Örlátur á eigin verk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2014 12:00 Mér finnst eignarhald á menningu ekkert sniðugt,“ segir Bragi Páll. Fréttablaðið/Anton „Ég vil að fólk geti nálgast ljóðin mín óhindrað,“ segir ljóðskáldið Bragi Páll Sigurðarson sem hefur ákveðið að gefa pdf á netinu af ljóðabókum sínum, Fullkominni ljóðabók og Holdi. Þær komu út fyrir jólin 2012 og 2013 og sú fyrrnefnda olli talsverðu umtali vegna umdeilds ljóðs um Davíð Oddsson. Bækurnar eru báðar uppseldar í bókabúðum og bara nokkur eintök til hjá söfnum. „Það virðist vera áhugi fyrir bókunum en það stendur ekki til að prenta þær aftur,“ segir Bragi Páll, sem kveðst hafa verið að senda fólki bækurnar í netpósti en það sé alltof mikil vinna. „Ég set þær þannig upp að þær verði til niðurhals til frambúðar. Ljóð eru nógu lítið lesin þótt maður sé ekki að flækja aðgengi að þeim fyrir fólki. Nú getur fólk fengið sér eins margar bækur og það vill.“ Bragi Páll kveðst hafa þá sýn að eftir að hann sé búinn að gefa eitthvað út séu verkin ekki lengur hans eign. Fólki sé jafnvel frjálst að breyta ljóðunum og gera við þau það sem það vill. „Mér finnst eignarhald á menningu ekkert sniðugt.“ Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég vil að fólk geti nálgast ljóðin mín óhindrað,“ segir ljóðskáldið Bragi Páll Sigurðarson sem hefur ákveðið að gefa pdf á netinu af ljóðabókum sínum, Fullkominni ljóðabók og Holdi. Þær komu út fyrir jólin 2012 og 2013 og sú fyrrnefnda olli talsverðu umtali vegna umdeilds ljóðs um Davíð Oddsson. Bækurnar eru báðar uppseldar í bókabúðum og bara nokkur eintök til hjá söfnum. „Það virðist vera áhugi fyrir bókunum en það stendur ekki til að prenta þær aftur,“ segir Bragi Páll, sem kveðst hafa verið að senda fólki bækurnar í netpósti en það sé alltof mikil vinna. „Ég set þær þannig upp að þær verði til niðurhals til frambúðar. Ljóð eru nógu lítið lesin þótt maður sé ekki að flækja aðgengi að þeim fyrir fólki. Nú getur fólk fengið sér eins margar bækur og það vill.“ Bragi Páll kveðst hafa þá sýn að eftir að hann sé búinn að gefa eitthvað út séu verkin ekki lengur hans eign. Fólki sé jafnvel frjálst að breyta ljóðunum og gera við þau það sem það vill. „Mér finnst eignarhald á menningu ekkert sniðugt.“
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira