Ekki týnast í Herjólfsdal Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. júlí 2014 10:00 Strákarnir í Blendin, þeir Davíð Örn Símonarson, Kristján Ingi Mikaelsson, Ásgeir Vísir og Daníel Björn Sigurbjörnsson sjá til þess að þú týnist ekki í dalnum. vísir/arnþór „Við erum hér með að leysa stærsta vandamál Þjóðhátíðarinnar,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin, en hugbúnaðarfyrirtækið, sem framleiðir samnefndan samfélagsmiðil, hefur í samstarfi við Þjóðhátíðarnefnd unnið að glænýrri uppfærslu af Blendin-appinu sem er sérsniðið fyrir Þjóðhátíð. Um er að ræða uppfærslu af appinu sem á að auðvelda gestum eyjunnar grænu að skemmta sér betur og á öruggari hátt. „Hvimleitt vandamál hefur iðulega skapast þegar vinkonur og vinir verða viðskila og margar klukkustundir fara í leit að þeim horfnu. Blendin útrýmir þessu vandamáli í eitt skipti fyrir öll. Samstarf Þjóðhátíðarnefndar og Blendin felur í sér fyrir fram ákveðin kennileiti í Herjólfsdal sem notendur geta auðveldlega skráð sig inn á í appinu (e. checkin). Þannig getur þú sem notandi skráð þig inn til dæmis í hvítu tjöldin. Þú velur svo ákveðna vini og vinkonur sem fá þá staðsetningu því stundum viltu bara deila þessum upplýsingum með ákveðnu fólki,“ útskýrir Davíð Örn. Appið kom fyrst út fyrir fáeinum mánuðum og hlaut mikið umtal. „Þegar við gáfum út appið, þá staddir í San Francisco fyrr á árinu, vildum við drífa í að koma þessu út, fá viðbrögð (e. feedback) við vörunni og byggja svo á grunni þess sem notendum þótti mega bæta. Við sáum strax í upphafi að fólk hafði mikinn áhuga á appinu og þótti hugmyndin frábær og það gaf okkur byr undir báða vængi,“ bætir Ásgeir Vísir, hönnuður appsins, við.Hvar eru vinirnir? Eigum við að hittast hjá Aðalsviðinu?Mynd/SkjáskotEin stærsta viðbótin við nýju útgáfuna er sérstök samskiptaleið milli notenda. „Eftir að hafa gefið út frumútgáfu vörunnar sáum við fljótlega að notendur reyndu að eiga samskipti í appinu með óhefðbundnum leiðum. Við ákváðum því, eftir fjölda fyrirspurna, að bæta við spjalli þar sem einungis þeir sem stefna á að fara út að skemmta sér (open minded), eða eru að skemmta sér (blendin) geta talað saman,“ útskýrir Ásgeir Vísir við. Þá er nýja útgáfan margfalt hraðari og rafhlöðuvænni. „Það mun einnig koma notendum skemmtilega á óvart að sjá hvaða vinir þeirra eru á eyjunni líka, því það eru ekki beint aðgengilegar upplýsingar hvaða vinir eru að skemmta sér hverju sinni, hvað þá á Þjóðhátíð,” bætir Davíð Örn við. Appið mun þó einnig virka fyrir fólk sem er að skemmta sér annars staðar en í Eyjum, það virkar hvar sem er. Appið virkar fyrir stýrikerfi Apple og Android en sækja má appið hér. Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
„Við erum hér með að leysa stærsta vandamál Þjóðhátíðarinnar,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin, en hugbúnaðarfyrirtækið, sem framleiðir samnefndan samfélagsmiðil, hefur í samstarfi við Þjóðhátíðarnefnd unnið að glænýrri uppfærslu af Blendin-appinu sem er sérsniðið fyrir Þjóðhátíð. Um er að ræða uppfærslu af appinu sem á að auðvelda gestum eyjunnar grænu að skemmta sér betur og á öruggari hátt. „Hvimleitt vandamál hefur iðulega skapast þegar vinkonur og vinir verða viðskila og margar klukkustundir fara í leit að þeim horfnu. Blendin útrýmir þessu vandamáli í eitt skipti fyrir öll. Samstarf Þjóðhátíðarnefndar og Blendin felur í sér fyrir fram ákveðin kennileiti í Herjólfsdal sem notendur geta auðveldlega skráð sig inn á í appinu (e. checkin). Þannig getur þú sem notandi skráð þig inn til dæmis í hvítu tjöldin. Þú velur svo ákveðna vini og vinkonur sem fá þá staðsetningu því stundum viltu bara deila þessum upplýsingum með ákveðnu fólki,“ útskýrir Davíð Örn. Appið kom fyrst út fyrir fáeinum mánuðum og hlaut mikið umtal. „Þegar við gáfum út appið, þá staddir í San Francisco fyrr á árinu, vildum við drífa í að koma þessu út, fá viðbrögð (e. feedback) við vörunni og byggja svo á grunni þess sem notendum þótti mega bæta. Við sáum strax í upphafi að fólk hafði mikinn áhuga á appinu og þótti hugmyndin frábær og það gaf okkur byr undir báða vængi,“ bætir Ásgeir Vísir, hönnuður appsins, við.Hvar eru vinirnir? Eigum við að hittast hjá Aðalsviðinu?Mynd/SkjáskotEin stærsta viðbótin við nýju útgáfuna er sérstök samskiptaleið milli notenda. „Eftir að hafa gefið út frumútgáfu vörunnar sáum við fljótlega að notendur reyndu að eiga samskipti í appinu með óhefðbundnum leiðum. Við ákváðum því, eftir fjölda fyrirspurna, að bæta við spjalli þar sem einungis þeir sem stefna á að fara út að skemmta sér (open minded), eða eru að skemmta sér (blendin) geta talað saman,“ útskýrir Ásgeir Vísir við. Þá er nýja útgáfan margfalt hraðari og rafhlöðuvænni. „Það mun einnig koma notendum skemmtilega á óvart að sjá hvaða vinir þeirra eru á eyjunni líka, því það eru ekki beint aðgengilegar upplýsingar hvaða vinir eru að skemmta sér hverju sinni, hvað þá á Þjóðhátíð,” bætir Davíð Örn við. Appið mun þó einnig virka fyrir fólk sem er að skemmta sér annars staðar en í Eyjum, það virkar hvar sem er. Appið virkar fyrir stýrikerfi Apple og Android en sækja má appið hér.
Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“