Innlent

Bókaverðlaun í hverri viku

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Á bókasafni Í lok sumars fær einn þátttakandi í sumarlestrinum vegleg verðlaun.
Á bókasafni Í lok sumars fær einn þátttakandi í sumarlestrinum vegleg verðlaun. VÍSIR/GVA
Borgarbókasafnið efnir að venju til sumarlesturs á meðal barna.

Fyrir hverja lesna bók er fylltur út miði með mynd af skeifu Sleipnis og honum skilað í kassa sem eru í öllum söfnum Borgarbókasafns.

Ein bókaverðlaun verða veitt vikulega og í lok sumars fær einn þátttakandi vegleg verðlaun.

Á vef Borgarbókasafns er bent á að svo sé náttúrulega alltaf gaman að hanga á söfnunum og kíkja í nýjustu bækurnar eða tímaritin eða athuga með nýjar myndir og tónlist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×