Fundir í fjörunni urðu að framkvæmdum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2014 13:00 Hildigunnur, Bjarki og Claudia fundust í fjöru og duttu í djúpar samræður. Afrakstur þeirra pælinga er á sýningunni Eins og Eins. Fréttablaðið/Andri Marinó Karlsson „Hugmyndin að sýningunni kviknaði út frá heimspekilegum samræðum okkar á milli um hluti og uppruna þeirra. Öll verkin á sýningunni fjalla á einhvern hátt um slíkar skilgreiningar en við vinnum verkin hvert í sínu lagi,“ segir Hildigunnur Birgisdóttir. Hún er ein þremenninganna sem eiga verk á sýningunni Eins og Eins í Hverfisgalleríi sem verður opnuð í dag milli klukkan 17 og 19. Hinir eru Bjarki Bragason og Claudia Hausfeld. Þegar forvitnast er meira um hinar heimspekilegu vangaveltur listafólksins sem leiddu til sýningarinnar segir Hildigunnur. „Við fundumst í fjöru, nánar tiltekið á Gullströndinni sem er millistykkið milli Seltjarnarness og Reykjavíkur. Þar hófum við þessar umræður þegar við rákumst á ryðhrúgur, plast og glerdrasl sem hafði þó öll svipbrigði náttúrunnar. Eftir þetta fórum við nánast í pílagrímsferðir í fjöruna til áframhaldandi pælinga og sá staður varð heimili samræðna okkar. Þó er ekkert okkar að fjalla um þennan stað á sýningunni, heldur eiginleika hans. Út frá honum spruttu fram hugmyndir að verkum hjá hverju og einu og samræðan varð að framkvæmdum.“ Bjarki er með vídeóverk og teikningar á sýningunni, Hildigunnur með skúlptúra og Claudia með ljósmynd og þrívíð verk. Þau ætla að halda samræðu sinni áfram og taka þátt í ráðstefnunni Art in Translation í Háskóla Íslands 18. september. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Hugmyndin að sýningunni kviknaði út frá heimspekilegum samræðum okkar á milli um hluti og uppruna þeirra. Öll verkin á sýningunni fjalla á einhvern hátt um slíkar skilgreiningar en við vinnum verkin hvert í sínu lagi,“ segir Hildigunnur Birgisdóttir. Hún er ein þremenninganna sem eiga verk á sýningunni Eins og Eins í Hverfisgalleríi sem verður opnuð í dag milli klukkan 17 og 19. Hinir eru Bjarki Bragason og Claudia Hausfeld. Þegar forvitnast er meira um hinar heimspekilegu vangaveltur listafólksins sem leiddu til sýningarinnar segir Hildigunnur. „Við fundumst í fjöru, nánar tiltekið á Gullströndinni sem er millistykkið milli Seltjarnarness og Reykjavíkur. Þar hófum við þessar umræður þegar við rákumst á ryðhrúgur, plast og glerdrasl sem hafði þó öll svipbrigði náttúrunnar. Eftir þetta fórum við nánast í pílagrímsferðir í fjöruna til áframhaldandi pælinga og sá staður varð heimili samræðna okkar. Þó er ekkert okkar að fjalla um þennan stað á sýningunni, heldur eiginleika hans. Út frá honum spruttu fram hugmyndir að verkum hjá hverju og einu og samræðan varð að framkvæmdum.“ Bjarki er með vídeóverk og teikningar á sýningunni, Hildigunnur með skúlptúra og Claudia með ljósmynd og þrívíð verk. Þau ætla að halda samræðu sinni áfram og taka þátt í ráðstefnunni Art in Translation í Háskóla Íslands 18. september.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira