Íslenskir tónlistarmenn í evrópskri tónlistarkeppni Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. apríl 2014 09:30 Hljómsveitin Leaves Fimm íslenskar hljómsveitir taka þátt í evrópsku tónlistarkeppninni The EuroMusic Contest 2014, en það eru hljómsveitirnar Steed Lord, Leaves, Klassart, Stafrænn Hákon og Una Stef. „Þetta er bara geggjað, það eru algjörar kanónur þarna og gaman að vera í svona flottum hópi,“ segir tónlistarkonan Una Stef um keppnina.Una Stef rambaði óvart inn á vefsíðu keppninnar og er ánægð með að vera í flottum hópi íslenskra listamanna.vísir/gvaKeppnin virkar þannig að hver sem er getur kosið sinn eftirlætistónlistarmann á vefsíðunni euromusiccontest.com en þar er finna tónlist og upplýsingar um hljómsveitirnar. „Ég er ekki alfróð um keppnina en þeir sem fá flest atkvæði komast áfram í pott og svo komast tíu atriði í úrslit sem fara fram í París en lokakvöldinu verður streymt á netinu,“ útskýrir Una. Hún segist í fyrstu hafa farið inn á vefsíðu keppninnar til þess að kjósa annan tónlistarmann en sá svo að kosning var ekki hafin. „Ég sá þetta á Facebook og ætlaði að kjósa hljómsveit en sá svo að kosning var ekki hafin og ákvað því að skrá mig sjálfa bara,“ segir Una létt í lundu. Sigurvegari keppninnar fær að fara í upptökuferð til Grikklands í hið heimsfræga stúdíó, Black Rock Studios. Um er að ræða lúxus hljóðver sem minnir á paradísarhótel. Hljómsveitin One Republic hefur meðal annars tekið upp í hljóðverinu. Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Fimm íslenskar hljómsveitir taka þátt í evrópsku tónlistarkeppninni The EuroMusic Contest 2014, en það eru hljómsveitirnar Steed Lord, Leaves, Klassart, Stafrænn Hákon og Una Stef. „Þetta er bara geggjað, það eru algjörar kanónur þarna og gaman að vera í svona flottum hópi,“ segir tónlistarkonan Una Stef um keppnina.Una Stef rambaði óvart inn á vefsíðu keppninnar og er ánægð með að vera í flottum hópi íslenskra listamanna.vísir/gvaKeppnin virkar þannig að hver sem er getur kosið sinn eftirlætistónlistarmann á vefsíðunni euromusiccontest.com en þar er finna tónlist og upplýsingar um hljómsveitirnar. „Ég er ekki alfróð um keppnina en þeir sem fá flest atkvæði komast áfram í pott og svo komast tíu atriði í úrslit sem fara fram í París en lokakvöldinu verður streymt á netinu,“ útskýrir Una. Hún segist í fyrstu hafa farið inn á vefsíðu keppninnar til þess að kjósa annan tónlistarmann en sá svo að kosning var ekki hafin. „Ég sá þetta á Facebook og ætlaði að kjósa hljómsveit en sá svo að kosning var ekki hafin og ákvað því að skrá mig sjálfa bara,“ segir Una létt í lundu. Sigurvegari keppninnar fær að fara í upptökuferð til Grikklands í hið heimsfræga stúdíó, Black Rock Studios. Um er að ræða lúxus hljóðver sem minnir á paradísarhótel. Hljómsveitin One Republic hefur meðal annars tekið upp í hljóðverinu.
Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira