Dramatík, drungi, hrollur og kaldhæðni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. maí 2014 10:30 Hanna Dóra Sturludóttir. "Ég er að syngja Pierrot lunaire í fyrsta skipti og það er mikil áskorun að takast á við þetta verk.“ Vísir/GVA Á opnunartónleikum Listahátíðar mun Kammersveit Reykjavíkur flytja verkið Pierrot lunaire eftir Arnold Schönberg við ljóð Alberts Giraud og frumflytja nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson sem er samið fyrir sömu hljóðfæraskipan. Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran syngur aðalhlutverk í báðum verkunum. „Ég er að syngja Pierrot lunaire í fyrsta skipti og það er mikil áskorun að takast á við þetta verk en líka mjög skemmtilegt,“ segir Hanna Dóra. „Bæði ljóðin og tónlistin soga mann inn í hugarheim þar sem alls konar andlit koma fram. Þar er dramatík, drungi og hryllingur en samt dálítil kaldhæðni undirliggjandi.“ Verk Atla, Hér vex enginn sítrónuviður, byggir á úrvali ljóða úr samnefndri ljóðabók Gyrðis Elíassonar. „Það er líka alveg svakalega gaman að fá að frumflytja það verk,“ segir Hanna Dóra. „Þetta eru mjög knappir og beinskeyttir textar hjá Gyrði og Atli tekur nokkur ljóðanna og setur saman í eina heild sem er bundin saman með millispilum sem hljómsveitin spilar auk slagverksleikarans Franks Aarnink og Benedikts Gylfasonar drengjasóprans, sem er mjög einbeittur og upprennandi listamaður.“ Króatíski myndbandshönnuðurinn, leikstjórinn og tónlistarmaðurinn Valerij Lisac sér um sviðsetningu tónleikanna og listræna umgjörð sem hverfist um verkið Pierrot lunaire. Hanna Dóra vill ekki gefa of mikið upp um sviðssetninguna til að spilla ekki fyrir upplifun áhorfenda. „Valerij er búinn að undirbúa sig mjög vel og kemur með sjónræna upplifun sem bætist við í Pierrot lunaire, en sjón er sögu ríkari og fólk verður bara að bíða og sjá. Hugmyndirnar hans eru mjög spennandi og bæta nýrri vídd við verkið.“ Spurð hvort ekki fylgi því aukið álag að syngja á opnunarhátíð Listahátíðar segist Hanna Dóra lítinn tíma hafa haft til að hugsa um það. „Auðvitað er rosalega glæsilegt að fá að taka þátt í opnunartónleikum Listahátíðar,“ segir hún. „Ég er bara svo einbeitt í því sem ég er að gera að ég er lítið búin að velta því fyrir mér.“ Menning Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Á opnunartónleikum Listahátíðar mun Kammersveit Reykjavíkur flytja verkið Pierrot lunaire eftir Arnold Schönberg við ljóð Alberts Giraud og frumflytja nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson sem er samið fyrir sömu hljóðfæraskipan. Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran syngur aðalhlutverk í báðum verkunum. „Ég er að syngja Pierrot lunaire í fyrsta skipti og það er mikil áskorun að takast á við þetta verk en líka mjög skemmtilegt,“ segir Hanna Dóra. „Bæði ljóðin og tónlistin soga mann inn í hugarheim þar sem alls konar andlit koma fram. Þar er dramatík, drungi og hryllingur en samt dálítil kaldhæðni undirliggjandi.“ Verk Atla, Hér vex enginn sítrónuviður, byggir á úrvali ljóða úr samnefndri ljóðabók Gyrðis Elíassonar. „Það er líka alveg svakalega gaman að fá að frumflytja það verk,“ segir Hanna Dóra. „Þetta eru mjög knappir og beinskeyttir textar hjá Gyrði og Atli tekur nokkur ljóðanna og setur saman í eina heild sem er bundin saman með millispilum sem hljómsveitin spilar auk slagverksleikarans Franks Aarnink og Benedikts Gylfasonar drengjasóprans, sem er mjög einbeittur og upprennandi listamaður.“ Króatíski myndbandshönnuðurinn, leikstjórinn og tónlistarmaðurinn Valerij Lisac sér um sviðsetningu tónleikanna og listræna umgjörð sem hverfist um verkið Pierrot lunaire. Hanna Dóra vill ekki gefa of mikið upp um sviðssetninguna til að spilla ekki fyrir upplifun áhorfenda. „Valerij er búinn að undirbúa sig mjög vel og kemur með sjónræna upplifun sem bætist við í Pierrot lunaire, en sjón er sögu ríkari og fólk verður bara að bíða og sjá. Hugmyndirnar hans eru mjög spennandi og bæta nýrri vídd við verkið.“ Spurð hvort ekki fylgi því aukið álag að syngja á opnunarhátíð Listahátíðar segist Hanna Dóra lítinn tíma hafa haft til að hugsa um það. „Auðvitað er rosalega glæsilegt að fá að taka þátt í opnunartónleikum Listahátíðar,“ segir hún. „Ég er bara svo einbeitt í því sem ég er að gera að ég er lítið búin að velta því fyrir mér.“
Menning Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira