Ólafur Ingi líklega áfram hjá Zulte Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. maí 2014 06:30 Ólafur Ingi í leik með Zulte-Waregem gegn Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni. fréttablaðið/AFP „Maður veit svo sem aldrei en ég á enn tvö ár eftir af mínum samningi og sé ekki fram á annað en að vera áfram hér,“ segir landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason. Hann kom til Zulte-Waregem í Belgíu árið 2011 og átti þátt í miklum uppgangi þessa smáliðs frá Vestur-Flæmingjalandi. „Við enduðum í fjórða sæti og þó svo að gengið hafi ekki verið jafn gott og í fyrra náðum við aftur í Evrópukeppnina og vorum í toppbaráttunni fram á síðustu umferðir,“ sagði Ólafur Ingi, sem er 31 árs, í samtali við Fréttablaðið í gær. Zulte-Waregem var hársbreidd frá titlinum í fyrra en endaði þá í öðru sæti eftir spennandi lokaumferð. „Liðið spilaði alls 57 leiki í öllum keppnum á þessu tímabili og ég tók þátt í tæplega 50. Ég er því sáttur við minn hlut,“ segir hann en Ólafur Ingi var í byrjunarliðinu í níu af tíu leikjum liðsins í meistaraumspili deildarinnar í vor. Hann missti af síðasta leiknum vegna hnémeiðsla og þarf nú að hvíla vegna þeirra. „Þetta er ekkert alvarlegt. Ég hef farið í stórar aðgerðir á hné eins og svo margir aðrir og get skrifað þetta bara á álag. Hnéð var bara fullt af vökva og ég verð í sprautumeðferð næstu vikurnar,“ segir Ólafur Ingi en hann missir af vináttuleikjum Íslands gegn Austurríki og Eistlandi af þeim sökum. „Ég vil auðvitað gefa áfram kost á mér í landsliðið. Mitt hlutverk í því hefur aldrei verið stórt, enda eigum við marga stráka sem hafa verið að spila mjög vel. En ég er ávallt reiðubúinn að hjálpa til á hvaða máta sem er og tel frábært að geta lagt mitt af mörkum fyrir land og þjóð,“ segir Árbæingurinn og bætir við að hann stefni að því að spila minnst eitt tímabil hér á landi áður en hann hættir. „Það er planið að spila með Fylkismönnum þegar ég kem heim – svo lengi sem líkaminn leyfir,“ bætir Ólafur Ingi við en vonast til að vera áfram í Belgíu með fjölskyldu sinni á meðan atvinnuferillinn stendur yfir. „Við erum með þrjú börn og líður mjög vel. Það er erfitt að flytja með svo stóra fjölskyldu og við viljum því vera hér í Belgíu þangað til að við ákveðum að halda aftur heim til Íslands.“ Fótbolti Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
„Maður veit svo sem aldrei en ég á enn tvö ár eftir af mínum samningi og sé ekki fram á annað en að vera áfram hér,“ segir landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason. Hann kom til Zulte-Waregem í Belgíu árið 2011 og átti þátt í miklum uppgangi þessa smáliðs frá Vestur-Flæmingjalandi. „Við enduðum í fjórða sæti og þó svo að gengið hafi ekki verið jafn gott og í fyrra náðum við aftur í Evrópukeppnina og vorum í toppbaráttunni fram á síðustu umferðir,“ sagði Ólafur Ingi, sem er 31 árs, í samtali við Fréttablaðið í gær. Zulte-Waregem var hársbreidd frá titlinum í fyrra en endaði þá í öðru sæti eftir spennandi lokaumferð. „Liðið spilaði alls 57 leiki í öllum keppnum á þessu tímabili og ég tók þátt í tæplega 50. Ég er því sáttur við minn hlut,“ segir hann en Ólafur Ingi var í byrjunarliðinu í níu af tíu leikjum liðsins í meistaraumspili deildarinnar í vor. Hann missti af síðasta leiknum vegna hnémeiðsla og þarf nú að hvíla vegna þeirra. „Þetta er ekkert alvarlegt. Ég hef farið í stórar aðgerðir á hné eins og svo margir aðrir og get skrifað þetta bara á álag. Hnéð var bara fullt af vökva og ég verð í sprautumeðferð næstu vikurnar,“ segir Ólafur Ingi en hann missir af vináttuleikjum Íslands gegn Austurríki og Eistlandi af þeim sökum. „Ég vil auðvitað gefa áfram kost á mér í landsliðið. Mitt hlutverk í því hefur aldrei verið stórt, enda eigum við marga stráka sem hafa verið að spila mjög vel. En ég er ávallt reiðubúinn að hjálpa til á hvaða máta sem er og tel frábært að geta lagt mitt af mörkum fyrir land og þjóð,“ segir Árbæingurinn og bætir við að hann stefni að því að spila minnst eitt tímabil hér á landi áður en hann hættir. „Það er planið að spila með Fylkismönnum þegar ég kem heim – svo lengi sem líkaminn leyfir,“ bætir Ólafur Ingi við en vonast til að vera áfram í Belgíu með fjölskyldu sinni á meðan atvinnuferillinn stendur yfir. „Við erum með þrjú börn og líður mjög vel. Það er erfitt að flytja með svo stóra fjölskyldu og við viljum því vera hér í Belgíu þangað til að við ákveðum að halda aftur heim til Íslands.“
Fótbolti Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira