Svona er reynt að svindla á Íslendingum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 14. ágúst 2014 00:01 Ef tíðindi, sem eru of góð til að trúa þeim, berast frá óþekktum aðila, jafnvel á tölvuþýddri íslensku, þá ber heldur ekki að trúa þeim. Eins getur verið gott að gjalda varhug við hjálparákalli þótt það komi frá kunnuglegu netfangi. fréttablaðið/vilhelm Ófáir Íslendingar hafa fengið tölvupóst, símaskilaboð eða jafnvel símhringingu þar sem þeim eru boðin hagstæð lán, kaup eða þeim tjáð þau tíðindi að þeim hafi hlotnast gríðarlegir fjármunir. Undantekningalaust hangir ljótur leikur á spýtunni svo best er að hunsa öll erindi af þessari gerð, segir upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en því miður hafa málefni nokkurra sem bitu á agnið lent þar. Oftast er þó ógjörningur að ná fé sem eitt sinn hefur verið sent á reikning erlendis. Svikahrapparnir beita ýmsum brögðum og hér verða tekin saman þau algengustu. Það nýjasta gæti verið nokkuð sannfærandi ef ekki væri fyrir textann sem svo oft er greinilega unninn af þýðingamaskínu Google. Hér að neðan má sjá sjö algengustu bellibrögðin í bókinni.Vísir/Valli1. Lottó eða happdrættisvinningur Viðtakanda er tilkynnt að hann hafi unnið fyrsta vinning sem sé himinhá fjárhæð. Sendandinn segist nú þurfa upplýsingar til að koma peningunum til viðtakandans. Þannig komast óprúttnir yfir mikilvægar upplýsingar. Stundum er einnig farið fram á greiðslu sem sé nauðsynleg til að losa um vinninginn.2. Aðstoð við tölvuvírusa Með því að bjóða vírusvörn og þjónustu henni tengda geta óprúttnir komist yfir kortanúmer og auðvitað er vírusvörnin spuni frá rótum.3. Arfur Viðtakandi fær þær fregnir að fjarskyldur ættingi, sem ber jafnvel sama föðurnafn og hann, hafi látist. Nú verði viðtakandinn að gefa upplýsingar til að geta tekið við arfinum sem hans bíði og jafnvel reiða fram fé til að losa um hann.4. Leiga á íbúðum Flottar íbúðir eru boðnar til leigu á hlægilega lágu verði. Þegar búið er að borga staðfestingargjald kemur í ljós að þær voru aldrei til leigu.5. Lán á kjarakjörum Sömuleiðis getur viðtakanda borist auglýsing um lán á afar hagstæðum kjörum. Þegar hinn óprúttni hefur fengið fé og upplýsingar kemur svo í ljós að lánið stóð aldrei til boða.6. Bíll til sölu Sendandinn beitir allri sinni skáldagáfu til að prjóna ástæður fyrir því að hann geti ekki sýnt bílinn sem sé til sölu á afar hagstæðu verði. Sendandinn er vissulega erlendis svo það þarf að senda honum peninginn.7. Nýjasta bellibragðið. Nýverið hefur borið á því, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að þrjótar brjótist inn í tölvur og sendi frá netfangi tölvueigandans póst á alla þá sem vistaðir eru í tenglaskránni. Pósturinn er oftast ákall um hjálp þar sem eigandi netfangsins segist hafa verið rændur og sé því strandaglópur á erlendum flugvelli. Hann þarf því aur til að komast heim. Viðtakandinn fær sem sagt póst frá einhverjum sem hann þekkir, með falskri hjálparbeiðni þar sem hann er beðinn að senda pening á ákveðinn reikning sem síðan er í eigu svikahrappsins sem braust inn í tölvuna. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Ófáir Íslendingar hafa fengið tölvupóst, símaskilaboð eða jafnvel símhringingu þar sem þeim eru boðin hagstæð lán, kaup eða þeim tjáð þau tíðindi að þeim hafi hlotnast gríðarlegir fjármunir. Undantekningalaust hangir ljótur leikur á spýtunni svo best er að hunsa öll erindi af þessari gerð, segir upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en því miður hafa málefni nokkurra sem bitu á agnið lent þar. Oftast er þó ógjörningur að ná fé sem eitt sinn hefur verið sent á reikning erlendis. Svikahrapparnir beita ýmsum brögðum og hér verða tekin saman þau algengustu. Það nýjasta gæti verið nokkuð sannfærandi ef ekki væri fyrir textann sem svo oft er greinilega unninn af þýðingamaskínu Google. Hér að neðan má sjá sjö algengustu bellibrögðin í bókinni.Vísir/Valli1. Lottó eða happdrættisvinningur Viðtakanda er tilkynnt að hann hafi unnið fyrsta vinning sem sé himinhá fjárhæð. Sendandinn segist nú þurfa upplýsingar til að koma peningunum til viðtakandans. Þannig komast óprúttnir yfir mikilvægar upplýsingar. Stundum er einnig farið fram á greiðslu sem sé nauðsynleg til að losa um vinninginn.2. Aðstoð við tölvuvírusa Með því að bjóða vírusvörn og þjónustu henni tengda geta óprúttnir komist yfir kortanúmer og auðvitað er vírusvörnin spuni frá rótum.3. Arfur Viðtakandi fær þær fregnir að fjarskyldur ættingi, sem ber jafnvel sama föðurnafn og hann, hafi látist. Nú verði viðtakandinn að gefa upplýsingar til að geta tekið við arfinum sem hans bíði og jafnvel reiða fram fé til að losa um hann.4. Leiga á íbúðum Flottar íbúðir eru boðnar til leigu á hlægilega lágu verði. Þegar búið er að borga staðfestingargjald kemur í ljós að þær voru aldrei til leigu.5. Lán á kjarakjörum Sömuleiðis getur viðtakanda borist auglýsing um lán á afar hagstæðum kjörum. Þegar hinn óprúttni hefur fengið fé og upplýsingar kemur svo í ljós að lánið stóð aldrei til boða.6. Bíll til sölu Sendandinn beitir allri sinni skáldagáfu til að prjóna ástæður fyrir því að hann geti ekki sýnt bílinn sem sé til sölu á afar hagstæðu verði. Sendandinn er vissulega erlendis svo það þarf að senda honum peninginn.7. Nýjasta bellibragðið. Nýverið hefur borið á því, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að þrjótar brjótist inn í tölvur og sendi frá netfangi tölvueigandans póst á alla þá sem vistaðir eru í tenglaskránni. Pósturinn er oftast ákall um hjálp þar sem eigandi netfangsins segist hafa verið rændur og sé því strandaglópur á erlendum flugvelli. Hann þarf því aur til að komast heim. Viðtakandinn fær sem sagt póst frá einhverjum sem hann þekkir, með falskri hjálparbeiðni þar sem hann er beðinn að senda pening á ákveðinn reikning sem síðan er í eigu svikahrappsins sem braust inn í tölvuna.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira