Vill að Reykjanesbær selji Víkingaheima Haraldur Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2014 07:00 Safnið Víkingaheimar stendur við sjávarsíðuna í Reykjanesbæ og geymir meðal annars víkingaskipið Íslending sem Gunnar Eggertsson smíðaði og sigldi til New York árið 2000. Fréttablaðið/Ernir „Ég tel að við eigum að selja Víkingaheima eða leigja safnið einhverjum öðrum því það er ekki pláss hér fyrir neinar skrautfjaðrir eins og staða bæjarsjóðs er í dag,“ segir Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Kristinn lagði fram bókun á fundi bæjarráðs á fimmtudag um að bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ falli frá tillögum um hækkanir á gjaldskrá bæjarins, sem hann segir eingöngu bitna á barnafjölskyldum, og þess í stað selja safnið, leigja reksturinn út eða loka því. „Safnið hefur verið rekið með tapi síðustu ár og bæjarsjóður gæti sparað sér 25 til 30 milljónir á ári með þessu,“ segir Kristinn.Kristinn Þór JakobssonVíkingaheimar voru opnaðir árið 2009. Safnið er rekið af félaginu Íslendingi ehf. og húsnæðið er í eigu dótturfélagsins Útlendings ehf. Félögin hafa verið í eigu Reykjanesbæjar frá árinu 2011 þegar bærinn breytti rúmlega 100 milljóna króna skuld þeirra í hlutafé. Um 22 milljóna tap var á rekstri Íslendings á árinu 2013 samkvæmt ársreikningi félagsins. Samanlagt tap Íslendings síðustu fjögur ár nemur 76 milljónum króna. „Þarna er boðið upp á afþreyingu fyrir ferðamenn og aðra, sem er mjög virðingarvert, en ég var á móti þessum kaupum þegar meirihlutinn yfirtók reksturinn á sínum tíma og er það ennþá,“ segir Kristinn.Friðjón EinarssonReykjanesbær skuldar, eins og komið hefur fram, um 40 milljarða króna og sveitarfélagið þarf að spara 900 milljónir króna á ári. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs, segir rekstur safnsins hluta af því sem bæjaryfirvöld séu nú að skoða til að auðvelda rekstur Reykjanesbæjar. „Það eru engar formlegar viðræður í gangi við aðila sem vilja kaupa eða leigja safnið en við erum til í að skoða allt. En að loka safninu hefur ekki verið inni í umræðunni því það er dýrara fyrir okkur að loka því en reka það. Tekjur safnsins eru að aukast sem gerir það að verkum að það er hagkvæmara að reka safnið í dag en að loka því,“ segir Friðjón og heldur áfram:„En ef einhver góður maður vill koma með fullt af peningum og reka safnið okkur að kostnaðarlausu þá er honum velkomið að hafa samband við okkur.“ Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Ég tel að við eigum að selja Víkingaheima eða leigja safnið einhverjum öðrum því það er ekki pláss hér fyrir neinar skrautfjaðrir eins og staða bæjarsjóðs er í dag,“ segir Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Kristinn lagði fram bókun á fundi bæjarráðs á fimmtudag um að bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ falli frá tillögum um hækkanir á gjaldskrá bæjarins, sem hann segir eingöngu bitna á barnafjölskyldum, og þess í stað selja safnið, leigja reksturinn út eða loka því. „Safnið hefur verið rekið með tapi síðustu ár og bæjarsjóður gæti sparað sér 25 til 30 milljónir á ári með þessu,“ segir Kristinn.Kristinn Þór JakobssonVíkingaheimar voru opnaðir árið 2009. Safnið er rekið af félaginu Íslendingi ehf. og húsnæðið er í eigu dótturfélagsins Útlendings ehf. Félögin hafa verið í eigu Reykjanesbæjar frá árinu 2011 þegar bærinn breytti rúmlega 100 milljóna króna skuld þeirra í hlutafé. Um 22 milljóna tap var á rekstri Íslendings á árinu 2013 samkvæmt ársreikningi félagsins. Samanlagt tap Íslendings síðustu fjögur ár nemur 76 milljónum króna. „Þarna er boðið upp á afþreyingu fyrir ferðamenn og aðra, sem er mjög virðingarvert, en ég var á móti þessum kaupum þegar meirihlutinn yfirtók reksturinn á sínum tíma og er það ennþá,“ segir Kristinn.Friðjón EinarssonReykjanesbær skuldar, eins og komið hefur fram, um 40 milljarða króna og sveitarfélagið þarf að spara 900 milljónir króna á ári. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs, segir rekstur safnsins hluta af því sem bæjaryfirvöld séu nú að skoða til að auðvelda rekstur Reykjanesbæjar. „Það eru engar formlegar viðræður í gangi við aðila sem vilja kaupa eða leigja safnið en við erum til í að skoða allt. En að loka safninu hefur ekki verið inni í umræðunni því það er dýrara fyrir okkur að loka því en reka það. Tekjur safnsins eru að aukast sem gerir það að verkum að það er hagkvæmara að reka safnið í dag en að loka því,“ segir Friðjón og heldur áfram:„En ef einhver góður maður vill koma með fullt af peningum og reka safnið okkur að kostnaðarlausu þá er honum velkomið að hafa samband við okkur.“
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira