Æ fleiri börn þurfa meðferð vegna stoðkerfisvandamála Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 11:00 sjúkraþjálfarinn "Foreldrar átta sig kannski ekki á því hvers vegna krakkarnir eru með höfuðverk og hvernig eigi að leysa vandann,“ segir Gauti Grétarsson. fréttablaðið/anton Börnum og unglingum sem koma til sjúkraþjálfara með stoðkerfisvandamál fjölgar verulega. Hluti vandamálanna er mikil kyrrseta og notkun tölva, spjaldtölva og farsíma, að sögn Gauta Grétarssonar sjúkraþjálfara. „Ég hef séð tveggja til þriggja ára krakka með spjaldtölvu og farsíma. Þau venja sig á að vera með hálsinn langt fram fyrir bolinn þar sem þyngdarpunkturinn er. Sitji þau lengi í þessari stöðu veldur þetta höfuðverk, svefntruflunum og alls konar öðrum vandamálum. Það má búast við talsverðum stoðkerfisvandamálum hjá þessum börnum eftir 10 til 15 ár verði ekki gripið í taumana,“ segir Gauti og bætir því við að foreldrar verði að setja reglur um tölvunotkun barnanna og aga sjálfa sig.Búast má við stoðkerfisvandamálum hjá börnum sem sitja lengi með spjaldtölvur.vísir/GETTY„Foreldrar eru að kaupa sér tíma með því að rétta börnunum spjaldtölvurnar. Krakkarnir læra þetta af foreldrunum sem eru sjálfir alltaf í tölvunum. Við erum að fá til okkar fólk sem situr við tölvu átta klukkustundir á dag og er svo með tölvu í fanginu heima í kannski fjórar klukkustundir. Þetta eru kallaðar fartölvur en eru í rauninni fangtölvur. Foreldrar þurfa að leika við börnin í staðinn, fara með þeim út og kenna þeim leiki.“ Gauti tekur það fram að vissulega nái börn einbeitingu og færni í fínhreyfingum við tölvunotkun. „Þau fá hins vegar eingöngu færni í þessum fínhreyfingum. Þau nota mikið bara aðra höndina og hin er farþegi. Höfuðið er fyrir framan bolinn og mikið í hangandi stöðu. Við sem eru eldri náðum færni í fínhreyfingum og einbeitingu með því að vera í til dæmis dúkkulísuleik og smíði flugvélamódela. Við notuðum báðar hendurnar við þessa leiki og við fórum ekki með þetta út í bíl. Við vorum ekki í þessu allan daginn heldur vorum við mikið í leikjum úti.“ Að sögn Gauta missa börn sem eru mikið í tölvum færni í grófhreyfingum. „Þau ná ekki að þroska stoðkerfið og fá heldur ekki útrás fyrir spennu og streitu með því að þjálfa grófhreyfingar með útileikjum og íþróttaiðkun. Þeim eru bara gefin verkjalyf þegar þau verða óþekk og óvær og sofa illa vegna vegna verkja í stoðkerfinu. Foreldrar átta sig kannski ekki á því hvers vegna krakkarnir eru með höfuðverk og hvernig eigi að leysa vandann. Unglingarnir sem eru að koma til okkar í sjúkraþjálfun núna eru þau sem byrjuðu að sitja við tölvur fyrir nokkrum árum. Það verður að takmarka þann tíma sem ung börn eru í tölvum.“ Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Oddviti Múlaþings vill verða ritari Framsóknarflokksins Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Sjá meira
Börnum og unglingum sem koma til sjúkraþjálfara með stoðkerfisvandamál fjölgar verulega. Hluti vandamálanna er mikil kyrrseta og notkun tölva, spjaldtölva og farsíma, að sögn Gauta Grétarssonar sjúkraþjálfara. „Ég hef séð tveggja til þriggja ára krakka með spjaldtölvu og farsíma. Þau venja sig á að vera með hálsinn langt fram fyrir bolinn þar sem þyngdarpunkturinn er. Sitji þau lengi í þessari stöðu veldur þetta höfuðverk, svefntruflunum og alls konar öðrum vandamálum. Það má búast við talsverðum stoðkerfisvandamálum hjá þessum börnum eftir 10 til 15 ár verði ekki gripið í taumana,“ segir Gauti og bætir því við að foreldrar verði að setja reglur um tölvunotkun barnanna og aga sjálfa sig.Búast má við stoðkerfisvandamálum hjá börnum sem sitja lengi með spjaldtölvur.vísir/GETTY„Foreldrar eru að kaupa sér tíma með því að rétta börnunum spjaldtölvurnar. Krakkarnir læra þetta af foreldrunum sem eru sjálfir alltaf í tölvunum. Við erum að fá til okkar fólk sem situr við tölvu átta klukkustundir á dag og er svo með tölvu í fanginu heima í kannski fjórar klukkustundir. Þetta eru kallaðar fartölvur en eru í rauninni fangtölvur. Foreldrar þurfa að leika við börnin í staðinn, fara með þeim út og kenna þeim leiki.“ Gauti tekur það fram að vissulega nái börn einbeitingu og færni í fínhreyfingum við tölvunotkun. „Þau fá hins vegar eingöngu færni í þessum fínhreyfingum. Þau nota mikið bara aðra höndina og hin er farþegi. Höfuðið er fyrir framan bolinn og mikið í hangandi stöðu. Við sem eru eldri náðum færni í fínhreyfingum og einbeitingu með því að vera í til dæmis dúkkulísuleik og smíði flugvélamódela. Við notuðum báðar hendurnar við þessa leiki og við fórum ekki með þetta út í bíl. Við vorum ekki í þessu allan daginn heldur vorum við mikið í leikjum úti.“ Að sögn Gauta missa börn sem eru mikið í tölvum færni í grófhreyfingum. „Þau ná ekki að þroska stoðkerfið og fá heldur ekki útrás fyrir spennu og streitu með því að þjálfa grófhreyfingar með útileikjum og íþróttaiðkun. Þeim eru bara gefin verkjalyf þegar þau verða óþekk og óvær og sofa illa vegna vegna verkja í stoðkerfinu. Foreldrar átta sig kannski ekki á því hvers vegna krakkarnir eru með höfuðverk og hvernig eigi að leysa vandann. Unglingarnir sem eru að koma til okkar í sjúkraþjálfun núna eru þau sem byrjuðu að sitja við tölvur fyrir nokkrum árum. Það verður að takmarka þann tíma sem ung börn eru í tölvum.“
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Oddviti Múlaþings vill verða ritari Framsóknarflokksins Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Sjá meira