Ekki týnast í Herjólfsdal Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. júlí 2014 10:00 Strákarnir í Blendin, þeir Davíð Örn Símonarson, Kristján Ingi Mikaelsson, Ásgeir Vísir og Daníel Björn Sigurbjörnsson sjá til þess að þú týnist ekki í dalnum. vísir/arnþór „Við erum hér með að leysa stærsta vandamál Þjóðhátíðarinnar,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin, en hugbúnaðarfyrirtækið, sem framleiðir samnefndan samfélagsmiðil, hefur í samstarfi við Þjóðhátíðarnefnd unnið að glænýrri uppfærslu af Blendin-appinu sem er sérsniðið fyrir Þjóðhátíð. Um er að ræða uppfærslu af appinu sem á að auðvelda gestum eyjunnar grænu að skemmta sér betur og á öruggari hátt. „Hvimleitt vandamál hefur iðulega skapast þegar vinkonur og vinir verða viðskila og margar klukkustundir fara í leit að þeim horfnu. Blendin útrýmir þessu vandamáli í eitt skipti fyrir öll. Samstarf Þjóðhátíðarnefndar og Blendin felur í sér fyrir fram ákveðin kennileiti í Herjólfsdal sem notendur geta auðveldlega skráð sig inn á í appinu (e. checkin). Þannig getur þú sem notandi skráð þig inn til dæmis í hvítu tjöldin. Þú velur svo ákveðna vini og vinkonur sem fá þá staðsetningu því stundum viltu bara deila þessum upplýsingum með ákveðnu fólki,“ útskýrir Davíð Örn. Appið kom fyrst út fyrir fáeinum mánuðum og hlaut mikið umtal. „Þegar við gáfum út appið, þá staddir í San Francisco fyrr á árinu, vildum við drífa í að koma þessu út, fá viðbrögð (e. feedback) við vörunni og byggja svo á grunni þess sem notendum þótti mega bæta. Við sáum strax í upphafi að fólk hafði mikinn áhuga á appinu og þótti hugmyndin frábær og það gaf okkur byr undir báða vængi,“ bætir Ásgeir Vísir, hönnuður appsins, við.Hvar eru vinirnir? Eigum við að hittast hjá Aðalsviðinu?Mynd/SkjáskotEin stærsta viðbótin við nýju útgáfuna er sérstök samskiptaleið milli notenda. „Eftir að hafa gefið út frumútgáfu vörunnar sáum við fljótlega að notendur reyndu að eiga samskipti í appinu með óhefðbundnum leiðum. Við ákváðum því, eftir fjölda fyrirspurna, að bæta við spjalli þar sem einungis þeir sem stefna á að fara út að skemmta sér (open minded), eða eru að skemmta sér (blendin) geta talað saman,“ útskýrir Ásgeir Vísir við. Þá er nýja útgáfan margfalt hraðari og rafhlöðuvænni. „Það mun einnig koma notendum skemmtilega á óvart að sjá hvaða vinir þeirra eru á eyjunni líka, því það eru ekki beint aðgengilegar upplýsingar hvaða vinir eru að skemmta sér hverju sinni, hvað þá á Þjóðhátíð,” bætir Davíð Örn við. Appið mun þó einnig virka fyrir fólk sem er að skemmta sér annars staðar en í Eyjum, það virkar hvar sem er. Appið virkar fyrir stýrikerfi Apple og Android en sækja má appið hér. Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Sjá meira
„Við erum hér með að leysa stærsta vandamál Þjóðhátíðarinnar,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin, en hugbúnaðarfyrirtækið, sem framleiðir samnefndan samfélagsmiðil, hefur í samstarfi við Þjóðhátíðarnefnd unnið að glænýrri uppfærslu af Blendin-appinu sem er sérsniðið fyrir Þjóðhátíð. Um er að ræða uppfærslu af appinu sem á að auðvelda gestum eyjunnar grænu að skemmta sér betur og á öruggari hátt. „Hvimleitt vandamál hefur iðulega skapast þegar vinkonur og vinir verða viðskila og margar klukkustundir fara í leit að þeim horfnu. Blendin útrýmir þessu vandamáli í eitt skipti fyrir öll. Samstarf Þjóðhátíðarnefndar og Blendin felur í sér fyrir fram ákveðin kennileiti í Herjólfsdal sem notendur geta auðveldlega skráð sig inn á í appinu (e. checkin). Þannig getur þú sem notandi skráð þig inn til dæmis í hvítu tjöldin. Þú velur svo ákveðna vini og vinkonur sem fá þá staðsetningu því stundum viltu bara deila þessum upplýsingum með ákveðnu fólki,“ útskýrir Davíð Örn. Appið kom fyrst út fyrir fáeinum mánuðum og hlaut mikið umtal. „Þegar við gáfum út appið, þá staddir í San Francisco fyrr á árinu, vildum við drífa í að koma þessu út, fá viðbrögð (e. feedback) við vörunni og byggja svo á grunni þess sem notendum þótti mega bæta. Við sáum strax í upphafi að fólk hafði mikinn áhuga á appinu og þótti hugmyndin frábær og það gaf okkur byr undir báða vængi,“ bætir Ásgeir Vísir, hönnuður appsins, við.Hvar eru vinirnir? Eigum við að hittast hjá Aðalsviðinu?Mynd/SkjáskotEin stærsta viðbótin við nýju útgáfuna er sérstök samskiptaleið milli notenda. „Eftir að hafa gefið út frumútgáfu vörunnar sáum við fljótlega að notendur reyndu að eiga samskipti í appinu með óhefðbundnum leiðum. Við ákváðum því, eftir fjölda fyrirspurna, að bæta við spjalli þar sem einungis þeir sem stefna á að fara út að skemmta sér (open minded), eða eru að skemmta sér (blendin) geta talað saman,“ útskýrir Ásgeir Vísir við. Þá er nýja útgáfan margfalt hraðari og rafhlöðuvænni. „Það mun einnig koma notendum skemmtilega á óvart að sjá hvaða vinir þeirra eru á eyjunni líka, því það eru ekki beint aðgengilegar upplýsingar hvaða vinir eru að skemmta sér hverju sinni, hvað þá á Þjóðhátíð,” bætir Davíð Örn við. Appið mun þó einnig virka fyrir fólk sem er að skemmta sér annars staðar en í Eyjum, það virkar hvar sem er. Appið virkar fyrir stýrikerfi Apple og Android en sækja má appið hér.
Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Sjá meira