Hetjur og hástökkvarar á Hádegistónleikum Marín Manda skrifar 28. apríl 2014 10:00 Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór. Jóhann Friðgeir Valdimarsson á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í Norðurljósum í Hörpu. „Ég mun bjóða upp á bæði stuttar og langar ítalskar óperuaríur úr hinum og þessum stykkjum. Tenóraríurnar eru oftast eins konar hetjutenórsaríur þar sem karakterinn er mikil kempa og hástökkið í verkunum er þegar maður fer í háu tónana,“ segir stórtenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson sem stígur á svið á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í dag. Hann hleypur í skarðið fyrir Diddú sem forfallaðist vegna veikinda. „Mér finnst oft miklu auðveldara að syngja þegar ég er í karakter í búningnum í óperu en að koma fram á tónleikum. Í búningnum á sviðinu líður mér einstaklega vel. Þegar ég er úti er ég með svona 10-15 óperur sem ég syng í og stundum þarf maður jafnvel að hlaupa í skarðið þegar einhver veikist svo að ég er vanur að stökkva til með litlum fyrirvara,“ segir hann.Jóhann Friðgeir Valdimarsson í hlutverki Manrico í óperunni Il Trovatore eftir Verdi hjá Íslensku óperunni haustið 2012.Mynd/ Gísli Egill HrafnssonJóhann Friðgeir er einn fremsti tenórsöngvari okkar Íslendinga og má búast við glæsilegum og kraftmiklum flutningi á nokkrum af frægustu aríum óperubókmenntanna. Píanóleikari er Antonía Hevesi og verða meðal annars fluttar óperuaríur eftir Verdi og fleiri óperutónskáld. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum í Hörpu kl. 12.15 og er aðgangur ókeypis eins og að öllum hádegistónleikum Íslensku óperunnar undanfarin misseri. Jóhann Friðgeir hefur nóg fyrir stafni og seinna í sumar mun hann koma fram á tíu ára afmælistónleikum í Eldborg á vegum Íslensku óperunnar ásamt fleiri íslenskum tenórum. Menning Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Jóhann Friðgeir Valdimarsson á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í Norðurljósum í Hörpu. „Ég mun bjóða upp á bæði stuttar og langar ítalskar óperuaríur úr hinum og þessum stykkjum. Tenóraríurnar eru oftast eins konar hetjutenórsaríur þar sem karakterinn er mikil kempa og hástökkið í verkunum er þegar maður fer í háu tónana,“ segir stórtenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson sem stígur á svið á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í dag. Hann hleypur í skarðið fyrir Diddú sem forfallaðist vegna veikinda. „Mér finnst oft miklu auðveldara að syngja þegar ég er í karakter í búningnum í óperu en að koma fram á tónleikum. Í búningnum á sviðinu líður mér einstaklega vel. Þegar ég er úti er ég með svona 10-15 óperur sem ég syng í og stundum þarf maður jafnvel að hlaupa í skarðið þegar einhver veikist svo að ég er vanur að stökkva til með litlum fyrirvara,“ segir hann.Jóhann Friðgeir Valdimarsson í hlutverki Manrico í óperunni Il Trovatore eftir Verdi hjá Íslensku óperunni haustið 2012.Mynd/ Gísli Egill HrafnssonJóhann Friðgeir er einn fremsti tenórsöngvari okkar Íslendinga og má búast við glæsilegum og kraftmiklum flutningi á nokkrum af frægustu aríum óperubókmenntanna. Píanóleikari er Antonía Hevesi og verða meðal annars fluttar óperuaríur eftir Verdi og fleiri óperutónskáld. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum í Hörpu kl. 12.15 og er aðgangur ókeypis eins og að öllum hádegistónleikum Íslensku óperunnar undanfarin misseri. Jóhann Friðgeir hefur nóg fyrir stafni og seinna í sumar mun hann koma fram á tíu ára afmælistónleikum í Eldborg á vegum Íslensku óperunnar ásamt fleiri íslenskum tenórum.
Menning Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira