Aðgerðirnar hafa áhrif á öll heimili á Íslandi Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 9. ágúst 2014 06:00 Gagngerar breytingar verða lagðar til á skipan húsnæðismála á haustþingi. Fréttablaðið/Vilhelm Húsnæðismál „Þetta eru einhverjar viðamestu breytingar sem ráðist hefur verið í í húnæðismálum hér á landi. Þegar þær hafa að fullu komið til framkvæmda hafa þær áhrif á hvert einasta heimili í landinu,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. Eyglóar eru í smíðum nokkur frumvörp sem varða húsnæðismarkaðinn hér á landi og stefnir ráðherra að því að leggja þau fram á haust- og vorþingi. Frumvörpin verða byggð á skýrslu nefndar um framtíðarskipan húsnæðismála hér á landi. Íbúðalánasjóður verður lagður af í núverandi mynd, honum verður skipt upp. Sett verða á laggirnar sérstök húsnæðislánafélög þar sem félögin mega eingöngu lána til húsnæðiskaupa og eiga þau að fjármagna útlán með útgáfu sértryggðra húsnæðisverðskuldabréfa. Lánasafn Íbúðalánasjóðs verður látið renna út en núverandi lántakendur sjóðsins eiga að fá þjónustu frá sérstöku húsnæðislánafélagi. Eygló segir að hún stefni að því að hér á landi verði virkur leigumarkaður svo fólk hafi val um hvort það eigi húsnæði eða leigi það. „Við ætlum að sameina vaxtabætur og húsaleigubætur í eitt húsnæðisbótakerfi. Eftir það miðast stuðningurinn við efnahag en ekki búsetuform,“ segir Eygló og bætir við að hún telji þetta stórt skref fram á við. Þá á að setja ný lög um leigumarkaðinn. „Eitt af því sem vantar að skilgreina hér á landi er hvað telst langtímahúsaleiga,“ segir ráðherra og bætir við að það verði að búa til hvata svo fólk geti leigt til lengri tíma. Slíkt verði gert með því að bæta á sama tíma stöðu leigjenda og leigusala. Eygló segir að ekki hafi verið rætt sérstaklega að setja þak á leiguverð. „Breytingar á húsnæðisbótakerfinu eiga að koma til móts við þá sem eru á leigumarkaði,“ segir Eygló. Lagt verður til að fjölga íbúðum félaga sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Rætt hefur verið um að lækka fjármagnstekjuskatt á tekjur af útleigu íbúðarhúsnæðis um helming, eða úr 20 prósentum í tíu prósent. Þá á að endurskoða lög um húsnæðissamvinnufélög með það að markmiði að starfsemi þeirra verði efld svo þau styðji enn betur við nýtt framtíðarskipulag húsnæðismála. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
Húsnæðismál „Þetta eru einhverjar viðamestu breytingar sem ráðist hefur verið í í húnæðismálum hér á landi. Þegar þær hafa að fullu komið til framkvæmda hafa þær áhrif á hvert einasta heimili í landinu,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. Eyglóar eru í smíðum nokkur frumvörp sem varða húsnæðismarkaðinn hér á landi og stefnir ráðherra að því að leggja þau fram á haust- og vorþingi. Frumvörpin verða byggð á skýrslu nefndar um framtíðarskipan húsnæðismála hér á landi. Íbúðalánasjóður verður lagður af í núverandi mynd, honum verður skipt upp. Sett verða á laggirnar sérstök húsnæðislánafélög þar sem félögin mega eingöngu lána til húsnæðiskaupa og eiga þau að fjármagna útlán með útgáfu sértryggðra húsnæðisverðskuldabréfa. Lánasafn Íbúðalánasjóðs verður látið renna út en núverandi lántakendur sjóðsins eiga að fá þjónustu frá sérstöku húsnæðislánafélagi. Eygló segir að hún stefni að því að hér á landi verði virkur leigumarkaður svo fólk hafi val um hvort það eigi húsnæði eða leigi það. „Við ætlum að sameina vaxtabætur og húsaleigubætur í eitt húsnæðisbótakerfi. Eftir það miðast stuðningurinn við efnahag en ekki búsetuform,“ segir Eygló og bætir við að hún telji þetta stórt skref fram á við. Þá á að setja ný lög um leigumarkaðinn. „Eitt af því sem vantar að skilgreina hér á landi er hvað telst langtímahúsaleiga,“ segir ráðherra og bætir við að það verði að búa til hvata svo fólk geti leigt til lengri tíma. Slíkt verði gert með því að bæta á sama tíma stöðu leigjenda og leigusala. Eygló segir að ekki hafi verið rætt sérstaklega að setja þak á leiguverð. „Breytingar á húsnæðisbótakerfinu eiga að koma til móts við þá sem eru á leigumarkaði,“ segir Eygló. Lagt verður til að fjölga íbúðum félaga sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Rætt hefur verið um að lækka fjármagnstekjuskatt á tekjur af útleigu íbúðarhúsnæðis um helming, eða úr 20 prósentum í tíu prósent. Þá á að endurskoða lög um húsnæðissamvinnufélög með það að markmiði að starfsemi þeirra verði efld svo þau styðji enn betur við nýtt framtíðarskipulag húsnæðismála.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira