Fjallagarpur með glæsilegan feril Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 10:00 Jóhann Smári. „Ég er í gönguhóp sem heitir Fjallagarpar og -gyðjur og stundar, eins og nafnið gefur til kynna, fjallgöngur.” Mynd: Jóhann Smári Karlsson „Þetta eru bæði myndir af landslagi og eins af fjallagörpum og -gyðjum,“ segir Jóhann Smári Karlsson sem opnar í dag ljósmyndasýninguna Á fjöllum í Galleríi Fold. „Ég er í gönguhóp sem heitir Fjallagarpar og -gyðjur og stundar, eins og nafnið gefur til kynna, fjallgöngur. Undanfarin fjögur ár hef ég verið að taka þessar myndir í þeim göngum.“ Kreditlisti Jóhanns Smára er glæsilegur, hann var til dæmis valinn ljósmyndari ársins af danska ljósmyndablaðinu Zoom – Danmarks Professionalle Fotomagasin árið 2009, hvernig kom það til? „Þetta var Grand Prix-keppni sem tók heilt ár með átta minni keppnum sem ég vann tvær eða þrjár af og vann þannig heildarkeppnina,“ útskýrir Jóhann Smári. Jóhann Smári fylgdist vel með búsáhaldabyltingunni sem fór fram veturinn 2008 og hafa ljósmyndir sem hann tók á því tímabili verið sýndar á einkasýningu hans, sem bar heitið Revolution, á yfir tíu stöðum á Ítalíu. Auk þess var honum boðið að halda einkasýningu í Róm fyrir ári í boði Rómaborgar. „Ítalskur maður sem hafði fundið myndirnar mínar á netinu hafði samband við mig og sagðist hafa áhuga á að sýna þær,“ segir Jóhann Smári. „Ég sendi honum úrval af myndum og það varð úr að haldnar voru sýningar víða um Ítalíu. Þessi maður sem uppgötvaði mig hét Emiliano Bartolucci, sem hafði starfað í borgarstjórn Rómar, dó fyrir rúmu ári og þá hafði sonur hans samband við mig og bauð mér að koma og opna sýningu honum til heiðurs. Þannig að ég fór til Rómar með konunni minni og hélt þessa sýningu.“ Ævintýrunum var ekki þar með lokið því í sumar var mynd Jóhanns Firewood – Eldiviður birt á heilum skýjakljúf við Time Square, í hjarta Manhattan, í New York. „Alþjóðlegu listamannasamtökin See.me sem hafa höfuðstöðvar í New York héldu ljósmyndakeppni þar sem ég vann í flokki landslagsmynda og í framhaldi af því fengu nokkrir verðlaunahafanna myndir sínar sýndar á sjónvarpsskjáum sem komið var fyrir utan á háum turni. Yfirleitt voru margar mismunandi myndir á skjáunum en við vorum nokkrir útvaldir sem fengum myndirnar okkar birtar á öllum skjáunum í einu. Þetta voru einhverjir 200 fermetrar sem myndin tók á þessum turni, það var ansi tilkomumikil sjón.“ Jóhann Smári er lærður húsamálari og hefur starfað sem slíkur framundir þetta en sér nú fram á að geta látið þann draum sinn rætast að starfa sem ljósmyndari í fullu starfi. „Ég er alltaf að fá meira og meira að gera sem ljósmyndari og er núna kominn í upplýsinga- og fjölmiðlafræði í Tækniskólanum, sem er eiginlega grunnnám fyrir ljósmyndun,“ segir hann. „Ég er loksins farinn að gera það sem mig langar mest til.“ Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Þetta eru bæði myndir af landslagi og eins af fjallagörpum og -gyðjum,“ segir Jóhann Smári Karlsson sem opnar í dag ljósmyndasýninguna Á fjöllum í Galleríi Fold. „Ég er í gönguhóp sem heitir Fjallagarpar og -gyðjur og stundar, eins og nafnið gefur til kynna, fjallgöngur. Undanfarin fjögur ár hef ég verið að taka þessar myndir í þeim göngum.“ Kreditlisti Jóhanns Smára er glæsilegur, hann var til dæmis valinn ljósmyndari ársins af danska ljósmyndablaðinu Zoom – Danmarks Professionalle Fotomagasin árið 2009, hvernig kom það til? „Þetta var Grand Prix-keppni sem tók heilt ár með átta minni keppnum sem ég vann tvær eða þrjár af og vann þannig heildarkeppnina,“ útskýrir Jóhann Smári. Jóhann Smári fylgdist vel með búsáhaldabyltingunni sem fór fram veturinn 2008 og hafa ljósmyndir sem hann tók á því tímabili verið sýndar á einkasýningu hans, sem bar heitið Revolution, á yfir tíu stöðum á Ítalíu. Auk þess var honum boðið að halda einkasýningu í Róm fyrir ári í boði Rómaborgar. „Ítalskur maður sem hafði fundið myndirnar mínar á netinu hafði samband við mig og sagðist hafa áhuga á að sýna þær,“ segir Jóhann Smári. „Ég sendi honum úrval af myndum og það varð úr að haldnar voru sýningar víða um Ítalíu. Þessi maður sem uppgötvaði mig hét Emiliano Bartolucci, sem hafði starfað í borgarstjórn Rómar, dó fyrir rúmu ári og þá hafði sonur hans samband við mig og bauð mér að koma og opna sýningu honum til heiðurs. Þannig að ég fór til Rómar með konunni minni og hélt þessa sýningu.“ Ævintýrunum var ekki þar með lokið því í sumar var mynd Jóhanns Firewood – Eldiviður birt á heilum skýjakljúf við Time Square, í hjarta Manhattan, í New York. „Alþjóðlegu listamannasamtökin See.me sem hafa höfuðstöðvar í New York héldu ljósmyndakeppni þar sem ég vann í flokki landslagsmynda og í framhaldi af því fengu nokkrir verðlaunahafanna myndir sínar sýndar á sjónvarpsskjáum sem komið var fyrir utan á háum turni. Yfirleitt voru margar mismunandi myndir á skjáunum en við vorum nokkrir útvaldir sem fengum myndirnar okkar birtar á öllum skjáunum í einu. Þetta voru einhverjir 200 fermetrar sem myndin tók á þessum turni, það var ansi tilkomumikil sjón.“ Jóhann Smári er lærður húsamálari og hefur starfað sem slíkur framundir þetta en sér nú fram á að geta látið þann draum sinn rætast að starfa sem ljósmyndari í fullu starfi. „Ég er alltaf að fá meira og meira að gera sem ljósmyndari og er núna kominn í upplýsinga- og fjölmiðlafræði í Tækniskólanum, sem er eiginlega grunnnám fyrir ljósmyndun,“ segir hann. „Ég er loksins farinn að gera það sem mig langar mest til.“
Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira