Vill að Reykjanesbær selji Víkingaheima Haraldur Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2014 07:00 Safnið Víkingaheimar stendur við sjávarsíðuna í Reykjanesbæ og geymir meðal annars víkingaskipið Íslending sem Gunnar Eggertsson smíðaði og sigldi til New York árið 2000. Fréttablaðið/Ernir „Ég tel að við eigum að selja Víkingaheima eða leigja safnið einhverjum öðrum því það er ekki pláss hér fyrir neinar skrautfjaðrir eins og staða bæjarsjóðs er í dag,“ segir Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Kristinn lagði fram bókun á fundi bæjarráðs á fimmtudag um að bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ falli frá tillögum um hækkanir á gjaldskrá bæjarins, sem hann segir eingöngu bitna á barnafjölskyldum, og þess í stað selja safnið, leigja reksturinn út eða loka því. „Safnið hefur verið rekið með tapi síðustu ár og bæjarsjóður gæti sparað sér 25 til 30 milljónir á ári með þessu,“ segir Kristinn.Kristinn Þór JakobssonVíkingaheimar voru opnaðir árið 2009. Safnið er rekið af félaginu Íslendingi ehf. og húsnæðið er í eigu dótturfélagsins Útlendings ehf. Félögin hafa verið í eigu Reykjanesbæjar frá árinu 2011 þegar bærinn breytti rúmlega 100 milljóna króna skuld þeirra í hlutafé. Um 22 milljóna tap var á rekstri Íslendings á árinu 2013 samkvæmt ársreikningi félagsins. Samanlagt tap Íslendings síðustu fjögur ár nemur 76 milljónum króna. „Þarna er boðið upp á afþreyingu fyrir ferðamenn og aðra, sem er mjög virðingarvert, en ég var á móti þessum kaupum þegar meirihlutinn yfirtók reksturinn á sínum tíma og er það ennþá,“ segir Kristinn.Friðjón EinarssonReykjanesbær skuldar, eins og komið hefur fram, um 40 milljarða króna og sveitarfélagið þarf að spara 900 milljónir króna á ári. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs, segir rekstur safnsins hluta af því sem bæjaryfirvöld séu nú að skoða til að auðvelda rekstur Reykjanesbæjar. „Það eru engar formlegar viðræður í gangi við aðila sem vilja kaupa eða leigja safnið en við erum til í að skoða allt. En að loka safninu hefur ekki verið inni í umræðunni því það er dýrara fyrir okkur að loka því en reka það. Tekjur safnsins eru að aukast sem gerir það að verkum að það er hagkvæmara að reka safnið í dag en að loka því,“ segir Friðjón og heldur áfram:„En ef einhver góður maður vill koma með fullt af peningum og reka safnið okkur að kostnaðarlausu þá er honum velkomið að hafa samband við okkur.“ Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira
„Ég tel að við eigum að selja Víkingaheima eða leigja safnið einhverjum öðrum því það er ekki pláss hér fyrir neinar skrautfjaðrir eins og staða bæjarsjóðs er í dag,“ segir Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Kristinn lagði fram bókun á fundi bæjarráðs á fimmtudag um að bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ falli frá tillögum um hækkanir á gjaldskrá bæjarins, sem hann segir eingöngu bitna á barnafjölskyldum, og þess í stað selja safnið, leigja reksturinn út eða loka því. „Safnið hefur verið rekið með tapi síðustu ár og bæjarsjóður gæti sparað sér 25 til 30 milljónir á ári með þessu,“ segir Kristinn.Kristinn Þór JakobssonVíkingaheimar voru opnaðir árið 2009. Safnið er rekið af félaginu Íslendingi ehf. og húsnæðið er í eigu dótturfélagsins Útlendings ehf. Félögin hafa verið í eigu Reykjanesbæjar frá árinu 2011 þegar bærinn breytti rúmlega 100 milljóna króna skuld þeirra í hlutafé. Um 22 milljóna tap var á rekstri Íslendings á árinu 2013 samkvæmt ársreikningi félagsins. Samanlagt tap Íslendings síðustu fjögur ár nemur 76 milljónum króna. „Þarna er boðið upp á afþreyingu fyrir ferðamenn og aðra, sem er mjög virðingarvert, en ég var á móti þessum kaupum þegar meirihlutinn yfirtók reksturinn á sínum tíma og er það ennþá,“ segir Kristinn.Friðjón EinarssonReykjanesbær skuldar, eins og komið hefur fram, um 40 milljarða króna og sveitarfélagið þarf að spara 900 milljónir króna á ári. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs, segir rekstur safnsins hluta af því sem bæjaryfirvöld séu nú að skoða til að auðvelda rekstur Reykjanesbæjar. „Það eru engar formlegar viðræður í gangi við aðila sem vilja kaupa eða leigja safnið en við erum til í að skoða allt. En að loka safninu hefur ekki verið inni í umræðunni því það er dýrara fyrir okkur að loka því en reka það. Tekjur safnsins eru að aukast sem gerir það að verkum að það er hagkvæmara að reka safnið í dag en að loka því,“ segir Friðjón og heldur áfram:„En ef einhver góður maður vill koma með fullt af peningum og reka safnið okkur að kostnaðarlausu þá er honum velkomið að hafa samband við okkur.“
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira