Mikil litagleði og frjálsleg tjáning Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. október 2014 12:30 „Þetta er eiginlega fyrsta kynslóð málara hér á 21. öldinni,“ segir Birta Fróðadóttir sýningarstjóri. Vísir/GVA Ég byrjaði á því að velja listamennina og setja þá saman í þessa sýningu,“ segir Birta Fróðadóttir, arkitekt og sýningarstjóri myndlistarsýningarinnar Vara-litir sem opnuð verður í Hafnarborg á morgun. „Samnefnarinn er sá að þetta er allt fígúratíft myndefni og það er mikil litagleði og frjálsleg tjáning í þessum verkum.“ Á sýningunni Vara-litir eru málverk eftir sjö samtímamyndlistarmenn sem allir eru fæddir eftir 1970 og vinna markvisst að málaralist í sköpun sinni. Á sýningunni eru ný verk eftir Gabríelu Friðriksdóttur, Guðmund Thoroddsen, Helga Þórsson, Huldu Vilhjálmsdóttur, Ragnar Þórisson, Þorvald Jónsson og Þórdísi Aðalsteinsdóttur, alls 52 verk. „Þetta er eiginlega fyrsta kynslóð málara hér á 21. öldinni,“ segir Birta. „Þau eru misþekkt en eiga það sameiginlegt að verk þeirra eru hlaðin litum og formum sem endurspegla tíðaranda 21. aldarinnar.“ Allir verða listamennirnir viðstaddir opnunina á morgun, nema Þórdís Aðalsteinsdóttir sem er búsett erlendis. „Síðan munu einhver þeirra verða með listamannsspjall á sýningunni þegar líður á sýningartímann, en það verður auglýst nánar á heimasíðu Hafnarborgar,“ segir Birta. Sýningin stendur til 4. janúar á næsta ári. Menning Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ég byrjaði á því að velja listamennina og setja þá saman í þessa sýningu,“ segir Birta Fróðadóttir, arkitekt og sýningarstjóri myndlistarsýningarinnar Vara-litir sem opnuð verður í Hafnarborg á morgun. „Samnefnarinn er sá að þetta er allt fígúratíft myndefni og það er mikil litagleði og frjálsleg tjáning í þessum verkum.“ Á sýningunni Vara-litir eru málverk eftir sjö samtímamyndlistarmenn sem allir eru fæddir eftir 1970 og vinna markvisst að málaralist í sköpun sinni. Á sýningunni eru ný verk eftir Gabríelu Friðriksdóttur, Guðmund Thoroddsen, Helga Þórsson, Huldu Vilhjálmsdóttur, Ragnar Þórisson, Þorvald Jónsson og Þórdísi Aðalsteinsdóttur, alls 52 verk. „Þetta er eiginlega fyrsta kynslóð málara hér á 21. öldinni,“ segir Birta. „Þau eru misþekkt en eiga það sameiginlegt að verk þeirra eru hlaðin litum og formum sem endurspegla tíðaranda 21. aldarinnar.“ Allir verða listamennirnir viðstaddir opnunina á morgun, nema Þórdís Aðalsteinsdóttir sem er búsett erlendis. „Síðan munu einhver þeirra verða með listamannsspjall á sýningunni þegar líður á sýningartímann, en það verður auglýst nánar á heimasíðu Hafnarborgar,“ segir Birta. Sýningin stendur til 4. janúar á næsta ári.
Menning Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira