Innlent

Forsætisráðuneytið setur fyrirvara við varanleg mannvirki við Fjallsárlón

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bátsferðir innan um ískjaka njóta vinsælda. Myndin er frá Jökulsárlóni.
Bátsferðir innan um ískjaka njóta vinsælda. Myndin er frá Jökulsárlóni. Fréttablaðið/Valli
Forsætisráðuneytið segir í umsögn um tillögu að deiliskipulagi við Fjallsárlón að skoða þurfi hvort ekki sé verið að færast of mikið í fang í uppbyggingunni.

„Það er mat ráðuneytisins að leitast eigi við að vernda hina sérstöku náttúru lónsins og umhverfi þess,“ segir í umsögn forsætisráðuneytisins sem vill halda svæðinu sem mest óröskuðu.

„Ráðuneytið hefur fyrirvara gagnvart því að leyfa uppbyggingu varanlegra mannvirkja við Fjallsárlón,“ segir áfram í umsögninni þar sem jafnframt er gerð athugasemd við fjölda og staðsetningu stæða fyrir rútur og fólksbíla. Plan fyrir 100 bíla sé of stórt og rétt sé að takmarka það við 70 eða jafnvel 50 bíla.

„Þessu til viðbótar verður að telja að vel komi til álita að færa bílastæði og byggingarreit enn fjær lóninu til austurs nær þjóðvegi,“ segir einnig í umsögninni sem Hornfirðingar hyggjast ræða við fulltrúa ráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×