Fór að skoða tengsl feðra við börnin sín Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2014 14:00 "Þessir feðgar virðast í góðu sambandi. Valur Freyr sem faðir og sonur hans Grettir í hlutverki sonar. Mynd/Ilmur Valur Freyr Einarsson sló í gegn í sýningunni Tengdó, Grímusýningu ársins 2012. Nú teflir hann fram nýju verki, Dagbók jazzsöngvarans, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu annað kvöld á vegum CommonNonsense. „Þetta eru eiginlega systkinasýningar, Tengdó og þessi, því vinnsluaðferðin er svipuð. Ég tók viðtöl og vann út frá þeim,“ byrjar Valur Freyr lýsingu sína á nýja verkinu. Hann kveðst hafa byrjað fyrir tveimur árum á að taka viðtal við mann sem var langt genginn með krabbamein. „Ég var ekki viss hvort hann mundi lifa sumarið af og dreif mig í að spjalla við hann. Svo er hann enn sprækur tveimur árum seinna, Guði sé lof. Hann trúði mér fyrir alls konar hlutum, fór í smá uppgjör við fortíðina, meðal annars samskipti sín við föður sinn og árin í djassinum. Það varð upphafið að þessu ferli hjá mér. Ég fór að skoða tengsl feðra við börnin sín eða tengslaleysi og hvernig það lekur ómeðvitað milli kynslóða. Það er undirliggjandi þema í þessu verki.“ Valur Freyr segir þennan umrædda mann hafa komið á rennsli um daginn og kannast við ýmislegt í sögunni. „Hann var þakklátur og fannst gott að þetta efni væri dregið fram í dagsljósið. Eitthvað sem hann hefur setið með í fanginu í mörg ár.“ Auk Vals Freys leikur 12 ára sonur hans, Grettir Valsson, í Dagbók jazzsöngvarans, auk hinnar þekktu Kristbjargar Kjeld. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson, um leikmynd og búninga sér Ilmur Stefánsdóttir og tónlist og hljóðmynd er Davíðs Þórs Jónssonar. Menning Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Valur Freyr Einarsson sló í gegn í sýningunni Tengdó, Grímusýningu ársins 2012. Nú teflir hann fram nýju verki, Dagbók jazzsöngvarans, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu annað kvöld á vegum CommonNonsense. „Þetta eru eiginlega systkinasýningar, Tengdó og þessi, því vinnsluaðferðin er svipuð. Ég tók viðtöl og vann út frá þeim,“ byrjar Valur Freyr lýsingu sína á nýja verkinu. Hann kveðst hafa byrjað fyrir tveimur árum á að taka viðtal við mann sem var langt genginn með krabbamein. „Ég var ekki viss hvort hann mundi lifa sumarið af og dreif mig í að spjalla við hann. Svo er hann enn sprækur tveimur árum seinna, Guði sé lof. Hann trúði mér fyrir alls konar hlutum, fór í smá uppgjör við fortíðina, meðal annars samskipti sín við föður sinn og árin í djassinum. Það varð upphafið að þessu ferli hjá mér. Ég fór að skoða tengsl feðra við börnin sín eða tengslaleysi og hvernig það lekur ómeðvitað milli kynslóða. Það er undirliggjandi þema í þessu verki.“ Valur Freyr segir þennan umrædda mann hafa komið á rennsli um daginn og kannast við ýmislegt í sögunni. „Hann var þakklátur og fannst gott að þetta efni væri dregið fram í dagsljósið. Eitthvað sem hann hefur setið með í fanginu í mörg ár.“ Auk Vals Freys leikur 12 ára sonur hans, Grettir Valsson, í Dagbók jazzsöngvarans, auk hinnar þekktu Kristbjargar Kjeld. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson, um leikmynd og búninga sér Ilmur Stefánsdóttir og tónlist og hljóðmynd er Davíðs Þórs Jónssonar.
Menning Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“