Aðeins líflegri og frjálsari en áður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2014 11:00 Ragnar blandar saman skúlptúr og málverki í list sinni. Fréttablaðið/Arnþór „Ég er í miðri uppsetningu og enn að ákveða hvað ég er að gera,“ segir Ragnar Jónsson myndlistarmaður hlæjandi, þar sem hann er staddur í galleríinu Þoku á Laugavegi 25. Hann opnar myndlistarsýningu þar í dag klukkan 16. Ragnar blandar saman skúlptúr og málverki. „Ég vinn með málningu sem efni sem ég beygi, brýt og sker niður. Þeir sem hafa fylgst með sýningum mínum þekkja það en núna er ég með nýjar útgáfur, aðeins líflegri og frjálsari,“ segir hann. Ragnar er fertugur, uppalinn Reykvíkingur en hefur búið í Skotlandi síðustu ár. Útskrifaðist úr meistaranámi frá Glasgow School of Art árið 2008 og hefur starfað í Glasgow síðan, bæði sjálfstætt og fyrir aðra myndlistarmenn. Skyldi vera auðvelt að lifa af listinni þar? „Já, skoska listaráðið er öflugt og sér um styrkveitingar bæði til safna og gallería. Þetta mundi ekki ganga öðruvísi. Það kaupir enginn myndlist í Skotlandi. Þar snýst allt um sýningar en ekki sölu sem er í sjálfu sér fínt upp á myndlistina að gera. Þá er fólk ekki að elta peninga, bara að búa til myndlist og setja upp metnaðarfullar sýningar.“ Ragnar hefur þurft að setja listaverkin sín saman að nokkru leyti eftir að hann kom til landsins. „Þetta er hálfgert origami hjá mér,“ segir hann glaðlega. „Innflutningur á list hingað er dýr og því verður maður að vera svolítið sniðugur.“ Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Ég er í miðri uppsetningu og enn að ákveða hvað ég er að gera,“ segir Ragnar Jónsson myndlistarmaður hlæjandi, þar sem hann er staddur í galleríinu Þoku á Laugavegi 25. Hann opnar myndlistarsýningu þar í dag klukkan 16. Ragnar blandar saman skúlptúr og málverki. „Ég vinn með málningu sem efni sem ég beygi, brýt og sker niður. Þeir sem hafa fylgst með sýningum mínum þekkja það en núna er ég með nýjar útgáfur, aðeins líflegri og frjálsari,“ segir hann. Ragnar er fertugur, uppalinn Reykvíkingur en hefur búið í Skotlandi síðustu ár. Útskrifaðist úr meistaranámi frá Glasgow School of Art árið 2008 og hefur starfað í Glasgow síðan, bæði sjálfstætt og fyrir aðra myndlistarmenn. Skyldi vera auðvelt að lifa af listinni þar? „Já, skoska listaráðið er öflugt og sér um styrkveitingar bæði til safna og gallería. Þetta mundi ekki ganga öðruvísi. Það kaupir enginn myndlist í Skotlandi. Þar snýst allt um sýningar en ekki sölu sem er í sjálfu sér fínt upp á myndlistina að gera. Þá er fólk ekki að elta peninga, bara að búa til myndlist og setja upp metnaðarfullar sýningar.“ Ragnar hefur þurft að setja listaverkin sín saman að nokkru leyti eftir að hann kom til landsins. „Þetta er hálfgert origami hjá mér,“ segir hann glaðlega. „Innflutningur á list hingað er dýr og því verður maður að vera svolítið sniðugur.“
Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira