Tveggja heima verk, ólíkt öðrum konsertum sem samdir hafa verið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 13:30 "Ég held þetta sé alveg heiðarlegt stykki og hlakka mikið til,“ segir Sveinn og Einar kveðst hafa hitt á fallega æð í honum þegar hann stakk upp á að hann skrifaði klarínettukonsert. Fréttablaðið/Vilhelm Þeir eru staddir í Hörpunni, Sveinn Lúðvík Björnsson tónskáld og Einar Jóhannesson klarínettuleikari. Mikið stendur til. Einar er að fara að spila nýjan konsert eftir Svein með sinfóníunni. Sveinn hefur ekki fylgst með æfingum en kveðst engar áhyggjur hafa. „Ég veit þetta verður allt í fína,“ segir hann. „Held þetta sé alveg heiðarlegt stykki og hlakka mikið til.“ Þegar ég bið þá félaga að lýsa aðeins verkinu verður Einar fyrst fyrir svörum: „Sveinn Lúðvík skrifar mjög persónulega músík, bara frá hjartanu. Þetta er tveggja heima verk, mjög dularfullt, ólíkt öðrum konsertum sem samdir hafa verið. Þegar ég byrjaði að æfa hann fannst mér ég kominn inn í annars manns draum og varð nánast feiminn. En svo gerði ég þennan draum að mínum og fann leið til að koma honum til skila.“ „Ég treysti Einari fullkomlega,“ segir Sveinn Lúðvík. „Hef líka alltaf verið heppinn með flytjendur að mínum verkum, þeir hafa haft áhuga fyrir að gera vel og taka áhættuna með mér.“ Hann segir Caput-hópinn hafa haldið honum uppteknum, líka Kammersveit Reykjavíkur og ýmsa sólóista. „Þetta nýja verk er fyrir stærri hljómsveit en ég hef skrifað fyrir áður – sveitin fær reyndar engin ósköp að gera – það eru helst einhverjar árásir á grey einleikarann!“ Þeir Einar hlæja báðir. „Já, ég sagði áðan að þetta væri eins og draumur en auðvitað er það meira eins og martröð hvernig hljómsveitin fer með mig,“ segir klarínettuleikarinn. Sveinn Lúðvík hefur alla tíð haft dapra sjón en segir það engin áhrif hafa á tónlistarstörf sín. „Það er ópraktískt að vera sjónskertur en kemur tónlistinni ekkert við. Ég get skrifað hana með stækkunarforriti í tölvunni.“ Upphaflega lærði hann söng og píanóleik, aðalhljóðfærið varð samt gítar en hann var alveg að fara að svissa yfir í lútu þegar hann ákvað að snúa sér að tónsmíðanámi hjá Atla Heimi Sveinssyni. Atli Heimir hefur kallað hann „ljóðskáldið í hópi tónskálda“ vegna hnitmiðaðra vinnubragða. Einar kveðst hafa kynnst Sveini Lúðvík fyrir nokkrum árum. „Þá var hann í þeim hugleiðingum að skrifa óperu og ég átti kannski að fá þar eitthvert lítið sönghlutverk. Þetta var mikið drama og mjög spennandi en af ýmsum ástæðum...“ „valt það útaf borðinu,“ botnar Sveinn Lúðvík. Einar segist þá hafa spurt Svein Lúðvík í hálfkæringi af hverju hann skrifaði ekki klarínettukonsert. „Ég hitti svona á fallega æð í honum. Nú er komið að frumflutningnum þannig að ég fæ sönghlutverkið gegnum klarínettið!“ Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Þeir eru staddir í Hörpunni, Sveinn Lúðvík Björnsson tónskáld og Einar Jóhannesson klarínettuleikari. Mikið stendur til. Einar er að fara að spila nýjan konsert eftir Svein með sinfóníunni. Sveinn hefur ekki fylgst með æfingum en kveðst engar áhyggjur hafa. „Ég veit þetta verður allt í fína,“ segir hann. „Held þetta sé alveg heiðarlegt stykki og hlakka mikið til.“ Þegar ég bið þá félaga að lýsa aðeins verkinu verður Einar fyrst fyrir svörum: „Sveinn Lúðvík skrifar mjög persónulega músík, bara frá hjartanu. Þetta er tveggja heima verk, mjög dularfullt, ólíkt öðrum konsertum sem samdir hafa verið. Þegar ég byrjaði að æfa hann fannst mér ég kominn inn í annars manns draum og varð nánast feiminn. En svo gerði ég þennan draum að mínum og fann leið til að koma honum til skila.“ „Ég treysti Einari fullkomlega,“ segir Sveinn Lúðvík. „Hef líka alltaf verið heppinn með flytjendur að mínum verkum, þeir hafa haft áhuga fyrir að gera vel og taka áhættuna með mér.“ Hann segir Caput-hópinn hafa haldið honum uppteknum, líka Kammersveit Reykjavíkur og ýmsa sólóista. „Þetta nýja verk er fyrir stærri hljómsveit en ég hef skrifað fyrir áður – sveitin fær reyndar engin ósköp að gera – það eru helst einhverjar árásir á grey einleikarann!“ Þeir Einar hlæja báðir. „Já, ég sagði áðan að þetta væri eins og draumur en auðvitað er það meira eins og martröð hvernig hljómsveitin fer með mig,“ segir klarínettuleikarinn. Sveinn Lúðvík hefur alla tíð haft dapra sjón en segir það engin áhrif hafa á tónlistarstörf sín. „Það er ópraktískt að vera sjónskertur en kemur tónlistinni ekkert við. Ég get skrifað hana með stækkunarforriti í tölvunni.“ Upphaflega lærði hann söng og píanóleik, aðalhljóðfærið varð samt gítar en hann var alveg að fara að svissa yfir í lútu þegar hann ákvað að snúa sér að tónsmíðanámi hjá Atla Heimi Sveinssyni. Atli Heimir hefur kallað hann „ljóðskáldið í hópi tónskálda“ vegna hnitmiðaðra vinnubragða. Einar kveðst hafa kynnst Sveini Lúðvík fyrir nokkrum árum. „Þá var hann í þeim hugleiðingum að skrifa óperu og ég átti kannski að fá þar eitthvert lítið sönghlutverk. Þetta var mikið drama og mjög spennandi en af ýmsum ástæðum...“ „valt það útaf borðinu,“ botnar Sveinn Lúðvík. Einar segist þá hafa spurt Svein Lúðvík í hálfkæringi af hverju hann skrifaði ekki klarínettukonsert. „Ég hitti svona á fallega æð í honum. Nú er komið að frumflutningnum þannig að ég fæ sönghlutverkið gegnum klarínettið!“
Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira