Innlent

Ökumenn bakka of oft á

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Samkvæmt skýrslum VÍS er þriðjungur ökutækjatjóna af völdum þess að bílstjórar bakka á.
Samkvæmt skýrslum VÍS er þriðjungur ökutækjatjóna af völdum þess að bílstjórar bakka á. Vísir/Stefán
Rúmlega þriðjungur ökutækjatjóna hjá VÍS stafar af því að bílstjórar bakka á.

Ungir ökumenn eru talsvert líklegri til þess en þeir sem eru eldri og reyndari, en í um það bil 13% tilvika verður slíkt tjón hjá allra yngstu ökumönnunum, þeim sem hafa nýlokið bílprófi.

Gott getur verið að fá ferðafélaga til að stíga út úr bílnum og segja ökumanni til.

Einnig er góð venja að bakka í stæði þegar aðstæður leyfa, en talsvert auðveldara er að keyra áfram úr stæði en bakka út úr því og þaðan inn í umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×