Hlustar ekki á þau rök að ekki sé til fjármagn til að hækka laun Sveinn Arnarson skrifar 4. nóvember 2014 10:45 Fram undan er erfiður vetur þar sem menn munu takast á um forgangsröðun stjórnvalda. Myndin er frá nýafstaðinni kröfugöngu tónlistarkennara sem eru í verkfalli. Fréttablaðið/Valli Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, telur ríkisvaldinu ekki treystandi til að hugsa um launakjör starfsmanna sinna. Á meðan ríkisstjórnin hendi frá sér hverjum tekjumöguleikanum á fætur öðrum verði æ erfiðara fyrir SFR að hlusta á þau rök að ekki séu til peningar fyrir launahækkunum. „Alltaf í þessari umræðu, þegar við eigum orðaskipti við ríkisvaldið, kemur upp í umræðunni að ríkið sé skuldugt, að hér hafi verið hrun fyrir nokkrum árum og að okkur er gert að skilja það að staða ríkisins sé ekki góð í því árferði. Oft er það látið fylgja að ríkið væri til í að gera betur en í því árferði sem nú ríki sé ekki svigrúm til frekari launahækkana. Það verður að segjast að það er ekki hægt að biðja okkur um þennan skilning þegar ríkið hendir frá sér tekjumöguleikum,“ segir Árni Stefán og bendir á að hægt sé að gera hlutina með öðrum hætti. „Þetta er spurning um forgangsröðun ríkisvaldsins og á meðan þessi forgangsröðun er viðhöfð munum við ekki taka því þegjandi og hljóðalaust.“Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndarGuðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, er ekki sammála Árna Stefáni og bendir á að ríkisstjórnin hafi skattlagt fjármálafyrirtæki sem fyrri ríkisstjórn hafi látið vera. „Ummæli Stefáns koma mér mjög á óvart. Núverandi ríkisstjórn er að ná í tekjur meðal annars með því að skattleggja fjármálafyrirtæki og slitastjórnir. Með þessum rökum má segja að síðasta ríkisstjórn hafi svo sannarlega kastað frá sér tekjumöguleikum.“ Guðlaugur vonar að menn horfi á málið í víðu samhengi og sjái að heildaráhrif skattbreytinga lækki að endingu skatta. „Það sem við erum að gera er að einfalda skattkerfið því það hefur margsýnt sig að einföld og hófleg skattheimta kemur öllum vel. Einnig hefur margoft verið bent á að heildaráhrif skattbreytinga skila sér í bættum hag íslenskra heimila með að létta álögum af fólkinu í landinu. Ég trúi ekki öðru en þeir sem gæta hagsmuna launþega líti fyrst á hag sinna launþega og fari ekki í einhverja flokkapólitík í þessum efnum,“ segir Guðlaugur Þór.Árni Stefán Jónsson Formaður SFRÁrni Stefán telur fjárlagafrumvarpið einnig sem olíu á eldinn í erfiðum kjaraviðræðum í vetur. „Við sjáum ýmsa þætti í fjárlagafrumvarpinu og í gjörðum ríkisstjórnarinnar sem beinlínis skerða kjör okkar félagsmanna og munu gera málið erfitt. Hækkun matarskattsins til dæmis hefur ekki góð áhrif á fólk sem og breytingar á menntaskólunum og aldurstakmörk. Meðal félagsmanna okkar eru sjúkraliðar og félagsliðar sem í mörgum tilvikum eru einstaklingar sem hafa farið seinna í nám en aðrir. Þessi vinnubrögð hleypa bara illu blóði í okkar fólk.“ Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira
Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, telur ríkisvaldinu ekki treystandi til að hugsa um launakjör starfsmanna sinna. Á meðan ríkisstjórnin hendi frá sér hverjum tekjumöguleikanum á fætur öðrum verði æ erfiðara fyrir SFR að hlusta á þau rök að ekki séu til peningar fyrir launahækkunum. „Alltaf í þessari umræðu, þegar við eigum orðaskipti við ríkisvaldið, kemur upp í umræðunni að ríkið sé skuldugt, að hér hafi verið hrun fyrir nokkrum árum og að okkur er gert að skilja það að staða ríkisins sé ekki góð í því árferði. Oft er það látið fylgja að ríkið væri til í að gera betur en í því árferði sem nú ríki sé ekki svigrúm til frekari launahækkana. Það verður að segjast að það er ekki hægt að biðja okkur um þennan skilning þegar ríkið hendir frá sér tekjumöguleikum,“ segir Árni Stefán og bendir á að hægt sé að gera hlutina með öðrum hætti. „Þetta er spurning um forgangsröðun ríkisvaldsins og á meðan þessi forgangsröðun er viðhöfð munum við ekki taka því þegjandi og hljóðalaust.“Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndarGuðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, er ekki sammála Árna Stefáni og bendir á að ríkisstjórnin hafi skattlagt fjármálafyrirtæki sem fyrri ríkisstjórn hafi látið vera. „Ummæli Stefáns koma mér mjög á óvart. Núverandi ríkisstjórn er að ná í tekjur meðal annars með því að skattleggja fjármálafyrirtæki og slitastjórnir. Með þessum rökum má segja að síðasta ríkisstjórn hafi svo sannarlega kastað frá sér tekjumöguleikum.“ Guðlaugur vonar að menn horfi á málið í víðu samhengi og sjái að heildaráhrif skattbreytinga lækki að endingu skatta. „Það sem við erum að gera er að einfalda skattkerfið því það hefur margsýnt sig að einföld og hófleg skattheimta kemur öllum vel. Einnig hefur margoft verið bent á að heildaráhrif skattbreytinga skila sér í bættum hag íslenskra heimila með að létta álögum af fólkinu í landinu. Ég trúi ekki öðru en þeir sem gæta hagsmuna launþega líti fyrst á hag sinna launþega og fari ekki í einhverja flokkapólitík í þessum efnum,“ segir Guðlaugur Þór.Árni Stefán Jónsson Formaður SFRÁrni Stefán telur fjárlagafrumvarpið einnig sem olíu á eldinn í erfiðum kjaraviðræðum í vetur. „Við sjáum ýmsa þætti í fjárlagafrumvarpinu og í gjörðum ríkisstjórnarinnar sem beinlínis skerða kjör okkar félagsmanna og munu gera málið erfitt. Hækkun matarskattsins til dæmis hefur ekki góð áhrif á fólk sem og breytingar á menntaskólunum og aldurstakmörk. Meðal félagsmanna okkar eru sjúkraliðar og félagsliðar sem í mörgum tilvikum eru einstaklingar sem hafa farið seinna í nám en aðrir. Þessi vinnubrögð hleypa bara illu blóði í okkar fólk.“
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira