Lífið

Þýskur einkahúmor opinberaður

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hér eru drengirnir úr Áttunni, þeir Egill Ploder Ottóson, Nökkvi Fjalar Orrason og Róbert Úlfarsson, ásamt Lárusi Erni Arnarsyni taktasmið og Inga Þór Garðarssyni framleiðanda.
Hér eru drengirnir úr Áttunni, þeir Egill Ploder Ottóson, Nökkvi Fjalar Orrason og Róbert Úlfarsson, ásamt Lárusi Erni Arnarsyni taktasmið og Inga Þór Garðarssyni framleiðanda. vísir/vilhelm
„Þetta er skemmtilegt grínlag á þýsku sem er eiginlega nettur einkahúmor,“ segir Egill Ploder Ottósson, einn umsjónarmanna sjónvarpsþáttarins Áttunnar á Bravó, en hann, ásamt Nökkva Fjalari Orrasyni og Róberti Úlfarssyni, er að senda frá sér sitt fyrsta lag.

Lagið er eins og fyrr segir á þýsku en tveir af umsjónarmönnum þáttarins eru miklir þýskuunnendur. „Við kunnum ekki mikið í þýsku en ég og Nökkvi tölum mikið saman á þýsku, sem er rosa fyndið því að Róbert skilur ekki orð í þýsku og verður oft pirraður þegar við tölum of mikla þýsku,“ segir Egill og hlær.

Þýski textinn er í raun um þessa þýskustríðni Egils og Nökkva í garð Róberts og mikill einkahúmor. Lagið er nánast tilbúið og fengu þeir félagar strákana í StopWaitGo til þess að hljóðblanda lagið.

Til þess að fullkomna þýskublæinn eru piltarnir á leið til Þýskalands til þess að drekka í sig þýska menningu og taka upp myndband. „Við fengum Icelandair í lið með okkur og erum að fara til München um helgina og verðum þar í tvo daga að taka upp myndbönd, meðal annars tónlistarmyndband við þýska lagið,“ bætir Egill við.

Gert er ráð fyrir að lagið og myndbandið verið fullklárað undir lok mánaðarins. „Við hlökkum til þess að sjá hvað fólki finnst, þetta verður hressandi lag.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×