Þriðjungur fær bætur vegna heilsutjóns Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. mars 2014 09:16 Flestir sem sækja bótarétt sinn hafa ekki fengið rétta eða bestu mögulega meðferð við sjúkdómi sínum, eða fengið alvarlega fylgikvilla í kjölfar meðferðar. nordicphotos/getty Aðeins um þriðjungur þeirra sem tilkynna líkamlegt eða geðrænt tjón vegna læknisrannsókna eða sjúkdómsmeðferða fær tjón sitt bætt. Tilkynningum um slíkt heilsutjón hefur fjölgað mjög frá því lög um sjúklingatryggingu voru sett 2001. Málin eru tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna meðferðar á opinberum heilbrigðisstofnunum, en tjón sem verða á einkareknum stofnunum eru tilkynnt til vátryggingafélaga. Tilkynnt hefur verið um 1.153 mál á 13 árum. Alls hafa 948 mál verið afgreidd og þar af hafa 339 sjúklingar fengið mál sín samþykkt og greiddar bætur. Berglind Ýr Karlsdóttir, deildarstjóri hjá SÍ, segist gera ráð fyrir að fjölgun tilkynninga sé vegna þess að fólk sé meðvitaðra um réttindi sín en ekki að atvikum sé að fjölga. „Það er líka misjafnt eftir árum hversu hátt hlutfall mála er samþykkt. Þessi mál eru lengi í meðhöndlun og því mögulegt að afgreiðsla og niðurstaða komi á öðru ári en tilkynningin,“ segir Berglind.Aðsend myndAð meðaltali fá um 35 prósent sjúklinga greiddar bætur. „Ástæðan fyrir háu hlutfalli synjana gæti tengst því að fólk, sem fær ekki fullan bata en átti von á því, hefur ekki endilega forsendur fyrir því að átta sig á hvort meðferð hafi verið veitt með réttum hætti eða ekki. Það er mjög skiljanlegt.“ Til að sækja rétt sinn í gegnum sjúklingatryggingu þurfa ekki að hafa orðið mistök í strangasta skilningi og ekki er nauðsynlegt að sanna sök starfsmanns heldur er málið byggt á læknisfræðilegu mati. Minni sönnunarbyrði, ásamt því að hámark bóta er tíu milljónir króna, gerir því sjúklingatryggingu frábrugðna skaðabótatryggingu. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Sjá meira
Aðeins um þriðjungur þeirra sem tilkynna líkamlegt eða geðrænt tjón vegna læknisrannsókna eða sjúkdómsmeðferða fær tjón sitt bætt. Tilkynningum um slíkt heilsutjón hefur fjölgað mjög frá því lög um sjúklingatryggingu voru sett 2001. Málin eru tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna meðferðar á opinberum heilbrigðisstofnunum, en tjón sem verða á einkareknum stofnunum eru tilkynnt til vátryggingafélaga. Tilkynnt hefur verið um 1.153 mál á 13 árum. Alls hafa 948 mál verið afgreidd og þar af hafa 339 sjúklingar fengið mál sín samþykkt og greiddar bætur. Berglind Ýr Karlsdóttir, deildarstjóri hjá SÍ, segist gera ráð fyrir að fjölgun tilkynninga sé vegna þess að fólk sé meðvitaðra um réttindi sín en ekki að atvikum sé að fjölga. „Það er líka misjafnt eftir árum hversu hátt hlutfall mála er samþykkt. Þessi mál eru lengi í meðhöndlun og því mögulegt að afgreiðsla og niðurstaða komi á öðru ári en tilkynningin,“ segir Berglind.Aðsend myndAð meðaltali fá um 35 prósent sjúklinga greiddar bætur. „Ástæðan fyrir háu hlutfalli synjana gæti tengst því að fólk, sem fær ekki fullan bata en átti von á því, hefur ekki endilega forsendur fyrir því að átta sig á hvort meðferð hafi verið veitt með réttum hætti eða ekki. Það er mjög skiljanlegt.“ Til að sækja rétt sinn í gegnum sjúklingatryggingu þurfa ekki að hafa orðið mistök í strangasta skilningi og ekki er nauðsynlegt að sanna sök starfsmanns heldur er málið byggt á læknisfræðilegu mati. Minni sönnunarbyrði, ásamt því að hámark bóta er tíu milljónir króna, gerir því sjúklingatryggingu frábrugðna skaðabótatryggingu.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Sjá meira