Tónleikar og ljósmyndasýning Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2014 11:15 Þau Eyþór Ingi og Elvý fjalla um sólina sjálfa á tónleikum sínum þetta árið. „Í ár höfum við ferðast um og flutt kvæðið um sólina,“ segir Eyþór Ingi Jónsson sem er að ljúka ferð um Norðausturland með Elvý Hreinsdóttur. Síðustu tónleikarnir verða í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í kvöld, 27. nóvember, og hefjast klukkan 20.30. Hugmyndin að tónleikunum er svipuð hugmyndinni að öðrum tónleikum sem þau skötuhjú efndu til í fyrrahaust. Þá ferðuðust þau um með Kvæðið um fuglana og fluttu efnisskrá með lögum sem fjölluðu á einn eða annan hátt um fugla. Um leið sýndu þau ljósmyndir sem þau tóku sjálf af fuglum og umhverfi þeirra. Nú er ljósmyndum einnig varpað á tjald og tengjast þær allar lögunum sem þau flytja. Því er bæði um tónleika og ljósmyndasýningu að ræða. Efnisskráin er fjölbreytt. Á henni eru þjóðlög og vísnalög frá Norðurlöndunum og Úkraínu, dægurlög frá Frakklandi og Íslandi, örlítið kántrí, djass, og gamalt íslenskt sönglag. Birkir Blær Óðinsson, 14 ára gítarleikari, verður gestur á tónleikunum. Undirleikur er á píanó, gítar, bassa, bouzouki, dulcimer og ýmiskonar slagverk. Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Í ár höfum við ferðast um og flutt kvæðið um sólina,“ segir Eyþór Ingi Jónsson sem er að ljúka ferð um Norðausturland með Elvý Hreinsdóttur. Síðustu tónleikarnir verða í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í kvöld, 27. nóvember, og hefjast klukkan 20.30. Hugmyndin að tónleikunum er svipuð hugmyndinni að öðrum tónleikum sem þau skötuhjú efndu til í fyrrahaust. Þá ferðuðust þau um með Kvæðið um fuglana og fluttu efnisskrá með lögum sem fjölluðu á einn eða annan hátt um fugla. Um leið sýndu þau ljósmyndir sem þau tóku sjálf af fuglum og umhverfi þeirra. Nú er ljósmyndum einnig varpað á tjald og tengjast þær allar lögunum sem þau flytja. Því er bæði um tónleika og ljósmyndasýningu að ræða. Efnisskráin er fjölbreytt. Á henni eru þjóðlög og vísnalög frá Norðurlöndunum og Úkraínu, dægurlög frá Frakklandi og Íslandi, örlítið kántrí, djass, og gamalt íslenskt sönglag. Birkir Blær Óðinsson, 14 ára gítarleikari, verður gestur á tónleikunum. Undirleikur er á píanó, gítar, bassa, bouzouki, dulcimer og ýmiskonar slagverk.
Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira