Leiðinlegasta sem ég geri er að hanga inni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. október 2014 15:00 Anna Bíbí Wíum Axelsdóttir. Fréttablaðið/Stefán Anna Bíbí Wíum Axelsdóttir, tíu ára, leikur stelpu í brennó í nýju forvarnarmyndinni Stattu með þér, sem sýnd er í tíu og tólf ára bekkjum í skólum landsins. Veistu af hverju þú heitir Anna Bíbí Wíum? „Já, langamma mín hét Anna og amma mín var kölluð Bíbí og ég er skírð í höfuðið á þeim. Ég er fædd í Kína og þess vegna á ég líka kínverskt nafn sem er Fu Qing Man.“ Í hvaða skóla ertu og hvaða námsgrein er í uppáhaldi þar? „Ég er í Foldaskóla og mér finnst skemmtilegast í íþróttum, dansi og myndmennt.“ Hver eru helstu áhugamálin þín og hvernig gengur að sinna þeim? „Ég er í Sönglist og mér finnst gaman þar, bæði að leika og syngja. Ég er líka að æfa á píanó og svo er ég nýbyrjuð í Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogskirkju. Ég var að æfa fótbolta en er hætt því núna. Kannski ætla ég að prófa að æfa körfubolta.“ Var gaman að taka þátt í myndinni Stattu með þér? „Já, það var var mjög fínt. Það voru skemmtilegir krakkar sem tóku þátt og ég þekkti suma.“ Hvert er þitt hlutverk? „Í myndinni lék ég aðallega stelpu í brennó í íþróttatíma og í lokaatriðinu þar sem allir voru.“ Hvernig fannst þér að sjá þig á hvíta tjaldinu? „Það var gaman að sjá sjálfa sig í bíó en líka svolítið skrítið út af því að ég vissi ekki hvernig þetta yrði. Mér fannst bara allir standa sig vel í hlutverkunum sínum.“ Hvað horfir þú helst á í sjónvarpinu og af hverju? „Ég horfi helst á Skúla skelfi og Malcolm in the Middle í sjónvarpinu og svo horfi ég oft á veðrið líka til að fylgjast með hvernig það á að vera.“ Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? „Það leiðinlegasta sem ég geri er að hanga inni, fara út með ruslið og fara að versla.“ En skemmtilegasta? „Skemmtilegasta sem ég geri er að leika við vini mína, vera í Sönglist og kórnum. Mér finnst gaman að leika og syngja.“ Finnst þér starf leikarans áhugavert? „Já, svolítið. Það er ekki auðvelt að vera leikari því það þarf að halda einbeitingu og ruglast ekki og vanda sig við það sem maður á að gera. Ég væri alveg til í að leika í einhverju fleiru. Kannski verð ég leikari þegar ég verð stór.“ Krakkar Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Anna Bíbí Wíum Axelsdóttir, tíu ára, leikur stelpu í brennó í nýju forvarnarmyndinni Stattu með þér, sem sýnd er í tíu og tólf ára bekkjum í skólum landsins. Veistu af hverju þú heitir Anna Bíbí Wíum? „Já, langamma mín hét Anna og amma mín var kölluð Bíbí og ég er skírð í höfuðið á þeim. Ég er fædd í Kína og þess vegna á ég líka kínverskt nafn sem er Fu Qing Man.“ Í hvaða skóla ertu og hvaða námsgrein er í uppáhaldi þar? „Ég er í Foldaskóla og mér finnst skemmtilegast í íþróttum, dansi og myndmennt.“ Hver eru helstu áhugamálin þín og hvernig gengur að sinna þeim? „Ég er í Sönglist og mér finnst gaman þar, bæði að leika og syngja. Ég er líka að æfa á píanó og svo er ég nýbyrjuð í Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogskirkju. Ég var að æfa fótbolta en er hætt því núna. Kannski ætla ég að prófa að æfa körfubolta.“ Var gaman að taka þátt í myndinni Stattu með þér? „Já, það var var mjög fínt. Það voru skemmtilegir krakkar sem tóku þátt og ég þekkti suma.“ Hvert er þitt hlutverk? „Í myndinni lék ég aðallega stelpu í brennó í íþróttatíma og í lokaatriðinu þar sem allir voru.“ Hvernig fannst þér að sjá þig á hvíta tjaldinu? „Það var gaman að sjá sjálfa sig í bíó en líka svolítið skrítið út af því að ég vissi ekki hvernig þetta yrði. Mér fannst bara allir standa sig vel í hlutverkunum sínum.“ Hvað horfir þú helst á í sjónvarpinu og af hverju? „Ég horfi helst á Skúla skelfi og Malcolm in the Middle í sjónvarpinu og svo horfi ég oft á veðrið líka til að fylgjast með hvernig það á að vera.“ Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? „Það leiðinlegasta sem ég geri er að hanga inni, fara út með ruslið og fara að versla.“ En skemmtilegasta? „Skemmtilegasta sem ég geri er að leika við vini mína, vera í Sönglist og kórnum. Mér finnst gaman að leika og syngja.“ Finnst þér starf leikarans áhugavert? „Já, svolítið. Það er ekki auðvelt að vera leikari því það þarf að halda einbeitingu og ruglast ekki og vanda sig við það sem maður á að gera. Ég væri alveg til í að leika í einhverju fleiru. Kannski verð ég leikari þegar ég verð stór.“
Krakkar Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira