Gerir umhverfismat um eigin verkefni Sveinn Arnarsson skrifar 20. nóvember 2014 11:15 Forstjóri Mannvits segir ekki hægt að gera mat á umhverfisáhrifum öðru vísi en faglega. fréttablaðið/gva Frummatsskýrsla um umhverfisáhrif kísilmálmverksmiðju Thorsil ehf., sem nú liggur til kynningar hjá Skipulagsstofnun, var gerð af fyrirtækinu Mannviti hf. Mannvit og Thorsil skrifuðu undir samkomulag í janúar síðastliðnum um hönnun kísilmálmverksmiðjunnar. „Óneitanlega dregur þetta úr trúverðugleika matsins,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Mannvit og Thorsil skrifuðu þann 10. janúar undir samstarfssamning um hönnun kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Verðmæti samningsins var sagt rúmar 500 milljónir króna í tilkynningu sem fyrirtækin sendu frá sér. Um þrjú hundruð manns koma til með að starfa í verksmiðjunni og er stefnan sett á að framleiðsla geti hafist í lok árs 2016. Það er því hagur beggja fyrirtækja að kísilmálmverksmiðjan rísi í Helguvík. Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagsstofnun er ekkert í lögum sem bannar það að sami aðilinn sjái um hönnun verksmiðjunnar og geri frummat á umhverfisáhrifum hennar. Lögin eru byggð á Evróputilskipun og er ekki tilgreint í lögum hverjir eigi að framkvæma mat á umhverfisáhrifum.Guðmundur Ingi Guðbrandsson Líf- og umhverfisfræðingurEyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, vísar alfarið á bug að óeðlilega sé staðið að málum. „Við höfum ákveðið ferli sem er bundið í lög. Það ferli gerir það að verkum að mat á umhverfisáhrifum er ekki hægt að gera öðru vísi en faglega. Þetta opinbera ferli tíðkast alls staðar annars staðar sem ég þekki til. Allir aðilar vinna verkið samkvæmt bestu faglegu kunnáttu sem til er,“ segir Eyjólfur. Guðmundur Ingi bendir á að þarna þurfi að breyta lögunum þannig að trúverðugleiki mats á umhverfisáhrifum sé hafinn yfir allan vafa. „Þegar fyrirtæki gera mat á umhverfisáhrifum getur það dregið úr trúverðugleika þegar fyrirtækin eru fjárhagslega háð því að eiga viðskipti við framkvæmdaaðilann. Þetta tilvik er gróft dæmi þess hvernig verkfræðifyrirtæki er stórkostlega háð framkvæmdaaðilanum og dregur úr trúverðugleika matsins því hagsmunir Mannvits eru að matið komi sem best út. Einnig efast ég um að verkfræðifyrirtækið vilji setja sig í þá stöðu að hægt sé að vefengja niðurstöður matsins vegna þessara tengsla.“ Frummatsskýrslan liggur nú frammi til umsagnar og er hægt að leggja fram athugasemdir til 5. desember næstkomandi. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Frummatsskýrsla um umhverfisáhrif kísilmálmverksmiðju Thorsil ehf., sem nú liggur til kynningar hjá Skipulagsstofnun, var gerð af fyrirtækinu Mannviti hf. Mannvit og Thorsil skrifuðu undir samkomulag í janúar síðastliðnum um hönnun kísilmálmverksmiðjunnar. „Óneitanlega dregur þetta úr trúverðugleika matsins,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Mannvit og Thorsil skrifuðu þann 10. janúar undir samstarfssamning um hönnun kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Verðmæti samningsins var sagt rúmar 500 milljónir króna í tilkynningu sem fyrirtækin sendu frá sér. Um þrjú hundruð manns koma til með að starfa í verksmiðjunni og er stefnan sett á að framleiðsla geti hafist í lok árs 2016. Það er því hagur beggja fyrirtækja að kísilmálmverksmiðjan rísi í Helguvík. Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagsstofnun er ekkert í lögum sem bannar það að sami aðilinn sjái um hönnun verksmiðjunnar og geri frummat á umhverfisáhrifum hennar. Lögin eru byggð á Evróputilskipun og er ekki tilgreint í lögum hverjir eigi að framkvæma mat á umhverfisáhrifum.Guðmundur Ingi Guðbrandsson Líf- og umhverfisfræðingurEyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, vísar alfarið á bug að óeðlilega sé staðið að málum. „Við höfum ákveðið ferli sem er bundið í lög. Það ferli gerir það að verkum að mat á umhverfisáhrifum er ekki hægt að gera öðru vísi en faglega. Þetta opinbera ferli tíðkast alls staðar annars staðar sem ég þekki til. Allir aðilar vinna verkið samkvæmt bestu faglegu kunnáttu sem til er,“ segir Eyjólfur. Guðmundur Ingi bendir á að þarna þurfi að breyta lögunum þannig að trúverðugleiki mats á umhverfisáhrifum sé hafinn yfir allan vafa. „Þegar fyrirtæki gera mat á umhverfisáhrifum getur það dregið úr trúverðugleika þegar fyrirtækin eru fjárhagslega háð því að eiga viðskipti við framkvæmdaaðilann. Þetta tilvik er gróft dæmi þess hvernig verkfræðifyrirtæki er stórkostlega háð framkvæmdaaðilanum og dregur úr trúverðugleika matsins því hagsmunir Mannvits eru að matið komi sem best út. Einnig efast ég um að verkfræðifyrirtækið vilji setja sig í þá stöðu að hægt sé að vefengja niðurstöður matsins vegna þessara tengsla.“ Frummatsskýrslan liggur nú frammi til umsagnar og er hægt að leggja fram athugasemdir til 5. desember næstkomandi.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira