Stefnum að ánægjustund í hádeginu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2014 12:00 Víbrafónleikarinn Reynir Sigurðsson ætlar að kynna djass fyrir almenningi. Mynd/Úr einkasafni „Við ætlum að taka hátt í tíu lög, gamla standarda frá 1930 til 1950,“ segir Reynir Sigurðsson víbrafónleikari um efnisvalið á hádegistónleikum í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun, föstudag. Um nýja tónleikaröð er að ræða sem nefnist Jazz í hádeginu og Reynir ætlar að ríða á vaðið ásamt nokkrum félögum. Hann leiðir kvartett sem skipaður er Hauki Gröndal sem leikur á altsax og klarínett, Gunnari Hilmarssyni á rythmagítar og Leifi Gunnarssyni sem leikur á kontrabassa og er jafnframt listrænn stjórnandi dagskrárinnar. Leifur orðar það svo að kvartettinn muni „töfra fram tóna frá meisturum gullaldarinnar“. Eitt laganna sem leikið verður er Memories of you og Reynir á fallega sögu um það. „Louis Armstrong fór í stúdíó með hljómsveit sína 16. október 1930. Trommuleikarinn í þeirri sveit, Lionel Hampton, sá víbrafón úti í horni í stúdíóinu og gat ekki leynt áhuga sínum á hljóðfærinu og fór að spila þetta lag, Memories of you. Louis Armstrong varð svo hrifinn að hann bað Hampton að nota víbrafóninn í upptökunni og sagan segir að það hafi verið í fyrsta sinn sem víbrafónn var notaður í djassi.“ Hádegistónleikarnir í Gerðubergi standa frá 12.15 til 13. Hver efnisskrá verður flutt tvisvar, frumflutt á föstudegi og endurtekin á sunnudegi. Menning Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við ætlum að taka hátt í tíu lög, gamla standarda frá 1930 til 1950,“ segir Reynir Sigurðsson víbrafónleikari um efnisvalið á hádegistónleikum í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun, föstudag. Um nýja tónleikaröð er að ræða sem nefnist Jazz í hádeginu og Reynir ætlar að ríða á vaðið ásamt nokkrum félögum. Hann leiðir kvartett sem skipaður er Hauki Gröndal sem leikur á altsax og klarínett, Gunnari Hilmarssyni á rythmagítar og Leifi Gunnarssyni sem leikur á kontrabassa og er jafnframt listrænn stjórnandi dagskrárinnar. Leifur orðar það svo að kvartettinn muni „töfra fram tóna frá meisturum gullaldarinnar“. Eitt laganna sem leikið verður er Memories of you og Reynir á fallega sögu um það. „Louis Armstrong fór í stúdíó með hljómsveit sína 16. október 1930. Trommuleikarinn í þeirri sveit, Lionel Hampton, sá víbrafón úti í horni í stúdíóinu og gat ekki leynt áhuga sínum á hljóðfærinu og fór að spila þetta lag, Memories of you. Louis Armstrong varð svo hrifinn að hann bað Hampton að nota víbrafóninn í upptökunni og sagan segir að það hafi verið í fyrsta sinn sem víbrafónn var notaður í djassi.“ Hádegistónleikarnir í Gerðubergi standa frá 12.15 til 13. Hver efnisskrá verður flutt tvisvar, frumflutt á föstudegi og endurtekin á sunnudegi.
Menning Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira