Músíkin í Mývatnssveitinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2014 13:00 „Það verður gaman að tengjast menningarstarfseminni heima í héraði,“ segir Laufey. Fréttablaðið/Daníel „Við erum þrjú á förum norður, Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran, Aladár Rácz píanó- og orgelleikari og ég. Við hlökkum til að flytja músík í Mývatnssveitinni. Þar fáum við líka til liðs við okkur karlaoktett sem kallar sig Garðar Hólm. Það verður gaman að tengjast menningarstarfseminni heima í héraði,“ segir Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og frumkvöðull tónlistarhátíðarinnar Músík í Mývatnssveit sem nú er haldin í sautjánda sinn. Á kammertónleikum í Skjólbrekku á skírdag er Fantasie Impromptu eftir Chopin á dagskrá, ásamt fiðlu- og píanósónötu eftir Beethoven. Sesselja syngur úr Sígaunaljóðum eftir Dvorák, einnig íslensk lög og óperusmelli, meðal annars úr Carmen, sem hún flutti eftirminnilega í Íslensku óperunni í haust. Átta karla sveitin Garðar Hólm kemur líka fram þar. „Það er allt önnur stemning í Reykjahlíðarkirkju á föstudaginn langa. Þar verður tónlist sem hæfir stund og stað, meðal annars eftir Bach, Händel og Gluck, ásamt íslenskum sálmalögum,“ segir Laufey og getur þess líka að Svava Björnsdóttir myndlistarmaður verði með sýningu á pappírsskúlptúrum í Skjólbrekku. Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við erum þrjú á förum norður, Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran, Aladár Rácz píanó- og orgelleikari og ég. Við hlökkum til að flytja músík í Mývatnssveitinni. Þar fáum við líka til liðs við okkur karlaoktett sem kallar sig Garðar Hólm. Það verður gaman að tengjast menningarstarfseminni heima í héraði,“ segir Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og frumkvöðull tónlistarhátíðarinnar Músík í Mývatnssveit sem nú er haldin í sautjánda sinn. Á kammertónleikum í Skjólbrekku á skírdag er Fantasie Impromptu eftir Chopin á dagskrá, ásamt fiðlu- og píanósónötu eftir Beethoven. Sesselja syngur úr Sígaunaljóðum eftir Dvorák, einnig íslensk lög og óperusmelli, meðal annars úr Carmen, sem hún flutti eftirminnilega í Íslensku óperunni í haust. Átta karla sveitin Garðar Hólm kemur líka fram þar. „Það er allt önnur stemning í Reykjahlíðarkirkju á föstudaginn langa. Þar verður tónlist sem hæfir stund og stað, meðal annars eftir Bach, Händel og Gluck, ásamt íslenskum sálmalögum,“ segir Laufey og getur þess líka að Svava Björnsdóttir myndlistarmaður verði með sýningu á pappírsskúlptúrum í Skjólbrekku.
Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira