Byrjuðum á að bretta upp ermarnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. ágúst 2014 16:00 Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness, Ingunn og Högni. „Við byrjuðum á því að bretta upp ermarnar. Það hafði ekki verið búið í húsinu í mörg ár svo af mörgu var að taka. Fyrst fengum við fagmenn í glugga og þak en gerðum sjálf það sem við réðum við,“ segir Ingunn Benediktsdóttir um húsið að Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi sem byggt var af þjóðinni yfir Jóhannes Kjarval listmálara á sjöunda áratugnum. Hún og maður hennar, Högni Óskarsson, keyptu það árið 1991 í mikilli niðurníðslu.1991 Fyrir endurbæturnar.„Við vissum alltaf af húsinu, höfðum hlaupið fram hjá því og hjólað á námsárunum. Svo þegar við sáum það auglýst stukkum við á það en maðurinn minn segir að svona dæmi sé bara fyrir geðlækna,“ segir hún hlæjandi. Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt teiknaði húsið, Seðlabankinn átti lóðina, ríkið byggði og Kjarval lagði fram sjóð – ekkert var til sparað.:2014 Svona er húsið núna.„Kjarval var ánægður með staðsetninguna en orðinn áttræður þegar hafist var handa og upp úr því fór heilsa hans að bila. Þegar honum voru afhentir lyklarnir gerði hann sig máttlausan á stigapallinum, hljóp út í leigubíl, týndi lyklinum og kom aldrei hingað aftur. Miðað við húsakynnin sem hann hafði búið í var þetta auðvitað stórt og mikið,“ lýsir Ingunn. Hún segir þess gætt að breyta ekki arkitektúrnum en fyrirhuguð vinnustofa meistarans hafi verið gerð að stofu, borðstofu og sjónvarpsstofu. „Það er dásamlegt að búa hér,“ segir hún, „friður og fegurð.“ Menning Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Við byrjuðum á því að bretta upp ermarnar. Það hafði ekki verið búið í húsinu í mörg ár svo af mörgu var að taka. Fyrst fengum við fagmenn í glugga og þak en gerðum sjálf það sem við réðum við,“ segir Ingunn Benediktsdóttir um húsið að Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi sem byggt var af þjóðinni yfir Jóhannes Kjarval listmálara á sjöunda áratugnum. Hún og maður hennar, Högni Óskarsson, keyptu það árið 1991 í mikilli niðurníðslu.1991 Fyrir endurbæturnar.„Við vissum alltaf af húsinu, höfðum hlaupið fram hjá því og hjólað á námsárunum. Svo þegar við sáum það auglýst stukkum við á það en maðurinn minn segir að svona dæmi sé bara fyrir geðlækna,“ segir hún hlæjandi. Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt teiknaði húsið, Seðlabankinn átti lóðina, ríkið byggði og Kjarval lagði fram sjóð – ekkert var til sparað.:2014 Svona er húsið núna.„Kjarval var ánægður með staðsetninguna en orðinn áttræður þegar hafist var handa og upp úr því fór heilsa hans að bila. Þegar honum voru afhentir lyklarnir gerði hann sig máttlausan á stigapallinum, hljóp út í leigubíl, týndi lyklinum og kom aldrei hingað aftur. Miðað við húsakynnin sem hann hafði búið í var þetta auðvitað stórt og mikið,“ lýsir Ingunn. Hún segir þess gætt að breyta ekki arkitektúrnum en fyrirhuguð vinnustofa meistarans hafi verið gerð að stofu, borðstofu og sjónvarpsstofu. „Það er dásamlegt að búa hér,“ segir hún, „friður og fegurð.“
Menning Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“