Betra að KR-ingur þjálfi KR Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2014 09:00 Vísir/Samsett mynd „Þetta er náttúrlega draumastarf fyrir knattspyrnuþjálfara á Íslandi,“ segir Logi Ólafsson, knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um þjálfarastarfið hjá KR í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Logi þekkir það vel, en fyrir utan að gera Víking og ÍA að Íslandsmeisturum auk þess að vera landsliðsþjálfari karla og kvenna starfaði hann hjá KR frá 2007-2010 og vann bikarkeppnina. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var í Noregi á dögunum að ræða við úrvalsdeildarlið þar í landi, en þá er hann einnig þrálátlega orðaður við sitt gamla félag, Lilleström. Fréttablaðið telur hér upp fjóra mögulega arftaka Rúnars, en hvernig mann þarf til og hvernig er það að þjálfa KR? „Það er gaman, en í því er fólgin mikil áskorun. Þetta er heitt sæti og fjölmiðlamenn spyrja gjarnan hvort maður finni fyrir pressu í Vesturbænum. En liðið er vanalega alltaf gott og það er gaman að þjálfa þarna. Hjá KR er góð umgjörð og góð stemning og að því leyti er þetta draumastarfið,“ segir Logi.Þolinmæðin ekki mikil Logi Ólafsson tók við KR seinni hluta sumars 2007, en Teitur Þórðarson var þá með liðið í mikilli fallbaráttu. Logi bjargaði liðinu frá falli og hóf uppbyggingu á sterku liði sem barðist um titilinn næstu ár og vann bikarinn 2008. Eftir erfitt gengi fyrri hluta móts 2011 þar sem liðið safnaði aðeins tólf stigum var Logi látinn fara og Rúnar Kristinsson tók við. „Auðvitað er þetta eins og alls staðar, þegar liðið tapar er ekki eins gaman en því fylgir líka áskorun eins og í mínu tilviki. Ég tók við liðinu í fallsæti 2007 og það var áskorun að breyta gengi liðsins og fara svo í ákveðna tiltekt og reyna að byggja upp lið,“ segir Logi, en menn bíða ekki lengi með þjálfarabreytingar þegar illa gengur. „Þegar eitthvað bjátar á er þolinmæðin ekki mikil og þannig er það bara. Það er samt söguleg staðreynd að lið sem ætlar að ná árangri þarf að halda sama mannskapnum í smá tíma og það hefur tekist hjá FH, KR og Stjörnunni. Eini mínusinn við starfið hjá KR er hugsanlega að þolinmæðin er ekki mikil.“Betra að vera KR-ingur Logi segir mun auðveldara að þjálfa KR, og vissulega flest önnur lið, þegar einróma sátt ríkir um þann sem tekur við. Með öðrum orðum vill hann meina að það sé betra að KR-ingur þjálfi KR. „Ég held það. Það er allavega mín tilfinning þótt KR-ingar hafi lent í ógöngum þarna líka. Það er best ef breið samstaða ríkir um manninn eins og á við um Rúnar núna. Það er samt ekki útilokað að utanaðkomandi maður geti náð árangri þarna, en hann þyrfti kannski frekar að sanna sig,“ segir Logi, en hvernig líst honum á möguleikana sem Fréttablaðið tekur til? „Það eru tveir menn þarna sem heyra undir þetta sem ég hef sagt um samstöðuna. Það eru Heimir Guðjónsson og Pétur Pétursson. Ég hef samt enga trú á því að Heimir hætti hjá FH. Skynsamlegast hjá KR væri að ráða Pétur Pétursson til að halda áfram þeirri vegferð sem félagið er á. Þessir menn eru allir verðugir arftakar Rúnars, en ég tel minnstar líkur á því að Heimir taki við KR,“ segir Logi Ólafsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Sjá meira
„Þetta er náttúrlega draumastarf fyrir knattspyrnuþjálfara á Íslandi,“ segir Logi Ólafsson, knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um þjálfarastarfið hjá KR í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Logi þekkir það vel, en fyrir utan að gera Víking og ÍA að Íslandsmeisturum auk þess að vera landsliðsþjálfari karla og kvenna starfaði hann hjá KR frá 2007-2010 og vann bikarkeppnina. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var í Noregi á dögunum að ræða við úrvalsdeildarlið þar í landi, en þá er hann einnig þrálátlega orðaður við sitt gamla félag, Lilleström. Fréttablaðið telur hér upp fjóra mögulega arftaka Rúnars, en hvernig mann þarf til og hvernig er það að þjálfa KR? „Það er gaman, en í því er fólgin mikil áskorun. Þetta er heitt sæti og fjölmiðlamenn spyrja gjarnan hvort maður finni fyrir pressu í Vesturbænum. En liðið er vanalega alltaf gott og það er gaman að þjálfa þarna. Hjá KR er góð umgjörð og góð stemning og að því leyti er þetta draumastarfið,“ segir Logi.Þolinmæðin ekki mikil Logi Ólafsson tók við KR seinni hluta sumars 2007, en Teitur Þórðarson var þá með liðið í mikilli fallbaráttu. Logi bjargaði liðinu frá falli og hóf uppbyggingu á sterku liði sem barðist um titilinn næstu ár og vann bikarinn 2008. Eftir erfitt gengi fyrri hluta móts 2011 þar sem liðið safnaði aðeins tólf stigum var Logi látinn fara og Rúnar Kristinsson tók við. „Auðvitað er þetta eins og alls staðar, þegar liðið tapar er ekki eins gaman en því fylgir líka áskorun eins og í mínu tilviki. Ég tók við liðinu í fallsæti 2007 og það var áskorun að breyta gengi liðsins og fara svo í ákveðna tiltekt og reyna að byggja upp lið,“ segir Logi, en menn bíða ekki lengi með þjálfarabreytingar þegar illa gengur. „Þegar eitthvað bjátar á er þolinmæðin ekki mikil og þannig er það bara. Það er samt söguleg staðreynd að lið sem ætlar að ná árangri þarf að halda sama mannskapnum í smá tíma og það hefur tekist hjá FH, KR og Stjörnunni. Eini mínusinn við starfið hjá KR er hugsanlega að þolinmæðin er ekki mikil.“Betra að vera KR-ingur Logi segir mun auðveldara að þjálfa KR, og vissulega flest önnur lið, þegar einróma sátt ríkir um þann sem tekur við. Með öðrum orðum vill hann meina að það sé betra að KR-ingur þjálfi KR. „Ég held það. Það er allavega mín tilfinning þótt KR-ingar hafi lent í ógöngum þarna líka. Það er best ef breið samstaða ríkir um manninn eins og á við um Rúnar núna. Það er samt ekki útilokað að utanaðkomandi maður geti náð árangri þarna, en hann þyrfti kannski frekar að sanna sig,“ segir Logi, en hvernig líst honum á möguleikana sem Fréttablaðið tekur til? „Það eru tveir menn þarna sem heyra undir þetta sem ég hef sagt um samstöðuna. Það eru Heimir Guðjónsson og Pétur Pétursson. Ég hef samt enga trú á því að Heimir hætti hjá FH. Skynsamlegast hjá KR væri að ráða Pétur Pétursson til að halda áfram þeirri vegferð sem félagið er á. Þessir menn eru allir verðugir arftakar Rúnars, en ég tel minnstar líkur á því að Heimir taki við KR,“ segir Logi Ólafsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Sjá meira