Ríkið fái auknar heimildir til að segja upp starfsfólki Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 24. september 2014 07:00 Stjórnarþingmenn vilja breytingar á lögunum um opinbera starfsmenn. Fréttablaðið/Stefán Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. „Ef ríkisstjórnin kemur ekki fram með slíkt frumvarp mun ég leggja það fram sjálfur,“ segir Guðlaugur. Hann segir að það verði að gera lögin um opinbera starfsmenn líkari þeim lögum sem gilda um starfsfólk á almenna markaðinum til þess að breytingar í kerfinu verði auðveldari, þar með taldar breytingar á starfsmannafjölda. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, segist lengi hafa verið talsmaður þess að lögunum um opinbera starfsmenn verði breytt svo það verði auðveldara fyrir opinberar stofnanir að segja upp starfsfólki. „Til að opinberi geirinn verði skilvirkur markaður þá verður að breyta starfsmannalögunum á þá lund að það sé hægt að segja upp starfsfólki á sama hátt og á almenna markaðnum. Eins og staðan er í dag er mjög erfitt, nánast ómögulegt að segja upp ríkisstarfsmönnum. Stofnanir sem eiga að skera niður verða að fá heimild til að segja upp fólki,“ segir Vigdís. Á morgunverðarfundi hjá Viðskiptaráði fyrir nokkrum dögum kom fram að opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um 29 prósent frá því um aldamót en á sama tímabili hefur starfsfólki á almenna markaðnum fjölgað um níu prósent. Frá því að hrunið varð árið 2008 hefur opinberum starfsmönnum þó fækkað um 2,7 prósent en á sama tíma hafa raunlaun þeirra hækkað um þrjú prósent, launakostnaður ríkisins hefur því staðið í stað.Guðlaugur Þór Þórðarsonfréttablaðið/vilhelmÁætlaður launakostnaður ríkisins á þessu ári eru 138 milljarðar króna eða 22 prósent af ríkisútgjöldunum. Hluti af tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar sneri að því að nýta mannauðinn betur og sameina stofnanir. En kallar það ekki á uppsagnir opinberra starfsmanna? „Það verður á einhvern hátt að hagræða,“ segir Vigdís. Guðlaugur Þór segir að það verði að fara yfir hvaða þjónustu ríkið eigi að veita og hvernig sé hægt að fá hana með sem skilvirkustum hætti. „Kerfið ver sig sjálft. Nokkrar af hagræðingartillögunum ganga út á að sameina stofnanir og fækka yfirmönnum. Þeir hafa hins vegar engan áhuga á því. Þeir sem hafa hagsmuni af óbreyttu kerfi eru í mjög sterkri stöðu,“ segir Guðlaugur Þór. Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. „Ef ríkisstjórnin kemur ekki fram með slíkt frumvarp mun ég leggja það fram sjálfur,“ segir Guðlaugur. Hann segir að það verði að gera lögin um opinbera starfsmenn líkari þeim lögum sem gilda um starfsfólk á almenna markaðinum til þess að breytingar í kerfinu verði auðveldari, þar með taldar breytingar á starfsmannafjölda. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, segist lengi hafa verið talsmaður þess að lögunum um opinbera starfsmenn verði breytt svo það verði auðveldara fyrir opinberar stofnanir að segja upp starfsfólki. „Til að opinberi geirinn verði skilvirkur markaður þá verður að breyta starfsmannalögunum á þá lund að það sé hægt að segja upp starfsfólki á sama hátt og á almenna markaðnum. Eins og staðan er í dag er mjög erfitt, nánast ómögulegt að segja upp ríkisstarfsmönnum. Stofnanir sem eiga að skera niður verða að fá heimild til að segja upp fólki,“ segir Vigdís. Á morgunverðarfundi hjá Viðskiptaráði fyrir nokkrum dögum kom fram að opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um 29 prósent frá því um aldamót en á sama tímabili hefur starfsfólki á almenna markaðnum fjölgað um níu prósent. Frá því að hrunið varð árið 2008 hefur opinberum starfsmönnum þó fækkað um 2,7 prósent en á sama tíma hafa raunlaun þeirra hækkað um þrjú prósent, launakostnaður ríkisins hefur því staðið í stað.Guðlaugur Þór Þórðarsonfréttablaðið/vilhelmÁætlaður launakostnaður ríkisins á þessu ári eru 138 milljarðar króna eða 22 prósent af ríkisútgjöldunum. Hluti af tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar sneri að því að nýta mannauðinn betur og sameina stofnanir. En kallar það ekki á uppsagnir opinberra starfsmanna? „Það verður á einhvern hátt að hagræða,“ segir Vigdís. Guðlaugur Þór segir að það verði að fara yfir hvaða þjónustu ríkið eigi að veita og hvernig sé hægt að fá hana með sem skilvirkustum hætti. „Kerfið ver sig sjálft. Nokkrar af hagræðingartillögunum ganga út á að sameina stofnanir og fækka yfirmönnum. Þeir hafa hins vegar engan áhuga á því. Þeir sem hafa hagsmuni af óbreyttu kerfi eru í mjög sterkri stöðu,“ segir Guðlaugur Þór.
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira