Burðast með gamla harmóníkuvél og stóran þrífót Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. júlí 2014 14:00 Jóna Þorvaldsdóttir. "Mér finnst ánægjulegt að geta unnið ljósmyndir eins og tíðkaðist á upphafstímum ljósmyndunar.“ Mynd/úr einkasafni Augnablik í tíma nefnist ljósmyndasýning sem ljósmyndarinn Jóna Þorvaldsdóttir opnar í Galleríi Ófeigi á Skólavörðustíg á laugardaginn. Jóna er þekkt fyrir að nota sígildar ljósmyndunaraðferðir við gerð verka sinna, aðferðir sem voru vinsælar á upphafstímum ljósmyndunar. Auk hinnar hefðbundnu silfur-gelatín-prentunar notar Jóna platínum-palladíum-aðferðina og bromoil-blektækni og nýtur þar töluverðrar sérstöðu hér á landi. „Ég læt mig hafa það að burðast með níðþunga og stóra, gamla blaðfilmuvél, þessa með „harmóníkunni“, og svo fer maður undir teppi til að fókusa. Auk þess fer ég með stóran þrífót og filmuhulstur út í náttúruna til þess að fanga myndefni sem ég heillast af. Svo gerast óvæntir hlutir í myrkraherberginu og mér finnst ánægjulegt að geta unnið ljósmyndir eins og tíðkaðist á upphafstímum ljósmyndunar.“ Á sýningunni Augnablik í tíma sýnir Jóna platínum-palladíum- og silfur-gelatín-ljósmyndir frá Íslandi, meðal annars frá Ströndum og Gálgahrauni. Margar myndanna tók hún á gamla blaðfilmuvél. Filmurnar framkallar hún í bökkum og kontaktprentar ljósmyndirnar á bómullarpappír undir útfjólubláu ljósi eða sólarljósi. Jóna segist hafa gaman af því að velta fyrir sér formum og furðuverum sem myndast í náttúrunni og geti á einu augnabliki breyst og horfið. Sýningin er opin á verslunartíma alla virka daga til 27. ágúst. Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Augnablik í tíma nefnist ljósmyndasýning sem ljósmyndarinn Jóna Þorvaldsdóttir opnar í Galleríi Ófeigi á Skólavörðustíg á laugardaginn. Jóna er þekkt fyrir að nota sígildar ljósmyndunaraðferðir við gerð verka sinna, aðferðir sem voru vinsælar á upphafstímum ljósmyndunar. Auk hinnar hefðbundnu silfur-gelatín-prentunar notar Jóna platínum-palladíum-aðferðina og bromoil-blektækni og nýtur þar töluverðrar sérstöðu hér á landi. „Ég læt mig hafa það að burðast með níðþunga og stóra, gamla blaðfilmuvél, þessa með „harmóníkunni“, og svo fer maður undir teppi til að fókusa. Auk þess fer ég með stóran þrífót og filmuhulstur út í náttúruna til þess að fanga myndefni sem ég heillast af. Svo gerast óvæntir hlutir í myrkraherberginu og mér finnst ánægjulegt að geta unnið ljósmyndir eins og tíðkaðist á upphafstímum ljósmyndunar.“ Á sýningunni Augnablik í tíma sýnir Jóna platínum-palladíum- og silfur-gelatín-ljósmyndir frá Íslandi, meðal annars frá Ströndum og Gálgahrauni. Margar myndanna tók hún á gamla blaðfilmuvél. Filmurnar framkallar hún í bökkum og kontaktprentar ljósmyndirnar á bómullarpappír undir útfjólubláu ljósi eða sólarljósi. Jóna segist hafa gaman af því að velta fyrir sér formum og furðuverum sem myndast í náttúrunni og geti á einu augnabliki breyst og horfið. Sýningin er opin á verslunartíma alla virka daga til 27. ágúst.
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira