Fjárhagsvandi veikir ímynd og samvinnu á Suðurnesjum Svavar Hávarðsson skrifar 21. nóvember 2014 07:30 Gegndarlaust tal um vanda svæðisins gæti verið hluti vandans. fréttablaðið/stefán „Sveitarfélögin eru í margvíslegu samstarfi og það kemur niður á Suðurnesjum í heild sinni hvernig staðan er þar. Í þessu felst einnig ímyndarvandi og þetta dregur úr þeim krafti sem þarf að einkenna samstarf sveitarfélaga,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, um ruðningsáhrif alvarlegrar fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar á önnur sveitarfélög á Suðurnesjum. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, er sammála því að fjárhagsvandi Reykjanesbæjar veiki allt svæðið. „Þegar það sveitarfélag sem hefur tvo þriðju af íbúafjölda svæðisins er í jafn veikri stöðu og Reykjanesbær núna þá hefur það áhrif á okkur hin. Það gerir okkur erfiðara fyrir, til dæmis í sameiginlega reknum stofnunum, að Reykjanesbær getur ekki beitt sér af fullum krafti,“ segir Róbert og nefnir sem dæmi allt frá sameiginlegri þjónustu við fatlaða til reksturs sorpeyðingarstöðvar.Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðisbæjar, Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar og Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði.Hvað varðar þingsályktunartillöguna sjálfa telur Róbert það góðra gjalda vert að ríkið noti sín tæki til að aðstoða svæði, og sveitarfélög. „Landshlutaáætlanirnar, sem voru skornar myndarlega niður, voru ákveðinn liður í því, en þegar vandamál koma upp í sveitarfélögunum úti á landi þá hafa menn áður sent sjúkrabíl að sunnan. Ég hef hins vegar ekki séð að mikið hafi komið út úr slíkri vinnu,“ segir Róbert. Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðisbæjar, tekur í svipaðan streng og Magnús og Róbert, en segir hins vegar að þessi vandi sé ekki nýr af nálinni. Ekki megi gleyma því að þrátt fyrir athyglina á fjárhagsvanda Reykjanesbæjar séu mörg jákvæð teikn á lofti, og hennar tilfinning er að svæðið sé í vexti. Sigrún tekur hún undir þær hugmyndir sem þingsályktunartillagan gengur út á, þar séu sérstaklega nefnd vandamál sem taka verður á og eru eftirhreytur hrunsins sem hafi hitt Suðurnesin verst fyrir. Magnús bendir á að uppbyggingaráform í Helguvík hafi notið allt of mikillar athygli undanfarin ár, og annað setið á hakanum á meðan. Hann telur gegndarlaust umtal um fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar geta haft letjandi áhrif á þá sem gætu hugsað sér að setjast að á Suðurnesjum. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
„Sveitarfélögin eru í margvíslegu samstarfi og það kemur niður á Suðurnesjum í heild sinni hvernig staðan er þar. Í þessu felst einnig ímyndarvandi og þetta dregur úr þeim krafti sem þarf að einkenna samstarf sveitarfélaga,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, um ruðningsáhrif alvarlegrar fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar á önnur sveitarfélög á Suðurnesjum. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, er sammála því að fjárhagsvandi Reykjanesbæjar veiki allt svæðið. „Þegar það sveitarfélag sem hefur tvo þriðju af íbúafjölda svæðisins er í jafn veikri stöðu og Reykjanesbær núna þá hefur það áhrif á okkur hin. Það gerir okkur erfiðara fyrir, til dæmis í sameiginlega reknum stofnunum, að Reykjanesbær getur ekki beitt sér af fullum krafti,“ segir Róbert og nefnir sem dæmi allt frá sameiginlegri þjónustu við fatlaða til reksturs sorpeyðingarstöðvar.Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðisbæjar, Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar og Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði.Hvað varðar þingsályktunartillöguna sjálfa telur Róbert það góðra gjalda vert að ríkið noti sín tæki til að aðstoða svæði, og sveitarfélög. „Landshlutaáætlanirnar, sem voru skornar myndarlega niður, voru ákveðinn liður í því, en þegar vandamál koma upp í sveitarfélögunum úti á landi þá hafa menn áður sent sjúkrabíl að sunnan. Ég hef hins vegar ekki séð að mikið hafi komið út úr slíkri vinnu,“ segir Róbert. Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðisbæjar, tekur í svipaðan streng og Magnús og Róbert, en segir hins vegar að þessi vandi sé ekki nýr af nálinni. Ekki megi gleyma því að þrátt fyrir athyglina á fjárhagsvanda Reykjanesbæjar séu mörg jákvæð teikn á lofti, og hennar tilfinning er að svæðið sé í vexti. Sigrún tekur hún undir þær hugmyndir sem þingsályktunartillagan gengur út á, þar séu sérstaklega nefnd vandamál sem taka verður á og eru eftirhreytur hrunsins sem hafi hitt Suðurnesin verst fyrir. Magnús bendir á að uppbyggingaráform í Helguvík hafi notið allt of mikillar athygli undanfarin ár, og annað setið á hakanum á meðan. Hann telur gegndarlaust umtal um fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar geta haft letjandi áhrif á þá sem gætu hugsað sér að setjast að á Suðurnesjum.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira