Lífið

Brjálaður út í Daily Mail

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
George segir ekkert ósætti í fjölskyldunni.
George segir ekkert ósætti í fjölskyldunni. vísir/getty
Stórleikarinn George Clooney er afar ósáttur við fréttaflutning Daily Mail en í grein á vefsíðunni var fullyrt að tengdamóðir hans, Baria Alamuddin, væri á móti því að George kvæntist dóttur hennar, Amal Alamuddin, út af trúarlegum ástæðum. Greinin hefur verið fjarlægð af vef Daily Mail.

George lætur blaðamenn vefsíðunnar heyra það í yfirlýsingu á vef USA Today.

„Ég svara slúðurblöðum sjaldan nema það varði aðra og öryggi þeirra og velferð. Daily Mail hefur birt gjörsamlega uppspunna grein. Í henni segir að móðir Amal sé búin að segja „hálfri Beirút“ að hún sé á móti brúðkaupinu. Þá er sagt að grínast sé með hefðir í Druze-héraðinu sem enda með því að brúðurin er myrt. Leyfið mér að endurtaka: Með því að brúðurin er myrt,“ skrifar George.

„Ekkert í greininni er satt. Móðir Amal er ekki frá Druze. Hún hefur ekki farið til Beirút

síðan við Amal byrjuðum að vera saman og hún er ekki á móti hjónabandinu. Ég er auðvitað vanur því að þeir hjá Daily Mail búi til greinar – þeir gera það oft í viku – og mér er sama,“ bætir George við. Það sem angrar hann er að blanda trúmálum í spilið.

„Það er óábyrgt á þessum tímum að hagnast á trúarlegum ágreiningi þar sem engir eru, það er að minnsta kosti óábyrgt og það sem meira er, hættulegt. Við eigum fjölskyldumeðlimi um allan heim og það að einhver vilji æsa þann heim upp aðeins til að selja blöð ætti að vera saknæmt.“

Daily Mail hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

„MailOnline-greinin var ekki uppspuni heldur sett fram í góðri trú af heiðarlegum og trúverðugum lausamanni í blaðamennsku,“ stendur í yfirlýsingunni og eru vinnubrögðin hörmuð.

„Við meðtökum þær upplýsingar frá herra Clooney að greinin sé ónákvæm og við biðjum hann, ungfrú Amal Alamuddin og móður hennar, Baria, afsökunar á þeirri kvöl sem við höfum valdið þeim.“


Tengdar fréttir

Sæt á stefnumóti

Stórleikarinn George Clooney og Amal Alamuddin njóta lífsins á Ítalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×