Var nærri búin að gleyma þessu sjálf Friðrika Benónýsdóttir skrifar 9. október 2014 13:30 Oddný Eir „Maður hefur kraftinn í að skrifa bækurnar en ekki mikinn kraft í að prómótera þær.“ Auðvitað er tilfinningin mjög góð, hvað viltu eiginlega að ég segi?“ spyr Oddný Eir Ævarsdóttir spurð hvernig henni líði eftir að hafa fengið þau tíðindi að hún sé ein þeirra sem hljóta Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins í ár. „Mér þykir vænt um að fá þessi verðlaun fyrir Jarðnæði, sérstaklega þar sem tilgangur verðlaunanna er meðal annars að auðvelda þýðingar á viðkomandi verki. Bókin hefur enn ekki verið þýdd á önnur tungumál en færeysku og sú þýðing er enn í vinnslu.“ Jarðnæði kom út hjá Bjarti árið 2011 og hlaut Fjöruverðlaunin 2012 auk þess að vera tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna það ár og hljóta einróma lof lesenda og gagnrýnenda. Í tilkynningu um ákvörðun dómnefnda kemur fram að verðlaununum er ætlað að veita nýjustu og bestu upprennandi rithöfundunum í Evrópu viðurkenningu. „Ég held líka að hugsunin sé sú að draga fram jaðarsvæðin og koma bókmenntum sem ekki myndu spjara sig á hinum harða engilsaxneska markaði í sviðsljósið,“ segir Oddný Eir. „Mér finnst það fín hugsjón.“ Oddný Eir sendir frá sér skáldsögu í haust, Ástarmeistarann, sem hún segist vera nýbúin að senda í prentun. „Það er ástarsaga, sem þykist ekki hafa neinar sjálfsævisögulegar skírskotanir eins og Jarðnæði.“ Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn sem fram fer í Concert Noble-höllinni í Brussel hinn 18. nóvember og Oddný Eir ætlar að sjálfsögðu að mæta þar til að veita þeim viðtöku. „Já, ég ætla bara að skvera mér,“ segir hún hlæjandi. „Ég er reyndar búin að vita af þessu í þó nokkurn tíma en það var svo rosalegt leyndarmál að maður var eiginlega búinn að gleyma því sjálfur. En vonandi verður þetta til þess að greiða leið Jarðnæðis inn á Evrópumarkað. Maður hefur kraftinn í að skrifa bækurnar en ekki mikinn kraft í að prómótera þær þannig að þetta er rosa góð hjálp við það.“ Alls hljóta þrettán höfundar verðlaunin í ár, auk Oddnýjar, þau Ben Blushi frá Albaníu, Milen Ruskov frá Búlgaríu, Jan Nmec frá Tékklandi, Makis Tsitas frá Grikklandi, Janis Jonevs frá Lettlandi, Armin Öhri frá Liechtenstein, Pierre J. Mejlak frá Möltu, Ognjen Spahi frá Svartfjallalandi, Marente de Moor frá Hollandi, Uglješa Šajtinac frá Serbíu, Birgül Ouz frá Tyrklandi og Evie Wyld frá Bretlandi. Sérhverjum vinningshafa áskotnast 5.000 evrur í verðlaun. Menning Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Auðvitað er tilfinningin mjög góð, hvað viltu eiginlega að ég segi?“ spyr Oddný Eir Ævarsdóttir spurð hvernig henni líði eftir að hafa fengið þau tíðindi að hún sé ein þeirra sem hljóta Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins í ár. „Mér þykir vænt um að fá þessi verðlaun fyrir Jarðnæði, sérstaklega þar sem tilgangur verðlaunanna er meðal annars að auðvelda þýðingar á viðkomandi verki. Bókin hefur enn ekki verið þýdd á önnur tungumál en færeysku og sú þýðing er enn í vinnslu.“ Jarðnæði kom út hjá Bjarti árið 2011 og hlaut Fjöruverðlaunin 2012 auk þess að vera tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna það ár og hljóta einróma lof lesenda og gagnrýnenda. Í tilkynningu um ákvörðun dómnefnda kemur fram að verðlaununum er ætlað að veita nýjustu og bestu upprennandi rithöfundunum í Evrópu viðurkenningu. „Ég held líka að hugsunin sé sú að draga fram jaðarsvæðin og koma bókmenntum sem ekki myndu spjara sig á hinum harða engilsaxneska markaði í sviðsljósið,“ segir Oddný Eir. „Mér finnst það fín hugsjón.“ Oddný Eir sendir frá sér skáldsögu í haust, Ástarmeistarann, sem hún segist vera nýbúin að senda í prentun. „Það er ástarsaga, sem þykist ekki hafa neinar sjálfsævisögulegar skírskotanir eins og Jarðnæði.“ Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn sem fram fer í Concert Noble-höllinni í Brussel hinn 18. nóvember og Oddný Eir ætlar að sjálfsögðu að mæta þar til að veita þeim viðtöku. „Já, ég ætla bara að skvera mér,“ segir hún hlæjandi. „Ég er reyndar búin að vita af þessu í þó nokkurn tíma en það var svo rosalegt leyndarmál að maður var eiginlega búinn að gleyma því sjálfur. En vonandi verður þetta til þess að greiða leið Jarðnæðis inn á Evrópumarkað. Maður hefur kraftinn í að skrifa bækurnar en ekki mikinn kraft í að prómótera þær þannig að þetta er rosa góð hjálp við það.“ Alls hljóta þrettán höfundar verðlaunin í ár, auk Oddnýjar, þau Ben Blushi frá Albaníu, Milen Ruskov frá Búlgaríu, Jan Nmec frá Tékklandi, Makis Tsitas frá Grikklandi, Janis Jonevs frá Lettlandi, Armin Öhri frá Liechtenstein, Pierre J. Mejlak frá Möltu, Ognjen Spahi frá Svartfjallalandi, Marente de Moor frá Hollandi, Uglješa Šajtinac frá Serbíu, Birgül Ouz frá Tyrklandi og Evie Wyld frá Bretlandi. Sérhverjum vinningshafa áskotnast 5.000 evrur í verðlaun.
Menning Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög