Svona er reynt að svindla á Íslendingum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 14. ágúst 2014 00:01 Ef tíðindi, sem eru of góð til að trúa þeim, berast frá óþekktum aðila, jafnvel á tölvuþýddri íslensku, þá ber heldur ekki að trúa þeim. Eins getur verið gott að gjalda varhug við hjálparákalli þótt það komi frá kunnuglegu netfangi. fréttablaðið/vilhelm Ófáir Íslendingar hafa fengið tölvupóst, símaskilaboð eða jafnvel símhringingu þar sem þeim eru boðin hagstæð lán, kaup eða þeim tjáð þau tíðindi að þeim hafi hlotnast gríðarlegir fjármunir. Undantekningalaust hangir ljótur leikur á spýtunni svo best er að hunsa öll erindi af þessari gerð, segir upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en því miður hafa málefni nokkurra sem bitu á agnið lent þar. Oftast er þó ógjörningur að ná fé sem eitt sinn hefur verið sent á reikning erlendis. Svikahrapparnir beita ýmsum brögðum og hér verða tekin saman þau algengustu. Það nýjasta gæti verið nokkuð sannfærandi ef ekki væri fyrir textann sem svo oft er greinilega unninn af þýðingamaskínu Google. Hér að neðan má sjá sjö algengustu bellibrögðin í bókinni.Vísir/Valli1. Lottó eða happdrættisvinningur Viðtakanda er tilkynnt að hann hafi unnið fyrsta vinning sem sé himinhá fjárhæð. Sendandinn segist nú þurfa upplýsingar til að koma peningunum til viðtakandans. Þannig komast óprúttnir yfir mikilvægar upplýsingar. Stundum er einnig farið fram á greiðslu sem sé nauðsynleg til að losa um vinninginn.2. Aðstoð við tölvuvírusa Með því að bjóða vírusvörn og þjónustu henni tengda geta óprúttnir komist yfir kortanúmer og auðvitað er vírusvörnin spuni frá rótum.3. Arfur Viðtakandi fær þær fregnir að fjarskyldur ættingi, sem ber jafnvel sama föðurnafn og hann, hafi látist. Nú verði viðtakandinn að gefa upplýsingar til að geta tekið við arfinum sem hans bíði og jafnvel reiða fram fé til að losa um hann.4. Leiga á íbúðum Flottar íbúðir eru boðnar til leigu á hlægilega lágu verði. Þegar búið er að borga staðfestingargjald kemur í ljós að þær voru aldrei til leigu.5. Lán á kjarakjörum Sömuleiðis getur viðtakanda borist auglýsing um lán á afar hagstæðum kjörum. Þegar hinn óprúttni hefur fengið fé og upplýsingar kemur svo í ljós að lánið stóð aldrei til boða.6. Bíll til sölu Sendandinn beitir allri sinni skáldagáfu til að prjóna ástæður fyrir því að hann geti ekki sýnt bílinn sem sé til sölu á afar hagstæðu verði. Sendandinn er vissulega erlendis svo það þarf að senda honum peninginn.7. Nýjasta bellibragðið. Nýverið hefur borið á því, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að þrjótar brjótist inn í tölvur og sendi frá netfangi tölvueigandans póst á alla þá sem vistaðir eru í tenglaskránni. Pósturinn er oftast ákall um hjálp þar sem eigandi netfangsins segist hafa verið rændur og sé því strandaglópur á erlendum flugvelli. Hann þarf því aur til að komast heim. Viðtakandinn fær sem sagt póst frá einhverjum sem hann þekkir, með falskri hjálparbeiðni þar sem hann er beðinn að senda pening á ákveðinn reikning sem síðan er í eigu svikahrappsins sem braust inn í tölvuna. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Ófáir Íslendingar hafa fengið tölvupóst, símaskilaboð eða jafnvel símhringingu þar sem þeim eru boðin hagstæð lán, kaup eða þeim tjáð þau tíðindi að þeim hafi hlotnast gríðarlegir fjármunir. Undantekningalaust hangir ljótur leikur á spýtunni svo best er að hunsa öll erindi af þessari gerð, segir upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en því miður hafa málefni nokkurra sem bitu á agnið lent þar. Oftast er þó ógjörningur að ná fé sem eitt sinn hefur verið sent á reikning erlendis. Svikahrapparnir beita ýmsum brögðum og hér verða tekin saman þau algengustu. Það nýjasta gæti verið nokkuð sannfærandi ef ekki væri fyrir textann sem svo oft er greinilega unninn af þýðingamaskínu Google. Hér að neðan má sjá sjö algengustu bellibrögðin í bókinni.Vísir/Valli1. Lottó eða happdrættisvinningur Viðtakanda er tilkynnt að hann hafi unnið fyrsta vinning sem sé himinhá fjárhæð. Sendandinn segist nú þurfa upplýsingar til að koma peningunum til viðtakandans. Þannig komast óprúttnir yfir mikilvægar upplýsingar. Stundum er einnig farið fram á greiðslu sem sé nauðsynleg til að losa um vinninginn.2. Aðstoð við tölvuvírusa Með því að bjóða vírusvörn og þjónustu henni tengda geta óprúttnir komist yfir kortanúmer og auðvitað er vírusvörnin spuni frá rótum.3. Arfur Viðtakandi fær þær fregnir að fjarskyldur ættingi, sem ber jafnvel sama föðurnafn og hann, hafi látist. Nú verði viðtakandinn að gefa upplýsingar til að geta tekið við arfinum sem hans bíði og jafnvel reiða fram fé til að losa um hann.4. Leiga á íbúðum Flottar íbúðir eru boðnar til leigu á hlægilega lágu verði. Þegar búið er að borga staðfestingargjald kemur í ljós að þær voru aldrei til leigu.5. Lán á kjarakjörum Sömuleiðis getur viðtakanda borist auglýsing um lán á afar hagstæðum kjörum. Þegar hinn óprúttni hefur fengið fé og upplýsingar kemur svo í ljós að lánið stóð aldrei til boða.6. Bíll til sölu Sendandinn beitir allri sinni skáldagáfu til að prjóna ástæður fyrir því að hann geti ekki sýnt bílinn sem sé til sölu á afar hagstæðu verði. Sendandinn er vissulega erlendis svo það þarf að senda honum peninginn.7. Nýjasta bellibragðið. Nýverið hefur borið á því, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að þrjótar brjótist inn í tölvur og sendi frá netfangi tölvueigandans póst á alla þá sem vistaðir eru í tenglaskránni. Pósturinn er oftast ákall um hjálp þar sem eigandi netfangsins segist hafa verið rændur og sé því strandaglópur á erlendum flugvelli. Hann þarf því aur til að komast heim. Viðtakandinn fær sem sagt póst frá einhverjum sem hann þekkir, með falskri hjálparbeiðni þar sem hann er beðinn að senda pening á ákveðinn reikning sem síðan er í eigu svikahrappsins sem braust inn í tölvuna.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira