflokk.“Jón segir atvinnuveganefnd hafa haft þessar tillögur til málsmeðferðar lengi, nefndin væri búin að fá til sín tugi gesta og umsagna og þau atriði sem út af standa vegna afgreiðslu þeirra eigi ekki heima á vettvangi rammaáætlunar, heldur heyri þau undir umhverfismat framkvæmda.„Öll þessi atriði á eftir að skoða ef og þegar umhverfismat fer fram um þessa virkjanakosti. Í rammaáætlun á að fara yfir hvaða kostir eru álitlegir til frekari skoðunar, þetta er engin ákvörðun um að á þessum stöðum verði virkjað,“ segir Jón.Aðspurður um af hverju málið beri svo bratt að sem raun ber vitni segir Jón að minnihluta nefndarinnar hafi margoft verið greint frá þessum fyrirætlunum meirihlutans.„Það var bara orðið tímabært að greina frá því að meirihlutinn hafi það í hyggju að fjölga kostum í nýtingarflokki. Þetta er ekkert sem er að gerast með neinum annarlegum vinnubrögðum, þetta er búið að eiga sér þó nokkurn aðdraganda.“Katrín JakobsdóttirKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir meirihlutann vera að kippa inn sjö nýjum kostum þvert á tillögur verkefnastjórnarinnar. „Verkefnastjórnin er bara búin að skila inn tillögu um Hvammsvirkjun og í greinargerð um hana segir að það vanti gögn til að taka ákvörðun um hina kostina.“ Katrín segir það alvarlegt mál að meirihluti atvinnuveganefndar ætli sér að ganga þvert á lög um rammaáætlun. „Þegar lögin um rammaáætlun voru samþykkt þá byggðu þau á heildstæðri hugmyndafræði um sjálfbæra þróun. Þær virkjanir sem færðar voru úr nýtingarflokki í biðflokk byggðu á umsögnum sem bárust um málið og gefinn var talsvert lengri tími en ein vika til að veita þær umsagnir. Samkvæmt lögunum ber þinginu að senda málið í umsagnarferli eftir að það kemur frá verkefnisstjórn.“Meðal þess sem þeir stjórnarþingmenn sem til máls tóku vísuðu í máli sínu til stuðnings var bók Össurar Skarphéðinssonar, Ár drekans, sem kom út í fyrra. Í henni greindi Össur frá því hvernig samið var um það milli Samfylkingar og Vinstri grænna að færa Þjórsárvirkjanir úr nýtingarflokki á móti því að umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu yrði haldið áfram.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira