Tólf hljómsveitir leika í hafnfirskum stofum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. apríl 2014 14:30 Kristinn fullyrðir að endurkoma Kátra pilta sé stórviðburður í tónlistarlífinu. Vísir/Valli Þessi hugmynd fæddist reyndar hjá Færeyingum á síðasta ári. Festivalið þeirra í Götu í nóvember, sem þeir kölluðu Heima, er fyrirmyndin að þessu hjá okkur hér í Hafnarfirði,“ segir Kristinn Sæmundsson, forsvarsmaður Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar. Félagið stendur fyrir tónlistarveislu að kvöldi síðasta vetrardags, 23. apríl, en þá mun félagið halda tónlistarhátíðina Heima í Hafnarfirði. Hugmyndin byggist á því að tónlistarmenn úr ýmsum áttum halda stutta tónleika í tólf heimahúsum miðsvæðis í bænum og hátíðargestirnir rölta á milli húsa og hlusta og njóta. „Okkur langar til að leysa þann heimilislega anda sem ríkir hér suður frá úr læðingi,“ segir Kristinn. Ekki er nóg með að gestir þurfi að rölta milli húsa til að sjá fleiri en eina hljómsveit heldur munu hljómsveitirnar einnig færa sig á milli húsa. Dagskráin stendur frá 20 til 23 og mun hver hljómsveit leika í 45 mínútur á sama stað. Óttast Kristinn ekkert öngþveiti í miðbænum þessa þrjá tíma? „Nei nei, við erum búin að ráða skátana til að vera með umferðarstjórnun og erum að láta framleiða gamaldags skilti sem vísa fólki til vegar,“ útskýrir hann. „Það á því enginn að þurfa að villast í hrauninu í Hafnarfirði nema hann óski þess sjálfur.“ Eftir tónleikana tekur hljómsveitin Kátir piltar við stjórninni og verður slegið upp veislu á Fjörukránni. „Það er stórviðburður,“ fullyrðir Kristinn. „Aðgöngumiði á heimatónleikana gildir líka í Fjörukrána og Gaflaraleikhúsið þar sem verður opinn míkrafónn fyrir þá sem vilja láta ljós sitt skína.“ Meðal þeirra listamanna sem staðfest hafa komu sína á Heima í Hafnarfirði eru Fjallabræður, Bjartmar Guðlaugsson, Ylja, Vök og DossBaraDjamm. Sérstakur gestur hátíðarinnar verður tónlistarmaðurinn Hallur Joensen frá Færeyjum. Menning Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Þessi hugmynd fæddist reyndar hjá Færeyingum á síðasta ári. Festivalið þeirra í Götu í nóvember, sem þeir kölluðu Heima, er fyrirmyndin að þessu hjá okkur hér í Hafnarfirði,“ segir Kristinn Sæmundsson, forsvarsmaður Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar. Félagið stendur fyrir tónlistarveislu að kvöldi síðasta vetrardags, 23. apríl, en þá mun félagið halda tónlistarhátíðina Heima í Hafnarfirði. Hugmyndin byggist á því að tónlistarmenn úr ýmsum áttum halda stutta tónleika í tólf heimahúsum miðsvæðis í bænum og hátíðargestirnir rölta á milli húsa og hlusta og njóta. „Okkur langar til að leysa þann heimilislega anda sem ríkir hér suður frá úr læðingi,“ segir Kristinn. Ekki er nóg með að gestir þurfi að rölta milli húsa til að sjá fleiri en eina hljómsveit heldur munu hljómsveitirnar einnig færa sig á milli húsa. Dagskráin stendur frá 20 til 23 og mun hver hljómsveit leika í 45 mínútur á sama stað. Óttast Kristinn ekkert öngþveiti í miðbænum þessa þrjá tíma? „Nei nei, við erum búin að ráða skátana til að vera með umferðarstjórnun og erum að láta framleiða gamaldags skilti sem vísa fólki til vegar,“ útskýrir hann. „Það á því enginn að þurfa að villast í hrauninu í Hafnarfirði nema hann óski þess sjálfur.“ Eftir tónleikana tekur hljómsveitin Kátir piltar við stjórninni og verður slegið upp veislu á Fjörukránni. „Það er stórviðburður,“ fullyrðir Kristinn. „Aðgöngumiði á heimatónleikana gildir líka í Fjörukrána og Gaflaraleikhúsið þar sem verður opinn míkrafónn fyrir þá sem vilja láta ljós sitt skína.“ Meðal þeirra listamanna sem staðfest hafa komu sína á Heima í Hafnarfirði eru Fjallabræður, Bjartmar Guðlaugsson, Ylja, Vök og DossBaraDjamm. Sérstakur gestur hátíðarinnar verður tónlistarmaðurinn Hallur Joensen frá Færeyjum.
Menning Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira