Innlent

Fólk með gróðurofnæmi lendir oftar í umferðarslysum en aðrir

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Þeir sem eru með gróðurofnæmi lenda oftar í umferðarslysum en aðrir. Þeir sem taka inn lyf við ofnæminu aka betur en þeir sem ekki gera það.nordicphotos/getty
Þeir sem eru með gróðurofnæmi lenda oftar í umferðarslysum en aðrir. Þeir sem taka inn lyf við ofnæminu aka betur en þeir sem ekki gera það.nordicphotos/getty
Þeir sem eru með gróðurofnæmi lenda oftar í umferðarslysum en aðrir. Hollenskir vísindamenn hafa nú komist að því hver ástæðan er, að því er segir á vefnum videnskap.dk.

Niðurstaða rannsóknar þeirra er sú að hæfnin til að aka bíl minnkar talsvert þegar ökumaður er með gróðurofnæmi sem ekki er meðhöndlað. Aksturslagið er svipað og hjá ökumönnum sem eru með 0,5 prómill af vínanda í blóðinu.

Vísindamennirnir eru þeirrar skoðunar að aksturshæfni sumra með gróðurofnæmi geti jafnvel verið enn minni í raunveruleikunum en fram kom við tilraun þeirra þar sem þátttakendur í henni voru við fína heilsu þar til á því augnabliki sem þeir fengu „gervigróðurofnæmi“.

Haft er eftir vísindamanninum Eric Vuurman við Háskólann í Maastricht að þannig sé því ekki farið við eðlilegar kringumstæður. Í mörgum tilfellum sé fólk með einkenni gróðurofnæmis í að minnsta kosti tvo daga auk þess sem það eigi erfitt með svefn.

Hingað til hefur verið haldið að það séu lyfin við ofnæminu sem hafi slævandi áhrif. Taka þeirra hafi svo leitt til þess að þeir sem eru með gróðurofnæmi lendi oftar í umferðarslysum. Tilraunin leiddi hins vegar í ljós að ofnæmissjúklingarnir óku betur þegar þeir höfðu tekið lyfin sín en þegar þeir höfðu ekki tekið þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×