Þriðjungur fær bætur vegna heilsutjóns Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. mars 2014 09:16 Flestir sem sækja bótarétt sinn hafa ekki fengið rétta eða bestu mögulega meðferð við sjúkdómi sínum, eða fengið alvarlega fylgikvilla í kjölfar meðferðar. nordicphotos/getty Aðeins um þriðjungur þeirra sem tilkynna líkamlegt eða geðrænt tjón vegna læknisrannsókna eða sjúkdómsmeðferða fær tjón sitt bætt. Tilkynningum um slíkt heilsutjón hefur fjölgað mjög frá því lög um sjúklingatryggingu voru sett 2001. Málin eru tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna meðferðar á opinberum heilbrigðisstofnunum, en tjón sem verða á einkareknum stofnunum eru tilkynnt til vátryggingafélaga. Tilkynnt hefur verið um 1.153 mál á 13 árum. Alls hafa 948 mál verið afgreidd og þar af hafa 339 sjúklingar fengið mál sín samþykkt og greiddar bætur. Berglind Ýr Karlsdóttir, deildarstjóri hjá SÍ, segist gera ráð fyrir að fjölgun tilkynninga sé vegna þess að fólk sé meðvitaðra um réttindi sín en ekki að atvikum sé að fjölga. „Það er líka misjafnt eftir árum hversu hátt hlutfall mála er samþykkt. Þessi mál eru lengi í meðhöndlun og því mögulegt að afgreiðsla og niðurstaða komi á öðru ári en tilkynningin,“ segir Berglind.Aðsend myndAð meðaltali fá um 35 prósent sjúklinga greiddar bætur. „Ástæðan fyrir háu hlutfalli synjana gæti tengst því að fólk, sem fær ekki fullan bata en átti von á því, hefur ekki endilega forsendur fyrir því að átta sig á hvort meðferð hafi verið veitt með réttum hætti eða ekki. Það er mjög skiljanlegt.“ Til að sækja rétt sinn í gegnum sjúklingatryggingu þurfa ekki að hafa orðið mistök í strangasta skilningi og ekki er nauðsynlegt að sanna sök starfsmanns heldur er málið byggt á læknisfræðilegu mati. Minni sönnunarbyrði, ásamt því að hámark bóta er tíu milljónir króna, gerir því sjúklingatryggingu frábrugðna skaðabótatryggingu. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Aðeins um þriðjungur þeirra sem tilkynna líkamlegt eða geðrænt tjón vegna læknisrannsókna eða sjúkdómsmeðferða fær tjón sitt bætt. Tilkynningum um slíkt heilsutjón hefur fjölgað mjög frá því lög um sjúklingatryggingu voru sett 2001. Málin eru tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna meðferðar á opinberum heilbrigðisstofnunum, en tjón sem verða á einkareknum stofnunum eru tilkynnt til vátryggingafélaga. Tilkynnt hefur verið um 1.153 mál á 13 árum. Alls hafa 948 mál verið afgreidd og þar af hafa 339 sjúklingar fengið mál sín samþykkt og greiddar bætur. Berglind Ýr Karlsdóttir, deildarstjóri hjá SÍ, segist gera ráð fyrir að fjölgun tilkynninga sé vegna þess að fólk sé meðvitaðra um réttindi sín en ekki að atvikum sé að fjölga. „Það er líka misjafnt eftir árum hversu hátt hlutfall mála er samþykkt. Þessi mál eru lengi í meðhöndlun og því mögulegt að afgreiðsla og niðurstaða komi á öðru ári en tilkynningin,“ segir Berglind.Aðsend myndAð meðaltali fá um 35 prósent sjúklinga greiddar bætur. „Ástæðan fyrir háu hlutfalli synjana gæti tengst því að fólk, sem fær ekki fullan bata en átti von á því, hefur ekki endilega forsendur fyrir því að átta sig á hvort meðferð hafi verið veitt með réttum hætti eða ekki. Það er mjög skiljanlegt.“ Til að sækja rétt sinn í gegnum sjúklingatryggingu þurfa ekki að hafa orðið mistök í strangasta skilningi og ekki er nauðsynlegt að sanna sök starfsmanns heldur er málið byggt á læknisfræðilegu mati. Minni sönnunarbyrði, ásamt því að hámark bóta er tíu milljónir króna, gerir því sjúklingatryggingu frábrugðna skaðabótatryggingu.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira