Hetjur og hástökkvarar á Hádegistónleikum Marín Manda skrifar 28. apríl 2014 10:00 Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór. Jóhann Friðgeir Valdimarsson á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í Norðurljósum í Hörpu. „Ég mun bjóða upp á bæði stuttar og langar ítalskar óperuaríur úr hinum og þessum stykkjum. Tenóraríurnar eru oftast eins konar hetjutenórsaríur þar sem karakterinn er mikil kempa og hástökkið í verkunum er þegar maður fer í háu tónana,“ segir stórtenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson sem stígur á svið á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í dag. Hann hleypur í skarðið fyrir Diddú sem forfallaðist vegna veikinda. „Mér finnst oft miklu auðveldara að syngja þegar ég er í karakter í búningnum í óperu en að koma fram á tónleikum. Í búningnum á sviðinu líður mér einstaklega vel. Þegar ég er úti er ég með svona 10-15 óperur sem ég syng í og stundum þarf maður jafnvel að hlaupa í skarðið þegar einhver veikist svo að ég er vanur að stökkva til með litlum fyrirvara,“ segir hann.Jóhann Friðgeir Valdimarsson í hlutverki Manrico í óperunni Il Trovatore eftir Verdi hjá Íslensku óperunni haustið 2012.Mynd/ Gísli Egill HrafnssonJóhann Friðgeir er einn fremsti tenórsöngvari okkar Íslendinga og má búast við glæsilegum og kraftmiklum flutningi á nokkrum af frægustu aríum óperubókmenntanna. Píanóleikari er Antonía Hevesi og verða meðal annars fluttar óperuaríur eftir Verdi og fleiri óperutónskáld. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum í Hörpu kl. 12.15 og er aðgangur ókeypis eins og að öllum hádegistónleikum Íslensku óperunnar undanfarin misseri. Jóhann Friðgeir hefur nóg fyrir stafni og seinna í sumar mun hann koma fram á tíu ára afmælistónleikum í Eldborg á vegum Íslensku óperunnar ásamt fleiri íslenskum tenórum. Menning Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Jóhann Friðgeir Valdimarsson á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í Norðurljósum í Hörpu. „Ég mun bjóða upp á bæði stuttar og langar ítalskar óperuaríur úr hinum og þessum stykkjum. Tenóraríurnar eru oftast eins konar hetjutenórsaríur þar sem karakterinn er mikil kempa og hástökkið í verkunum er þegar maður fer í háu tónana,“ segir stórtenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson sem stígur á svið á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í dag. Hann hleypur í skarðið fyrir Diddú sem forfallaðist vegna veikinda. „Mér finnst oft miklu auðveldara að syngja þegar ég er í karakter í búningnum í óperu en að koma fram á tónleikum. Í búningnum á sviðinu líður mér einstaklega vel. Þegar ég er úti er ég með svona 10-15 óperur sem ég syng í og stundum þarf maður jafnvel að hlaupa í skarðið þegar einhver veikist svo að ég er vanur að stökkva til með litlum fyrirvara,“ segir hann.Jóhann Friðgeir Valdimarsson í hlutverki Manrico í óperunni Il Trovatore eftir Verdi hjá Íslensku óperunni haustið 2012.Mynd/ Gísli Egill HrafnssonJóhann Friðgeir er einn fremsti tenórsöngvari okkar Íslendinga og má búast við glæsilegum og kraftmiklum flutningi á nokkrum af frægustu aríum óperubókmenntanna. Píanóleikari er Antonía Hevesi og verða meðal annars fluttar óperuaríur eftir Verdi og fleiri óperutónskáld. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum í Hörpu kl. 12.15 og er aðgangur ókeypis eins og að öllum hádegistónleikum Íslensku óperunnar undanfarin misseri. Jóhann Friðgeir hefur nóg fyrir stafni og seinna í sumar mun hann koma fram á tíu ára afmælistónleikum í Eldborg á vegum Íslensku óperunnar ásamt fleiri íslenskum tenórum.
Menning Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“