Átta ungir fíklar hafa látið lífið á rúmu ári Viktoría Hermannsdóttir skrifar 18. nóvember 2014 07:00 Algjört úrræðaleysi er sagt ríkja í málefnum ungra fíkla Fréttablaðið „Á þessu eina og hálfa ári hafa átta ungmenni sem höfðu glímt við vímuefnafíkn dáið. Hvort sem þau hafa látist á beinan eða óbeinan hátt út af neyslu þá eru þetta allt ungmenni sem hafa verið í neyslu,“ segir Sigurbjörg Sigurðardóttir, einn stofnenda félagasamtakanna Olnbogabarna. Samtökin hafa verið starfrækt í um eitt og hálft ár en þeim er ætlað að styðja við aðstandendur barna í fíkniefnaneyslu sem og að þrýsta á yfirvöld um betri og fjölbreyttari úrræði fyrir unga fíkla. Sigurbjörg segir að á þeim tíma sem samtökin hafi verið starfrækt hafi þau barist hart fyrir auknum úrræðum. Forsvarsmenn þeirra hafi rætt við marga ráðamenn og mætt velvild víða. Hins vegar sé lítið um lausnir þó að hugsanlega séu einhver ný úrræði í farvatninu. „Það verður eitthvað að breytast. Þegar úrræðum fækkar þá versnar ástandið. Það þarf sértæk úrræði, fyrst og fremst þarf að einstaklingsmiða úrræðin. Við eigum ekki að sníða einstaklinginn inn í kassann heldur þurfum við að sníða kassa utan um alla einstaklinga,“ segir Sigurbjörg.Sigurbjörg SigurðardóttirHún segir erfitt að horfa upp á þann fjölda ungra fíkla sem láti lífið árlega. Aðstandendur rekist á veggi víða og erfitt sé að fá aðstoð við hæfi. „Þessi átta sem við vitum af eru flest undir 25 ára aldri.“ Nýlega héldu samtökin ásamt Geðhjálp málþing þar sem þessi mál voru rædd. Samtökin halda áfram að vekja athygli á úrræðaleysinu og standa fyrir opnum fundi 26. nóvember næstkomandi í Setrinu, Hamraborg 9. „Þar ætlum við að ræða hvaða breytingar við viljum sjá og hverjar séu árangursríkustu leiðirnar til þess. Við ætlum áfram að halda málefninu á lofti til að sýna hvað þörfin er brýn,“ segir Sigurbjörg Sigurðardóttir.Ástríður Rán ErlendsdóttirÁstríður Rán Erlendsdóttir var eitt þeirra átta ungmenna sem látist hafa undanfarið eitt og hálft ár. Hún var aðeins 22 ára þegar hún stytti sér aldur á Vogi eftir harða baráttu við vímuefnafíkn sem staðið hafði með hléum frá unglingsárum. Móðir og amma Ástríðar, Helena Rós Sigmarsdóttir og Ástríður Grímsdóttir, sögðu sögu hennar í Fréttablaðinu í september og töluðu þar meðal annars um það úrræðaleysi sem mætti Ástríði og aðstandendum hennar. Þær lýstu því hvernig það strandaði oft á úrræðum þegar hún var tilbúin til þess að fara á beinu brautina, því þá var biðin oft löng eftir að komast í úrræði. „Það skiptir svo miklu að ná inn á þessum tíma þegar fíkillinn er á þessum stað, nokkrum dögum seinna þegar pláss losnar þá er bara búið að redda sér meira og löngunin farin,“ sagði móðir hennar meðal annars um baráttu Ástríðar í viðtalinu. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
„Á þessu eina og hálfa ári hafa átta ungmenni sem höfðu glímt við vímuefnafíkn dáið. Hvort sem þau hafa látist á beinan eða óbeinan hátt út af neyslu þá eru þetta allt ungmenni sem hafa verið í neyslu,“ segir Sigurbjörg Sigurðardóttir, einn stofnenda félagasamtakanna Olnbogabarna. Samtökin hafa verið starfrækt í um eitt og hálft ár en þeim er ætlað að styðja við aðstandendur barna í fíkniefnaneyslu sem og að þrýsta á yfirvöld um betri og fjölbreyttari úrræði fyrir unga fíkla. Sigurbjörg segir að á þeim tíma sem samtökin hafi verið starfrækt hafi þau barist hart fyrir auknum úrræðum. Forsvarsmenn þeirra hafi rætt við marga ráðamenn og mætt velvild víða. Hins vegar sé lítið um lausnir þó að hugsanlega séu einhver ný úrræði í farvatninu. „Það verður eitthvað að breytast. Þegar úrræðum fækkar þá versnar ástandið. Það þarf sértæk úrræði, fyrst og fremst þarf að einstaklingsmiða úrræðin. Við eigum ekki að sníða einstaklinginn inn í kassann heldur þurfum við að sníða kassa utan um alla einstaklinga,“ segir Sigurbjörg.Sigurbjörg SigurðardóttirHún segir erfitt að horfa upp á þann fjölda ungra fíkla sem láti lífið árlega. Aðstandendur rekist á veggi víða og erfitt sé að fá aðstoð við hæfi. „Þessi átta sem við vitum af eru flest undir 25 ára aldri.“ Nýlega héldu samtökin ásamt Geðhjálp málþing þar sem þessi mál voru rædd. Samtökin halda áfram að vekja athygli á úrræðaleysinu og standa fyrir opnum fundi 26. nóvember næstkomandi í Setrinu, Hamraborg 9. „Þar ætlum við að ræða hvaða breytingar við viljum sjá og hverjar séu árangursríkustu leiðirnar til þess. Við ætlum áfram að halda málefninu á lofti til að sýna hvað þörfin er brýn,“ segir Sigurbjörg Sigurðardóttir.Ástríður Rán ErlendsdóttirÁstríður Rán Erlendsdóttir var eitt þeirra átta ungmenna sem látist hafa undanfarið eitt og hálft ár. Hún var aðeins 22 ára þegar hún stytti sér aldur á Vogi eftir harða baráttu við vímuefnafíkn sem staðið hafði með hléum frá unglingsárum. Móðir og amma Ástríðar, Helena Rós Sigmarsdóttir og Ástríður Grímsdóttir, sögðu sögu hennar í Fréttablaðinu í september og töluðu þar meðal annars um það úrræðaleysi sem mætti Ástríði og aðstandendum hennar. Þær lýstu því hvernig það strandaði oft á úrræðum þegar hún var tilbúin til þess að fara á beinu brautina, því þá var biðin oft löng eftir að komast í úrræði. „Það skiptir svo miklu að ná inn á þessum tíma þegar fíkillinn er á þessum stað, nokkrum dögum seinna þegar pláss losnar þá er bara búið að redda sér meira og löngunin farin,“ sagði móðir hennar meðal annars um baráttu Ástríðar í viðtalinu.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent