Lífið snýst um fiðluna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2014 13:30 "Við pössum að spila alltaf saman á nokkrum tónleikum á ári, hér og þar,“ segir Geirþrúður Ása. Fréttablaðið/Stefán „Við Julien kynntumst fyrst fyrir algera tilviljun sem Fulbright-styrkþegar, á ráðstefnu sem við vorum send á, hvort úr sinni áttinni. En byrjuðum að spila saman 2011,“ segir Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðluleikari sem ásamt Belganum Julien Beurms heldur tónleika í Hannesarholti annað kvöld klukkan 20. Þar spila þau fiðlusónötu númer 2 eftir Brahms, rúmenska dansa eftir Béla Bartók, spænska svítu eftir Manuel de Falla og fyrstu fiðlusónötu Ravels. Spurningu um hvort þau Julien séu par svarar Geirþrúður neitandi. „En við erum bestu vinir. Vorum saman með tónleika í mars í Harvard-háskólanum í Boston og komum svo aftur saman núna í ágúst. Við pössum að spila alltaf saman á nokkrum tónleikum á ári, hér og þar.“ Geirþrúður Ása var að flytja til Íslands eftir sex ára útivist og ætlar að byrja að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands í haust. „Mér finnst algerlega tímabært að koma heim,“ segir hún. „Sex ár eru dálítið langur tími.“ Þriggja ára var hún þegar byrjuð að læra á fiðluna – í Susuki-skólanum. „Svo hélt ég bara áfram. Þetta var algerlega það sem mig langaði að gera. Ég var spilandi alls staðar og er enn. Lífið snýst um fiðluna,“ segir hún glaðlega og kveðst hafa lokið námi frá Listaháskólanum 2008. „Ég var svo eitt ár í Vín og fór þaðan til Connecticut í Bandaríkjunum í skóla sem heitir Hartt School of Music.“ Geirþrúður Ása er dóttir Guðjóns Davíðs Jónssonar, grafísks hönnuðar, og Brynju Margeirsdóttur kennara. „Foreldrar mínir eru tónlistarunnendur og samtaka í að styðja við allt sem viðkemur listinni. Ég er heppin þar,“ segir Geirþrúður Ása. „Vonandi finnst þeim gaman að hlusta á mig æfa mig!“ Julien Beurms hóf píanónám sitt sjö ára gamall og útskrifaðist frá konunglega tónlistarskólanum í Mons undir handleiðslu Johans Schmidt og Yuka Izutsu með þrár meistaragráður í píanóleik, meðleik og kennslufræði. Julien bauðst að stunda nám við New England Conservatory hjá Victor Rosenbaum árið 2011 og hlaut námsstyrk frá Fulbright vegna námsins. Þá gegndi hann einnig aðstoðarkennarastöðu við New England Conservatory í Boston á meðan á námi stóð. Menning Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
„Við Julien kynntumst fyrst fyrir algera tilviljun sem Fulbright-styrkþegar, á ráðstefnu sem við vorum send á, hvort úr sinni áttinni. En byrjuðum að spila saman 2011,“ segir Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðluleikari sem ásamt Belganum Julien Beurms heldur tónleika í Hannesarholti annað kvöld klukkan 20. Þar spila þau fiðlusónötu númer 2 eftir Brahms, rúmenska dansa eftir Béla Bartók, spænska svítu eftir Manuel de Falla og fyrstu fiðlusónötu Ravels. Spurningu um hvort þau Julien séu par svarar Geirþrúður neitandi. „En við erum bestu vinir. Vorum saman með tónleika í mars í Harvard-háskólanum í Boston og komum svo aftur saman núna í ágúst. Við pössum að spila alltaf saman á nokkrum tónleikum á ári, hér og þar.“ Geirþrúður Ása var að flytja til Íslands eftir sex ára útivist og ætlar að byrja að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands í haust. „Mér finnst algerlega tímabært að koma heim,“ segir hún. „Sex ár eru dálítið langur tími.“ Þriggja ára var hún þegar byrjuð að læra á fiðluna – í Susuki-skólanum. „Svo hélt ég bara áfram. Þetta var algerlega það sem mig langaði að gera. Ég var spilandi alls staðar og er enn. Lífið snýst um fiðluna,“ segir hún glaðlega og kveðst hafa lokið námi frá Listaháskólanum 2008. „Ég var svo eitt ár í Vín og fór þaðan til Connecticut í Bandaríkjunum í skóla sem heitir Hartt School of Music.“ Geirþrúður Ása er dóttir Guðjóns Davíðs Jónssonar, grafísks hönnuðar, og Brynju Margeirsdóttur kennara. „Foreldrar mínir eru tónlistarunnendur og samtaka í að styðja við allt sem viðkemur listinni. Ég er heppin þar,“ segir Geirþrúður Ása. „Vonandi finnst þeim gaman að hlusta á mig æfa mig!“ Julien Beurms hóf píanónám sitt sjö ára gamall og útskrifaðist frá konunglega tónlistarskólanum í Mons undir handleiðslu Johans Schmidt og Yuka Izutsu með þrár meistaragráður í píanóleik, meðleik og kennslufræði. Julien bauðst að stunda nám við New England Conservatory hjá Victor Rosenbaum árið 2011 og hlaut námsstyrk frá Fulbright vegna námsins. Þá gegndi hann einnig aðstoðarkennarastöðu við New England Conservatory í Boston á meðan á námi stóð.
Menning Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira