Innlent

85 Suzuki-bílar innkallaðir

Freyr Bjarnason skrifar
Alls hafa 85 bifreiðar verið innkallaðar.
Alls hafa 85 bifreiðar verið innkallaðar.
Alls hafa 85 bifreiðar af tegundinni Suzuki Swift af árgerðinni 2014 verið innkallaðar.

Ástæðan er sú að hemlarör geta farið utan í vélarfestingu þar sem bilið þar á milli er of lítið og sökum víbrings frá vél. Í versta falli getur komið leki að hemlaröri.

Í tilkynningu á síðu Neytendastofu kemur fram að Suzuki bílar hf. hafi þegar byrjað að innkalla viðkomandi bifreiðar.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að verða við innkölluninni og leita til Suzuki bíla hf. varðandi frekari upplýsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×